Bændablaðið - 19.03.2020, Blaðsíða 35
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. mars 2020 35
KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10
104 REYKJAVÍK / 590 5100 / klettur.is
Við bjóðum upp á allar stærðir
og gerðir af Ingersoll Rand loftpressum.
Mjög hljóðlátar og einfaldar í viðhaldi.
Bjóðum upp á þjónustusamninga
og leggjum mikla áherslu á að veita
góða viðgerðar- og varahlutaþjónustu.
Gerðu kröfur — hafðu samband við
Gunnar í síma 590 5135 eða sendu línu
á gma@klettur.is og kynntu þér þína
möguleika.
Loftpressur
í hæsta
gæðaflokki
Aðalfundur ÍSTEX hf.
– Tilkynning vegna COVID-19 og
samkomubanns
Samkvæmt samþykktum Ístex á að halda
aðalfund fyrir lok apríl. Vegna þeirra
fordæmalausu aðstæðna vegna útbreiðslu
COVID-19 og samkomubanns er ekki hægt að
svo stöddu að ákveða fundartíma.
Tekin verður ákvörðun um fundartíma eða
hugsanlega frestun til sumars eða hausts
þegar samkomubann fer úr gildi um miðjan
apríl.
Mosfellsbæ, mars 2020.
Stjórn ÍSTEX hf.
Mótorar og varahlutir á lager
Hröð og góð þjónusta
Dreifingaraðili BRIGGS & STRATTON
á ÍSLANDI
MHG Verslun ehf | Víkurhvarf 8 | 203 Kópavogi
Sími 544-4656 | www.mhg.is
Lely Center Ísland
Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is
Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600
RÚÐUR Í
DRÁTTARVÉLAR
FRÁBÆR VERÐ
John Deere
Zetor
Case IH
McCormick
Steyr
Claas
Ford
Fiat
New Holland
Deutz-Fahr
Massey Ferguson
Nýja þúsund fermetra húsnæðið er stórt, glæsilegt og mjög bjart. Það er aðallega hugsað fyrir stærri vinnuvélar
og vörubíla. Mynd / MHH
Vélaverkstæði Þóris á Selfossi hefur
stækkað um þúsund fermetra
Vélaverkstæði Þóris á Selfossi
fagnaði 25 ára afmæli 1. mars
síðast liðinn en haldið var upp
á tímamótin með opnu húsi
föstudagskvöldið 6. mars.
Við það sama tækifæri var nýtt
þúsund fermetra húsnæði tekið í
notkun en nú er verkstæðið með
um tvö þúsund fermetra undir
starfsemi sína. Þórir L. Þórarinsson
stofnaði fyrirtækið einn og var þá
með sjötíu og fimm fermetra undir
en það hefur heldur betur breyst í
gegnum árin. Í dag starfa tuttugu
og tveir starfsmenn hjá fyrirtækinu.
„Meginstarfsemin er í kringum
viðgerðir á landbúnaðartækjum,
vörubifreiðum, þungavinnuvélum
og síðast en ekki síst smurþjónusta á
öllum tækjum og bílum,“ segir Þórir,
ánægður með árin tuttugu fimm um
leið og hann lítur björtum augum á
framtíðina. Verkstæðið er til húsa
við Austurveg 69 á Selfossi. /MHH
Það eru margir sem koma við á verkstæðinu hjá Þóri og vilja kynna sér
starfsemina. Rótarýklúbbur Selfoss fór nýlega í heimsókn en hér er Þórir
að spjalla við þá Sigurð Þór Sigurðsson, Þórarin Sólmundarson og Kristján
Má Gunnarsson frá klúbbnum.
Þórir ásamt eiginkonu sinni, Ásdísi
Svölu Guðjónsdóttur, sem hafa rekið
fyrirtækið saman af miklum myndar-
skap í tuttugu og fimm ár ásamt fjöl-
skyldu sinni.
LÍF&STARF