Bændablaðið - 19.03.2020, Blaðsíða 42

Bændablaðið - 19.03.2020, Blaðsíða 42
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. mars 202042 Nýverið var haldinn hin árlega Kvæg kongres í Herning í Dan­ mörku en um er að ræða ársfund dönsku nautgripa ræktar innar. Líkt og áður var um að ræða blandaða ráðstefnu þ.e. bæði aðalfund þarlendra nautgripa­ bænda en einnig fagþing með fjölda fróðlegra erinda um málefni greinarinnar. Þessi tveggja daga fundur, sem rúmlega 2.200 kúabændur, ráðunautar og annað áhugafólk um nautgriparækt sóttu, vekur alltaf mikla athygli meðal fagfólks í Evrópu enda er dönsk nautgripa- rækt leiðandi í heimsálfunni og horfa því margir til þess sem þar gerist. Sterkari saman Sem fyrr voru það skýrslur formanns og framkvæmdastjóra Kvæg, bú- greinafélags nautgripa-ræktarinnar innan dönsku bænda samtakanna, sem voru megin málefni aðal- fundar samtakanna. Formaðurinn, kúabóndinn Christian Lund, lagði áherslu á það að fram undan væru ýmsar áskoranir fyrir búgreinina í heild s.s. varðandi umhverfismál, loftslagsumræðuna og breytingar á neyslumynstri sem búgreinin yrði að takast á við í sameiningu. „Heimurinn er stöðugt að breytast og þróast og kúabúin okkar þurfa að vera í stakk búin að takast á við þessar breytingar og vera nógu stöndug til þess,“ sagði formaðurinn m.a. og vísaði með þeim orðum til uppbyggingar kúabúa í heild sinni, enda um langtímafjárfestingu að ræða þegar kúabú er byggt upp og oft er getan til að takast á við snöggar breytingar takmörkuð. Gekk betur 2019 Christian Lund lagði einnig áherslu á að þrátt fyrir nokkuð ófyrirséða framtíð þá væru dönsk kúabú vel í stakk búin og bráðabirgðauppgjör á rekstrarniðurstöðum síðasta árs sýna að reksturinn gekk að jafnaði betur árið 2019 en árið 2018 bæði hjá kúa- búum í hefðbundinni mjólkurfram- leiðslu og þeim fjöl mörgu sem eru í lífrænt vottaðri framleiðslu. Kúabúin í uppgjörinu sem voru í hefðbundinni mjólkurframleiðslu voru rekin að jafnaði með töluverð- um afgangi, fyrir laun eigenda, eða frá 3-20 milljónum íslenskra króna og lífrænu búin voru að skila að jafnaði frá 8-24 milljónum íslenskra króna í hagnað fyrir laun eigenda. Þau bú sem voru eingöngu í slátur- kálfaeldi gengu einnig betur í fyrra en árið 2018 og var meðalhagnað- ur þeirra, fyrir greiðslu launa til eigenda, 8 milljónir íslenskra króna. Aflífun smákálfa bönnuð eftir tvö ár Sum mjólkurkúakyn í dag eru svokölluð blönduð kyn, þ.e. nautin sem fæðast geta verið alin til kjötframleiðslu og dæmi um þetta eru t.d. rauðu norrænu kynin og Holstein kynið. Holstein kynið hentaði hreint ekki til þess fyrir nokkrum áratugum, en hefur tekið miklum breytingum í seinni tíð vegna mikilla kynbóta og ná naut þess nú að vaxa hratt og vel. En á sama tíma eru sum kúakyn þess eðlis að nautin sem fæðast vaxa ekki sérlega hratt né hafa góða fóðurnýt- ingu. Af þeim sökum hafa bændur stundum neyðst til að aflífa þessi naut eða senda í sláturhús fljót- lega eftir fæðingu. Fullyrða má að enginn kúabóndi vill aflífa heilbrigð dýr snemma í framleiðsluferlinu en þetta framleiðslukerfi er þó algengt í heiminum í dag, sérstaklega hjá bændum sem búa með Jersey kýr. Christian Lund sagði búgreinina ekki lengur geta staðið á bak við þetta framleiðsluferli og sagði erfitt siðferðilega að verja svona fram- Á FAGLEGUM NÓTUM Snorri Sigurðsson snorri.sigurdsson@outlook.com Á starfsstöð LbhÍ á Reykjum í Ölfusi fer fram kennsla á starfsmenntabrautum garð yrk­ j unnar. Ein af námsbrautunum er Skógur og náttúra. Námið veitir undirstöðuþekkingu til starfa sem snúa að ýmsum land bótum eins og skógrækt og landgræðslu. Kenndar eru grunngreinarnar náttúrufræði, jarðvegs- og áburðarfræði, plöntuþekking, plöntulífeðlisfræði, vistfræði og umhverfisfræði. Fjallað er ítarlega um skógrækt á Íslandi, nýtingu skógarafurða, skjólbelti, útivistarsvæði og friðlönd. Verkleg kennsla í skóginum á Reykjum Þá tvo vetur sem bóknámið fer fram taka nemendur þátt í fjölmörgum verklegum æfingum eins og gróðursetningu og grisjun. Plöntunum sem gróðursettar eru hafa nemendur fjölgað í verklegu námi í skógarplöntuframleiðslu við skólann. Skógurinn á Reykjum er ein af helstu kennslustofum brautarinnar og notaður sem slík allt árið. Þannig kynnast nemendur betur breytileika árstíðanna. Skóginum þarf að sinna á mismunandi hátt eftir trjátegund, aldri og þéttleika reitanna. Mestu hefur verið plantað af greni, furu, ösp og birki. Hæstu trén á Reykjum eru þyrping sitkagrenitrjáa sem kallast Systurnar þrjár og eru þær orðnar rúmir 20 metrar á hæð. Í yngri hlutum skógarins fer fram ýmis umhirða eins og millibilsjöfnun sem framkvæmd er með kjarrsög, þar sem teinungur er sagaður frá framtíðartrjám og of þéttar gróðursetningar lagfærðar. Trjámælingar eru gerðar þar sem fjöldi og hæð trjáa er mældur til að meta rúmmálsaukningu viðar og eins til að ákvarða hvort komið sé að grisjun. Grisjunin fer fram með keðjusögum og læra nemendur að fella tré á öruggan hátt og meta mögulega nýtingu á viðnum sem fellur til við grisjunina. Efnið er síðan flutt úr skóginum og nýtt í mismunandi viðarvinnslu, eins og spírur, kurl, arinvið eða sagað með flettisög í borð og planka. Umhirða, viðhald og áætlanagerð Kennd er gerð skógræktar- áætlana þar sem reitir eru teiknaðir inn á kortagrunna og ástand skógarins er skráð. Farið er í skipulag, uppsetningu og umhirðu skjólbelta og hvar þau nýtast best og á hagkvæmastan hátt. Í skógarvinnunni þarf að taka tillit til gangandi umferðar og hestaferða sem eru mikið stundaðar í skógræktinni á Reykjum. Tengir það kennsluna við uppbyggingu og viðhald á útivistarsvæðum og friðlöndum. Einnig er farið í skoðunar- og verkefnaferðir í skóglendi og á ferðamannastaði í nágrenninu. Markmiðið er að þjálfa og mennta góða verkmenn og verkstjóra til skógræktar- og landbótastarfa. Skógtæknar eru eftirsóttir í skógarumhirðu, verkstjórn og ráðgjöf Að loknu námi eru nemendur garðyrkjufræðingar af braut skógar og náttúru, eða skógtæknar. Skógtæknar starfa við skóg- og trjárækt og koma að ýmsu sem tengist uppgræðslu, landbótum, náttúruvernd, útivistar- og ferðaþjónustusvæðum, grænum svæðum í þéttbýli svo nokkuð sé nefnt. Námið er einnig góður undirbúningur fyrir háskólanám í skógfræði og landgræðslu, umhverfisfræði og líffræði. Hægt er að sækja um nám á haustönn 2020 á heimasíðu LbhÍ: lbhi.is Björgvin Örn Eggertsson, námsbrautarstjóri Skógar og náttúru, LbhÍ Reykjum GARÐYRKJUSKÓLI LBHÍ REYKJUM Skógur og náttúra: Námsbraut um ræktun skóga og umönnun þeirra Nemendur á braut skógar og náttúru sá trjáfræi í tilraunahúsinu á Reykjum. Myndir / Björgvin Ö. Eggertsson Christian Lund er kúabóndi og formaður KVÆG, sem er það svið innan dönsku bændasamtakanna sem snýr að nautgriparækt. Kvægkongres 2020: Styrkur nautgriparæktarinnar felst í samstöðunni Ráðgjafa- og þróunarfyrirtækið SEGES hefur umsjón með og stendur fyrir Kvægkongres á hverju ári. Ida Storm, framkvæmdastjóri KVÆG, ræddi m.a. um mögulegar breytingar á starfsumhverfi danskra kúabænda í framtíðinni. Hallur Björgvinsson skoðar skjólbelti með nemendum. Nytjaviður í hlíðum Reykjafjalls.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.