Bændablaðið - 19.03.2020, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 19.03.2020, Blaðsíða 6
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. mars 20206 Við lifum í dag á sérstökum tímum, aldrei áður í sögu lýðveldisins hefur verið sett á samkomubann allrar þjóðarinnar. Ferða­ mönnum fækkar, veitingastaðir fá færri gesti, takmarkað aðgengi er að þjónustu og svo mætti lengi telja. Ekki er fyrirséð hversu lengi við þurfum að reka okkar samfélag við þessar takmarkanir. Við bændur þurfum að standa vörð um fæðuöryggi þjóðarinnar eins og okkur er frekast unnt. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Aldrei áður hefur hlutverk bænda verið mik­ ilvægara í samfélagslegu tilliti. Nauðsynlegt er fyrir bændur landsins að huga að eigin heilbrigði og huga að nærsamfélaginu. En eins og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði, þá erum við öll almannavarnir. Ég vil benda framleiðendum landbúnaðarafurða á vefsíðu Bændasamtakanna þar sem búið er að safna saman leiðbeiningum fyrir fram­ leiðendur í samvinnu við Matvælastofnun um hvernig þeir skulu haga störfum sínum ef til sýkingar kemur. Viðbragðsteymi og starfshópur vegna afleysingaþjónustu Bændasamtökin settu saman tvo hópa strax í síðustu viku, sem annars vegar er viðbragðs­ teymi Bændasamtaka Íslands og starfshópur sem kanna á með afleysinga þjónustu í sam­ vinnu við búnaðarsamböndin og Samtök ungra bænda en upplýsingar um þessa hópa má nálgast á vef Bænda samtakanna. Á þessum tímum er nauðsynlegt að við sinnum okkar búum af alúð svo framleiðsla matvæla verði hnökralaus. Einnig vil ég skora á bændur að sinna nágrannagæslu í sínum sveitum og vera í góðu sambandi við nágranna þannig að einangrun verði ekki íþyngjandi fyrir samfélögin í heild sinni. Enn og aftur sannast að við sem þjóð verðum að standa vörð um eigin framleiðslu matvæla og afurða svo við verðum sem sjálfbærust á þeim afurðum sem við neytum dags daglega. Íslenskt, já takk. Starfsmenn Bændasamtakanna og fram­ kvæmdastjórar búgreinafélaganna hafa komið að þessari vinnu sem einn maður og er ánægjulegt að sjá hversu samstiga fólk er til að leysa úr þeim málum sem koma inn til okkar frá félagsmönnum og fyrirtækjum bænda. Bændasamtökin miðla upplýsingum til ráðuneytis landbúnaðarmála en þar höfum við átt mjög gott samstarf. Vil ég hvetja félagsmenn til að hafa samband ef einhverjar spurningar vakna þar sem við erum hér fyrir ykkur, ykkur til stuðnings. Staðan er nokkuð góð varðandi fóðuröflun og áburðarmál Hugað hefur verið að öryggi um fóður­ öflun og áburðarmál fyrir vorið, staðan er nokkuð góð til næstu 2 til 3 mánaða. Allar þessar upplýsingar hafa verið sendar til at­ vinnuvega­ og nýsköpunarráðuneytisins. Nauðsynlegt er fyrir bændur að halda vel utan um á komandi vikum skrá um fjölda daga þar sem starfsmenn og eða framleið­ endur eru í sóttkví og eins hvort að fram­ leiðendur verði fyrir afurðatjóni vegna veirusmits. Leiðbeiningar um það verður settar á vef Bændasamtakanna og bið ég félagsmenn að fylgjast með á þeirri síðu um framvindu mála og þar munum við setja inn nýjustu upplýsingar hverju sinni. Mikil fagmennska hjá stjórnvöldum Ég vil þakka framvarðarsveit stjórnvalda sem hefur komið fram af mikilli fagmennsku og byggt sínar ákvarðanir á ráðleggingum fagfólks. Við sem þjóð verðum að treysta þeim fyrir næstu skrefum þótt sumar ákvarð­ anir geti verið sársaukafullar. Ég tel að við getum staðið þennan storm af okkur með samheldni og samstöðu. Lítum björtum augum á framtíðina og treystum innlenda framleiðslu og veljum íslenskt. Bændablaðið kemur út 24 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum á landinu og á öll lögbýli landsins. Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti gegn greiðslu. Árgangurinn kostar þá kr. 10.900 með vsk. (innheimt í tvennu lagi). Ársáskrift fyrir eldri borgara og öryrkja kostar 5.450 með vsk. Heimilisfang: Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294–2279 Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar − SKOÐUN Það er dálítið sérstakt að mitt í heims ­ faraldri alvarlegs sjúkdóms skuli Bændablaðið standa á þeim tímamótum að eiga 25 ára afmæli. Eðli máls sam­ kvæmt hafa hátíðahöld og lúðrablástur því orðið að víkja, líkt og fleiri merk­ isviðburðir sem slegið hefur verið á frest í þjóðfélaginu vegna COVID­19 faraldursins. Bændablaðið kom fyrst út undir merkj­ um nýstofnaðra Bændasamtaka Íslands hinn 14. mars árið 1995. Síðan eru komin út 559 tölublöð og auk þess hafa verið gefin út 7 tölublöð af Tímariti Bændablaðsins sem gefið er út í tengslum við Búnaðarþing ár hvert. Nafn Bændablaðsins á sér samt lengri forsögu. Það var snemmsumars 1987 að nokkrir bændasynir á mölinni með Bjarna Harðarson í fararbroddi komu sér saman um að stofna til blaðaútgáfu fyrir bændur landsins. Blaðið var nefnt Bændablaðið en á bak við það stóð félagið Bændasynir hf. Blað þetta kom út í tæplega 8 ár og skapaði þegar best var 2–3 störf á ritstjórn sem fyrst var til húsa á Skúlagötu í Reykjavík. Það flutti síðar austur að bænum Einarshöfn á Eyrarbakka. Síðasta árið var blaðið gefið út af Jóni Daníelssyni á Tannstöðum í Hrútafirði sem seldi Bændasamtökum Íslands nafnið í árslok 1994. Árið 2007 var vef Bændablaðsins, bbl. is, hleypt af stokkunum. Árið 2014 var enn bætt um betur og ný endurhönnuð vefsíða tekin í gagnið sem er í stöðugri þróun. Tímarits Bændablaðsins kom út í fyrsta skiptið við setningu Búnaðarþings þann 1. mars 2015 þegar Bændablaðið var nýbú­ ið að eiga 20 ára afmæli. Síðan hefur það komið út á hverju ári í tengslum við Búnaðarþing eða ársfundi Bændasamtaka Íslands. Á árinu 2018 kom ritið reyndar út tvisvar og var seinna tölublaðið þess árs tileinkað landbúnaðarsýningu sem haldin var í Laugardalshöll í október 2018. Í byrjun árs 2020 urðu þau tímamót að hleypt var af stokkunum hlaðvarpi Bændablaðsins sem nefnt hefur verið Hlaðan. Þar láta þáttastjórnendur úr ólíkum áttum ljós sitt skína og hægt er að hlusta á þá þætti þegar fólki hentar í gegnum tengil á vefsíðu Bændablaðsins bbl.is. Markmið Bændasamtakanna með Bænda blaðinu var í upphafi að gefa út blað sem skyldi sent út til allra bænda og vera upplýsandi um málefni stéttarinnar. Því var líka ætlað að kynna fyrir öðrum stefnu Bændasamtakanna og veita gagn­ legar upplýsingar um stöðu landbúnaðar­ ins. Eða eins og Jón Helgason, þáverandi formaður Búnaðarfélags Íslands, sagði í fyrsta leiðaranum þann 14. mars árið 1995. „Með slíku kynningarstarfi sköpuðust auknir möguleikar á að hafa áhrif á umræðu um landbúnað og gera hana jákvæðari.“ Til að tryggja þetta markmið hafa efnis­ tök blaðs ins verið með þeim hætti að ólíkir þjóðfélagshópar finni þar eitthvað við sitt hæfi. Til að staðreyna áhrifamátt blaðsins var á árinu 2012 ákveðið að blaðið tæki þátt í lestrarkönnun Capacent Gallup með stærstu prentmiðlum lands ins. Þær kannan­ ir hafa síðan ár eftir ár sýnt það svart á hvítu að markmið útgáfunnar hafa náðst býsna vel. Blaðið hefur náð til breiðs hóps lesenda bæði á höfuðborgarsvæðinu sem og um allt land. Samkvæmt könnunum Gallup hefur Bændablaðið verið öflugasti prentmiðill­ inn á landsbyggðinni árum saman og er í öðru sæti í heild á landsvísu. Auglýsendur hafa greinilega kunnað að meta þetta. Með liðstyrk þeirra hefur síðan tekist að skapa öflugan tekjugrunn sem tryggt hefur rekstur útgáfunnar. Fyrir þetta og mikla tryggð lesenda við blaðið, erum við öll sem vinn­ um að útgáfu Bændablaðsins, afar þakklát. Hörður Kristjánsson Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 − Rekstur og markaðsmál: Tjörvi Bjarnason tjorvi@bondi.is – Blaðamenn: Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is – Auglýsingastjóri: Guðrún Hulda Pálsdóttir ghp@bondi.is – Sími: 563 0303 – Netfang auglýsinga: augl@bondi.is − Vefur blaðsins: www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Frágangur fyrir prentun: Ágústa Kristín Bjarnadóttir – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621 ÍSLAND ER LAND ÞITT Þingvellir í vetrarskrúða. Hér má sjá útsýnið frá Hakinu við Almannagjá til norðnorðausturs yfir Þingvelli laugardaginn 14. mars síðastliðinn. Fjallahringurinn í baksýn er frá vinstri, Lágafell, Skjaldbreiður (nafnið Skjaldbreið er af Árnastofnun líka talið fullgilt), Tindaskagi og Hrafnabjörg. Fátt er lengur í þessum myndfleti sem minnir á Hótel Valhöll sem stóð rétt við bílastæðið hægra megin á myndinni, en hótelið brann til grunna þann 11. júlí 2009. Mynd / Hörður Kristjánsson Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands gunnar@bondi.is 25 ár að baki Samfélagshlutverk bænda aldrei mikilvægara
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.