Bændablaðið - 19.03.2020, Blaðsíða 5

Bændablaðið - 19.03.2020, Blaðsíða 5
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. mars 2020 5 Fyrir tæpri viku síðan var sett á fót viðbragðsteymi Bænda­ samtakanna vegna kórónu veiru­ faraldursins. Teymið hefur fundað daglega í þessari viku og unnið að ýmsum málum sem tengjast landbúnaði, matvælaframleiðslu og búrekstri. Afleysingaþjónusta er í startholunum og samtökin eru í góðu samstarfi við stjórnvöld um úrlausn nokkurra mála. Sem dæmi er rætt um viðbrögð við afurðatjóni og vinnutapi, áhrif sóttkvíar á starfsemi bænda og matvælafyrirtækja, flutninga, fóður­, lyfja­ og áburðarbirgðir og breyttar aðstæður á vinnumarkaði. Í síðustu viku hvöttu Bændasamtökin til þess að bændur takmörkuðu heimsóknir á sín bú vegna smithættu. Afleysingaþjónusta Búnaðarsamböndin og Bænda­ samtökin hafa tekið höndum saman um að koma á fót afleysingaþjón­ ustu fyrir bændur ef veikindi vegna veirunnar hamla búrekstri. Á þriðju­ dag fór auglýsing í loftið þar sem óskað var eftir fólki til að sinna af­ leysingastörfum. Fókusinn er settur á einyrkja og minni bú en ekki stærri bú eða sérhæfðari störf. Þjónustan verður kynnt nánar þegar fjöldi af­ leysingafólks liggur fyrir. Þau sem geta lagt sitt af mörkum geta sent tölvupóst í netfangið afleysing@ bondi.is. Guðbjörg Jónsdóttir, verk­ efnastjóri hjá BÍ, heldur utan um afleysingaþjónustuna. Afurðatjón og mögulegt vinnutap Viðbragðsteymið byrjaði strax að undirbúa skráningu á mögulegu afurðatjóni og vinnutapi sem hlýst af COVID­19. BÍ eru í samskiptum við sjávarútvegs­ og landbúnaðarráðuneytið og vonir standa til þess að hægt verði að skrá miðlægt upplýsingar sem varða tjón. Ekkert er í hendi um mögulegar bætur en fyrst og fremst er lögð áhersla á skráningar á þessu stigi. Starfsemi afurðastöðva og annarra matvælafyrirtækja Margir hafa velt því fyrir sér hvað gerist þegar og ef starfsfólk afurðastöðva eða annarra matvælafyrirtækja veikist og hvort starfsemin lamist ef upp kemur víðtækt smit. Almennt virðast viðbragðsáætlanir fyrirtækja vel unnar og skýrar. Fjölmörg fyrirtæki hafa hólfað starfsemi sína niður og æ fleiri starfsmenn, sem það geta, vinna heiman frá sér. Víða er heimsóknabann í fyrirtæki eða umferð utanaðkomandi aðila lágmörkuð. Vinnumarkaðsmál Fyrirkomulag á vinnustöðum er víða með öðru sniði vegna veirunnar. Álitamál eru uppi um nokkur atriði sem varða kjaramál og önnur réttindi starfsfólks. BÍ hafa sett sig í samband við Vinnumálastofnun og helstu stéttarfélög til þess að tryggja hnökralausa starfsemi. Jafnframt er fylgst með frumvarpi félagsmálaráðherra um greiðslu hlutaatvinnuleysisbóta vegna lægra starfshlutfalls og frumvarpi um framlög ríkisins vegna launagreiðslna fyrirtækja til starfsmanna sem eru í sóttkví. BÍ leggja áherslu á að aðgerðir stjórnvalda í þessum efnum gagnist bændum eins og öðrum. Fóðurbirgðir, áburður, sáðvara, lyf o.fl. Stjórnvöld, Matvælastofnun í samvinnu við BÍ hafa kortlagt fóðurbirgðir í landinu og önnur aðföng sem koma með flugi og skipleiðis. Haft var samband við skipafélög sem fullyrða að engar breytingar séu áætlaðar á skipaferðum. Upplýsingar frá fóðurfyrirtækjum, áburðarinnflytjendum og yfirvöldum benda til að það þurfi ekki að hafa áhyggjur á þessu stigi af skorti á aðföngum, s.s. á kjarnfóðri, dýralyfjum eða áburði. Ferðaþjónustan verður fyrir höggi Í sumum greinum landbúnaðarins finna bændur strax harkalega fyrir áhrifum COVID­19. Þetta á sérstaklega við um ferðaþjónustubændur. Afbókanir á gistingu eru töluverðar og velta á veitingastöðum hefur minnkað. Það er dýrmætt að ferðamenn flytji bókanir sínar í stað þess að draga þær til baka. Áhersla verður lögð á að hvetja almenning til ferðalaga innanlands á komandi sumri. Viðburðir bænda – aðalfundir og skemmtanir Á bondi.is er yfirlit um aðalfundi félaga sem áætlaðir eru á næstu vikum. Allmargir hafa frestað fundum og í ljósi samkomubanns er búið að fella niður viðburði eins og árshátíð Landssamtaka sauðfjárbænda og Landssambands kúabænda. Viðbragðsteymi BÍ hvetur bændur og aðra til að nota fjarfundabúnað eins og kostur er. Hugum að andlegri og líkamlegri heilsu Teymið hefur rætt mikilvægi þess að bændur og allt starfsfólk í landbúnaði hugi að andlegri og líkamlegri heilsu. Regluleg hreyfing er nauðsynleg og hætt er við að kvíði geri vart við sig hjá mörgum, ekki síst börnum. Í þessu samhengi er gott að minna á hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og benda á fagfólk eins og sálfræðinga og lækna. Vefsíða um COVID-19 á bondi.is Miðlun upplýsinga er mikilvæg en Bændasamtökin mæla með því að bændur fylgist náið með upplýs­ ingum um COVID­19 á vefjum almannavarna og landlæknis. Allar almennar leiðbeiningar er að finna á vefnum covid.is. Á vef Bændasamtakanna, bondi.is, eru margs konar upplýsingar sem beinast að bændum og öðrum mat­ vælaframleiðendum. Snorri Sigurðsson, sem búsettur er í Kína, var í hlaðvarpsviðtali Bændablaðsins á dögunum þar sem hann fór yfir reynsluna af baráttunni við COVID­19 þar í landi. Viðtalið er aðgengilegt á bbl. is en þar brýnir Snorri bændur að sýna mikla smitgát. Reglulegir fundir um stöðu mála Viðbragðsteymið fundar daglega en hlutirnir breytast dag frá degi. Höfuðáhersla er lögð á að gæta hagsmuna félagsmanna í þessu óvenjulega ástandi. BÍ er í beinum samskiptum við ráðuneyti landbúnaðarmála í tengslum við kórónuveirufárið. Það er viðbúið að eftirspurn eftir framleiðsluvörum bænda breytist og það er mikilvægt að finna leiðir til að milda áhrifin af breyttum veruleika eins og hægt er. Efnahagsleg áhrif af COVID­ 19 eru enn sem komið er óljós en nauðsynlegt er að velta upp öllum mögulegum og ómögulegum sviðsmyndum. Ábendingar eða óskir um að teymið ræði ákveðin mál eða setji á dagskrá má gjarnan senda í netfangið bondi@bondi.is. Almennum spurningum er varðar kórónuveiruna og landbúnað er svarað í gegnum sama netfang. Viðbragðsteymi Bændasamtaka Íslands: Gunnar Þorgeirsson, BÍ Jón Magnús Jónsson, FK Katrín María Andrésdóttir, SG Margrét Gísladóttir, LK Sigurður Eyþórsson, BÍ Sölvi Arnarsson, FFB Tjörvi Bjarnason, BÍ /TB Í ljósi aukinnar áherslu á fjarfundi hefur Umhverfisstofnun útbúið 12 góð ráð fyrir fjarfundi að sænskri fyrirmynd. Þrátt fyrir að áhugi á þessu fundarformi sé að einhverju leyti sprottinn af áhyggjum um smithættu hafa fjarfundir einnig marga aðra góða kosti, m.a. að auka skilvirkni með því að lágmarka ferðatíma á milli funda ásamt því að minnka koltvíoxíðslosun af völdum ferða. Umhverfisstofnun hvetur alla til að styðjast við ráðin tólf um fjarfundi ásamt því að dreifa þeim að vild og stuðla þannig að vönduðum, afkastamiklum og umhverfisvænum fjarfundum. Heimild: Umhverfisstofnun. Landbúnaður og COVID-19: Mörg mál í deiglunni hjá Bændasamtökunum Viðbragðsteymi BÍ fundar daglega með fjarfundarbúnaði. Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda, vinnur m.a. að því að koma upp skráningu á mögulegu afurðatjóni vegna COVID-19. Mynd / TB 12 GÓÐ RÁÐ FYRIR FJARFUNDI 1 . BJÓÐIÐ UPP Á PRUFUFUND FYRIR ÞÁ SEM ERU AÐ FJARFUNDA Í FYRSTA SKIPTI 2. SKRÁIÐ YKKUR INN Á FUNDINN 10-15 MÍNÚTUM ÁÐUR EN HANN HEFST. NÝTIÐ TÍMANN TIL AÐ STILLA MYNDAVÉL, HLJÓÐ O.S.FRV. 3. SETJIÐ SKÝR HLUTVERK. VELJIÐ FUNDARSTJÓRA OG RITARA. 4. FORÐIST AÐ TAKA FJARFUNDI Í FUNDARSÖLUM. TIL AÐ HÁMARKA GÆÐI FUNDARINS SITJIÐ HVER VIÐ SÍNA TÖLVU 5. TRYGGIÐ GOTT NETSAMBAND . STUNDUM ER ÁREIÐANLEGRI TENGING Í GEGNUM NETSNÚRU EN WIFI 6. NOTIÐ VÖNDUÐ HEYRNARTÓL SEM ÞIÐ HAFIÐ NOTAÐ ÁÐUR 7. NOTIÐ MYNDAVÉL  FYRIR PERSÓNULEGRI SAMSKIPTI . STILLIÐ HANA Í AUGNHÆÐ. 8. HAFIÐ LJÓSGJAFA FYRIR FRAMAN YKKUR OG FORÐIST BAKLÝSINGU 9. NOTIÐ SPJALLÞRÁÐ FYRIR SPURNINGAR, STUTTAR ATHUGASEMDIR, NETSLÓÐIR O.S.FRV. 10. DEILIÐ SKJÁNUM YKKAR ÞEGAR ÞIÐ ERUÐ MEÐ KYNNINGAR, SÝNIÐ SKJÖL Í VINNSLU O.S.FRV. 11. RÉTTIÐ UPP HÖND ÞEGAR ÞIÐ VILJIÐ FÁ ORÐIÐ (EF ÞIÐ NOTIÐ MYNDAVÉL) 12. SLÖKKVIÐ Á HLJÓÐNEMA ÞEGAR AÐRIR FUNDARGESTIR TALA TIL ÞESS AÐ LÁGMARKA TRUFLUN REMM - REFRES IA D IG ITALA/MÖTEN I MYNDIGHETER REMM.SE 12 S UC CE SS F AC TO RS IN V IR TU AL M EE TI NG S” B Y RE MM .S E IS L IC EN SE D UN DE R CC B Y- ND 4 .0 | DR AF T 19 10 15 Starfsfólk Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins er alvant að vinna í fjarvinnu og nota netið til fundahalda. Vegna kórónu­ veirunnar er búið að skipta fyrirtækinu upp og takmarka samgang starfsfólks. Til að missa ekki niður kaffi­ stofustemninguna í samkomu­ banni var brugðið á það ráð að færa tíukaffið hjá starfsmönnum RML yfir á samskiptaforritið Teams. Þar hittast starfsmenn í netheimum, spjalla saman og skiptast á bröndurum og góðum sögum eins og gert er á öllum góðum kaffistofum. „Í morgun var slegið upp keppni um flottasta kaffibollann og upp kom hugmynd um að hafa nátt­ fatakeppni í næsta kaffitíma. Jóna Þórunn á Suðurlandi er talin sig­ urstrangleg í kaffibollakeppninni með Ford dráttarvélakaffiboll­ anum,“ sagði í stuttri frétt á vef RML sem undirstrikar mikilvægi kaffi tímans sem lyftir andanum og léttir lund. Ráðunautar með ráð undir rifi hverju: Tíukaffið er komið á netið! Búnaðarsamböndin og Bændasamtökin hafa tekið höndum saman um að koma á fót afleysingaþjónustu fyrir bændur ef veikindi vegna veirunnar hamla búrekstri. Myndin er tekin á Voðmúlastöðum í A-Landeyjum. Mynd / TB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.