Bændablaðið - 19.03.2020, Blaðsíða 48

Bændablaðið - 19.03.2020, Blaðsíða 48
48 Bændablaðið | Fimmtudagur 19. mars 2020 Að sögn Vilborgar Ástráðsdóttur, ábúanda í Skarði, er jörðin stór- merkileg. „Hún er það að því leyti að á henni er tjörn sem heitir Kumbutjörn og samkvæmt áreið- anlegum fornum heimildum býr þar óvætturinn og þjóðsagnadýrið Nykurinn. Sagt er að hann ferðist neðanjarðar á milli Kumbutjarnar og Úlfsvatns á Vörðufelli og tjarnarinnar á Miðfelli. Þess má geta að allir gráu hestarnir sem eru í Skarði eru úrvals reiðhestar,“ segir Vilborg. Skarð er fyrrum prestssetur en árið 1980 keyptu annars vegar hjónin Sigurður Björgvinsson og Jenný Jóhannsdóttir og hins vegar Jón Áskell Jónsson og Guðbjörg Kristinsdóttir jörðina og skiptu á milli sín. Árið 1999 byggðu Sigurður yngri og Vilborg íbúðar- hús á jörðinni. Árið 2003 brá Jón Áskell búi eftir fráfall Guðbjargar og Benedikt Björgvinsson, bróðir Sigurðar eldri, og Erna Gísladóttir kona hans ásamt Sigurði og Jenný keyptu hans hlut í jörðinni. Býli: Skarð, Skeiða- og Gnúp- verjahreppi. Staðsett í sveit: Skarð er í svo- kallaðri framsveit hins gamla Gnúpverjahrepps. Stóra Laxá norðvestan megin og sjá má glitta í Þjórsá til suðausturs. Ábúendur: Sigurður Björgvinsson og Jenný Jóhannsdóttir ásamt Sigurði syni þeirra og Vilborgu tengdadóttur. Fjölskyldustærð (og gæludýra): Sigurður og Vilborg eiga fjögur börn, Ástráð, Sigurlinn, Magnús og Hrafnkel. Þrír hundar sem eru dyggir aðstoðarmenn og þó nokkrir kettir sem hafa aðallega það hlutverk að vera skemmtikraftar og músabanar. Stærð jarðar? Um 400 ha. Gerð bús? Í Skarði er blandað- ur búskapur. Nautaeldi í samstarfi við nágrannana í Þrándarholti. Hrossarækt og sauðfjárbúskapur til gleði og yndisauka. Á bænum eru fáein frístunda- hús sem eru leigð út til ferðamanna. Einnig er stunduð skógrækt á bökk- um Stóru Laxár. Sigurður og Jenný eru komin á eftirlaun eftir langan starfsald- ur í Búrfelli (Sigurður) og frá kennarastörfum (Jenný). Sigurður yngri er verkfræðing- ur og smiður og vinnur fjölbreytt verkfræðistörf á skrifstofu hér í Skarði. Vilborg er leikskólakennari og vinnur hálfa vinnu í leikskóla en rekur einnig silkiprentvinnustofuna Híalín hér í Skarði. Fjöldi búfjár og tegundir? 50– 60 naut í fjósi. 50–60 hross á vetrar- fóðrum og 17 kindur. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Ræs á hefðbundnum morgunverðar- tíma til að komast í skóla og vinnu. Morgungegningar þegar búið er að drekka nokkra kaffibolla. Síðan tekur hefðbundinn vinnu- dagur við; verkfræðistörf, leik- skóli/silkiprentun og sauma skapur. Kvöldgjafir og útreiðar fyrir kvöld- matartíma. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Alltaf erfiðast þegar skepnur slasa sig og það er kannski ekki hægt að segja að naut séu skemmtikraftar. En sannarlega skemmtilegast þegar ungviðið fæðist – fylgjast með vorkomunni og auðvitað má ekki gleyma fjall- ferðum. Á bænum þarf að vera til dágóður hópur af færum fjallhrossum því 3 fjölskyldumeðlimir hafa fjallferðir að sérstöku áhugamáli og sá fjórði bíður óþreyjufullur eftir því að hafa aldur til að fara til fjalls. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Hestamennskan og hrossaræktin eru það sem málið snýst um og lögð verður áfram áhersla á að vera með fáar en góðar kindur. Líklega verður dregið úr nauta- eldinu smátt og smátt. Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Að auka verðmætagildi íslenskra land- búnaðarvara í augum almennings og að auðvelda rekjanleika. Íslenska lambakjötið er stórkost- lega vanmetið og það mætti hvetja vinsæla matarbloggara til að nota það meira – því það tekur mjög vel við kryddi og hægt að nota á mjög fjölbreyttan hátt. Hugsanlega mætti auka aðgengi að úrbeinuðu lambakjöti í verslunum – að það sé jafn auðfengið og kjúllinn. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Alltaf til smjör og rjómi, ef það vantar þá eru vandræði og ekki hægt að elda neitt af viti. Hver er vinsælasti maturinn á heim- ilinu? Hamborgari úr heimaslátruðu nauti, með beikoni frá Korngrís og glás af grænmeti frá Flúðum. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Margt mjög skemmtilegt og yfirleitt hægt að hafa gaman af öllu. Spretthlaupið á eftir graðhestin- um er kannski örlítið minnisstætt. En það vildi til að sumarstarfsmaður Skógræktarinnar hafði óvart misst út úr girðingunni spriklandi graðhest – því hann hafði ekki alveg reynslu eða kunnáttu til að opna hlið, passa upp á að hesturinn slyppi ekki út og keyra í gegn. Eftir hlaupin þurfti svo að hugga þennan ágæta en hágrátandi mann því hann var sannarlega miður sín yfir mistökunum á fyrsta deginum í nýju sumarvinnunni. Girnilegar nautasteikur og sellerírót Girnilegar nautasteikur eru oft smjörsteiktar og minna á þær sem er hægt að fá á uppáhalds steikhúsinu þínu. Hvernig á að elda rib eye-steik (tomahawk-steik)? Þetta byrjar allt með steikinni. Það er gaman að kaupa þykkar steikur með beini og minna þær á teiknimyndina um steinaldarmennina, en það þarf meiri undirbúning. Hvað er tomahawk-steik? Tomahawk-steik er skorin af rib eye af nautakjöti sem hefur extra þykkt og allt rifbeinið til skrauts. Það er kallað „tomahawk“ vegna þess að steikin með langbeini líkist öxi. Þessi tiltekni skurður er stundum kall- aður „kúrekasteikin“ og er vinsæll hjá matreiðslumönnum og flottum veitingastöðum vegna athyglinnar sem henni fylgir. Og það er vegna þessarar athygli að tomahawkinn er orðin töff steik. Aðferð Settu nautakótelettur á disk og stráðu uppáhaldskryddinu þínu yfir – eða bara salti og pipar. Passaðu að klappa því í kjötið svo það festist vel við. En best er að nota saxað ferskt rósmarín og hvítlauk ef þarf að setja steikina í sparifötin. Á þessum tímapunkti er gott að láta hana hvíla í kæli í klukkutíma eða meira. Þegar hún er tekin úr kæli er mikilvægt að láta hana hvíla í stofuhita í 30 mínútur áður en hún er elduð. Þegar þú ert tilbúinn að elda skaltu hita pönnu yfir miðlungshita og bæta síðan smjöri og ólífuolíu við. Þú vilt nota samsetninguna af bæði smjöri og ólífuolíu hér svo smjörið brenni ekki of hratt. Þegar smjörið hefur bráðnað í ólífu- olíunni, skaltu halla pönnu frá hlið til hlið til að ganga úr skugga um að pannan sé vel húðuð með smjöri og ólífuolíublöndu. Bættu síðan steikinni varlega á heita pönnuna og eldaðu þar til hún eru dökkbrún og karamelluhúðuðuð á botninum, um það bil 5 mínútur. Snúðu steikinni við, eldið í 5 mínútur til viðbótar. Fyrir medium rare steik er hægt að elda steikina allan tímann með smjöri og ólífuolíu af pönnunni. En meira steiktar steikur er betra að setja í ofninn við 180 °C í 5 mín. og láta hvíla. Taktu steikina af hitanum og færðu yfir á bretti eða fat til að hvíla í 5 mínútur. Skerið steikina á móti þráðunum í steikinni og fjarlægið af beininu til framreiðslu. 400 g steik: › Miðlungs hrátt medium rare 6-8 mínútur › Miðlungs: 8-10 mínútur › Miðlungs-vel eldað: 10-12 mínútur 800 g steik: › Miðlungs hrátt midium rare : 12-14 mínútur › Miðlungs: 16-20 mínútur › Miðlungs-vel: 20-24 mínútur Balsamikediks- og hunangsgljáðar gulrætur › 1 pakki regnbogagulrætur, skornar í tvennt og skornar í bita › 3 msk. jómfrúarólífuolía › 2 msk. balsamikedik › 1 msk. hunang › 1/8 tsk. sjávarsalt › 1/8 tsk. svartur pipar › Gróft flögusalt til að strá yfir í endann › Steinselja, saxað til að skreyta Hitaðu ofninn í 200 gráður. Eldfast mót er smurt og lagt til hliðar. Blandaðu saman ólífuolíu, balsamikediki og hunangi ásamt salti og svörtum pipar í skál. Hrærið saman þar til þetta er vel blandað saman. Veltu gulrótunum og hunangs- blöndunni saman í stórri skál þar til blöndunni hefur verið jafn dreift yfir gulræturnar. Settu húðaðar gulrætur í ofnfast ílát. Steiktu í u.þ.b. 30-35 mínútur þar til gulrætur eru mjúkar (en ekki orðnar að mauki!). Kælið í 5 mínútur. Stráið ögn af grófu salti og steinselju til að framreiða. Sellerí ... ...er ótrúlegt grænmeti sem er allt ætt; blöð, rót og stilkur. Það er hægt að neyta þess bæði hrátt, eldað eða þurrk- að – og margar fornar þjóðir hafa haft um þetta vitneskju. Mælt er með sell- erífræi við kvefi og meltingartrufl- unum, frá fornu fari tóku Kínverjar sellerí sem meðferð við háum blóð- þrýstingi. Grikkir bjuggu til sellerívín sem íþróttamenn drukku fyrir mikilvæga keppni, elixír úr selleríi var álitinn ástardrykkur og stilkur með laufum tákn um frjósemi. Og nútímavísindamenn hafa kom- ist að því að sellerí inniheldur andrósterón, ferómón sem losnar úr líkamanum með svita til að laða að sér maka af gagnstæðu kyni. Nútímalæknisfræði notar sellerífræ (olíu) í smyrsl við háu kólesteróli og háþrýstingi, uppþembu, vatnsbjúg og fleira. Bökuð sellerírót › 1 stk. stór sellerírót › 1 tsk. sjávarsalt › ½ tsk. svartur pipar › 2 msk. sítrónusafi › 1 msk. sinnep › 4 msk. ólífuolía Aðferð Hitaðu ofninn að 180 gráðum. Þar sem sellerírótin er oft ójöfn er æskilegt að hreinsa rótina mjög vandlega með grænmetisbursta undir rennandi vatni og þerra svo með pappír. Til að afhýða hana á réttan hátt er best að skera af topp og botn rótar, svo hún standi vel á borði. Sneiddueftir smekk eða bakið heila og brjóttu niður eftir á. Ef hún er skorin eftir að hýðið er tekið af, er gott að setja fyrst í sítrónuvatn svo hún verði ekki brún, síðan sett í blöndunarskál með nokkrum matskeiðum af ólífu- olíu. Bættu við sinnepi, salti og pipar, hrærið það með skeið. Blandaðu þar til það allt er jafnt húðað með olíunni og sinnepsblöndunni. Raðaðu á bökunarplötu í einu lagi. Bakaðu það í um það bil 20–25 mínútur, eða þar til bitarnir eru orðnar gullnir. Berðu þá fram strax úr ofninum, með smá fallegu salati og framandi ídýfu. – Eða með steik. Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumeistari MATARKRÓKURINN LÍF&LYST – BÆRINN OKKAR Skarð Sigurlinn, Magnús, Sigurður, Ástráður og Hrafnkell.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.