Bændablaðið - 19.03.2020, Blaðsíða 55
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. mars 2020 55
Lely Center Ísland
Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is
Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600
STARTARAR í flestar
gerðir dráttarvéla
Glerárgata 34b við Hvannavelli • S 461 1092 • asco.is
OKKAR ÆR OG KÝR
— STARTARAR OG ALTERNATORAR —
Bækur til sölu
• Nú er fleytan í nausti. Andrés Finnbogason skipstjóri segir frá. Skráð af
Guðmundi Jakobssyni.
• Ritsafn Oscars Clausen.
• Hlynir og Hreggviðir. Höfundur Gunnar Árnason.
• Jóns bók (um Jón Ólafsson). Höfundur Einar Kárason.
• Duttlungar örlaganna. Höfundur Skúli Bjarkan.
• Æska og ástir. Höfundur Guðrún Guðjónsdóttir.
• María. Höfundur Ingólfur Margeirsson.
• Vikan, árgangar 1946 og 1947.
• Fögur er foldin. Höfundur Arnulf Överland. Þýdd af Helga Sæmundssyni.
• Viktoría. Höfundur Knut Hamsun. Þýdd af Jóni Sigurðssyni frá Kaldaðarnesi.
• Gestur Pálsson. Ritsafn no. 1.
• Drottningarkyn. Höfundur Friðrik Ásmundsson Brekkan.
• Það gerist aldrei hér. Þýðandi Hersteinn Pálsson.
• Á Dælamýrum og aðrar sögur. Höfundur Helgi Valtýsson.
• Góugróður. Höfundur Kristmann Guðmundsson.
• Saga Snæbjarnar í Hergilsey. Höfundur Snæbjörn sjálfur.
• Bækur Ferðafélags Íslands frá upphafi til 1990.
• Heimilisritið Heima er Bezt frá upphafi til ársins 2000, allir árgangar.
Bækur seljast á 3.000 – 5.000 kr. stykkið.
Upplýsingar í síma 557-7957.
Emerald ehf
WWW.EININGAHUS.IS GSM 698 0330 EMERALD@EMERALD.IS
Innflutt verksmiðjuframleidd eininghús
Yfir 20 ára reynsla
Sérteiknuð hús, fjöldi teikninga
Hagstætt verð og vandað efnisval
Afhent hvert á land sem er
160 fm hús á Egilsstöðum
RÁÐSTEFNA VARÐANDI HÚSIN VERÐUR: Icelandair hótel Reykjavík Natura (Flugleiðahótelið)
FIMMTUDAGINN 5. MARS 2020 KL 16:00 ALLIR VELKOMNIR
LÖGGARÐUR EHF.
Almenn lögfræðiþjónusta, erfðaskrár,
skipti dánarbúa, gallamál vegna fasteigna,
vinnuréttamál og slysamál.
Hafðu samband: loggardur.is eða 568-1636.
Stofnað 1985
Smiðjuvegur 30, 200 Kópavogur
Næsta
Bændablað
kemur út
2. apríl
Nánari upplýsingar gefur:
Grétar Hrafn Harðarson
S: 892-1480
Nf: gretarhrafn@simnet.is
MEIRA FÓÐUR, LYSTUGRA FÓÐUR
Starfshópur samgöngu- og sveitarstjórnaráðuneytisins:
Kanna arðsemi repjuræktunar
Skipaður hefur verið starfshópur
um ræktun og nýtingu orkujurta,
svo sem repju. Verkefni hópsins
er að kanna forsendur fyrir stór-
tækri og sjálfbærri ræktun orku-
jurta á Íslandi til framleiðslu á líf-
dísil og öðrum afurðum, til dæmis
fóðurmjöli, áburði og stönglum.
Í tilkynningu frá samgöngu- og
sveitarstjórnaráðuneytinu segir
Sigurður Ingi Jóhannsson, sam-
göngu- og sveitarstjórnaráðherra
að efling akuryrkju, ræktun orku-
jurta og nýting repjuolíu geti dreg-
ið úr losun gróðurhúsalofttegunda
á margvíslegan hátt. „Rannsóknir
sýna að hægt er að framleiða hér á
landi lífdísil úr repjuolíu sem nýta
megi sem eldsneyti á þorra þeirra
véla sem gerðar eru fyrir dísilolíu úr
jarðolíu. Íslensk framleiðsla sparar
innflutning og vinnsla afurðanna
skapar atvinnu og eykur sjálfbærni,“
segir ráðherra.
Tilraunir með repju ganga vel
Samgöngustofa og þar á undan
Siglingastofnun hefur um langt
skeið unnið að rannsóknum á ræktun
orkujurta á Íslandi og nýtingu þeirra.
Gerðar hafa verið tilraunir með
repjuræktun sem hafa gefist vel.
Ræktun og notkun repjuolíu væri
hagkvæm um leið og hún hafi já-
kvæð áhrif á umhverfið.
Tilraunir Samgöngustofu
benda til þess að repjudísill gefi
við brennslu sambærilega orku og
hefð bundin dísilolía. Stór markaður
er fyrir repjuolíu sem lífdísil, en
íslenski fiskiskipaflotinn brennir
til dæmis árlega alls um 160 þús-
und tonnum af dísilolíu. Reynslan
hefur sýnt að hver hektari lands
í repjurækt gefur af sér um eitt
tonn af repjuolíu. Miðað við 10%
íblöndun þyrfti því að rækta repju
á um 16.000 hekturum lands.
Sömuleiðis metur Samgöngustofa
ávinning felast í ræktun repju í land-
græðslu. Tækifæri felast í aukinni
akuryrkju sem hefur náð nokkurri
hylli íslenskra bænda á undanförn-
um árum og áratugum. Ræktun á
innlendu fóðri sem áður var talin
utan seilingar fyrir Íslendinga, hefur
verið stunduð með ágætum árangri í
öllum landshlutum og verður sífellt
stærri þáttur í fóðuröflun bænda. Það
eykur möguleika landbúnaðar og
gæti orðið mikilvæg nýsköpun hér
á landi. Ávinningurinn fer eftir því
landi sem valið er en hann er mestur
á ógrónu landi svo sem á íslenskum
söndum.
Greina framleiðslu
og hagkvæmni
Í tilkynningunni segir að megin-
verkefni sérfræðingahópsins sé
annars vegar að greina framleiðslu
og framleiðsluverð repjuræktunar
ásamt flutningskostnaði og öðrum
kostnaði við ræktunina, þar með
talinn, hver væru hagkvæmustu
ræktunarsvæði landsins. Hins
vegar að leggja mat á mögulegan
markað fyrir repjuafurðir og mark-
aðsverð. Það verður einnig hlut-
verk hópsins að vinna að því að
uppfylla markmið í þingsályktun
Alþingis frá árinu 2017 um að
árið 2030 verði 5–10% eldsneytis
íslenska skipaflotans íblandað líf-
eldsneyti.
Gögnum skilað í september
Í starfshópnum sitja Ingveldur
Sæmundsdóttir, aðstoðarmaður
ráð herra og formaður hópsins,
dr. Gylfi Árnason, prófessor við
Háskóla Íslands, Hlín Hólm frá
Samgöngustofu, Jón Bernódusson
frá Samgöngustofu, Jón Þorsteinn
Gunnarsson frá Fóðurblöndunni,
Ólafur Eggertsson, bóndi á
Þorvaldseyri, Sandra Ásgrímsdóttir
frá Mannviti og Sigurbergur
Björnsson, skrifstofustjóri sam-
göngu- og sveitarstjórnaráðuneyt-
isins.
Starfshópurinn mun skila tillög-
um og drögum að aðgerðaáætlun
fyrir lok september á þessu ári.
/VH
Stór markaður er fyrir repjuolíu sem lífdísil, en íslenski fiskiskipaflotinn
brennir til dæmis árlega alls um 160 þúsund tonnum af dísilolíu.