Bændablaðið - 19.03.2020, Blaðsíða 9

Bændablaðið - 19.03.2020, Blaðsíða 9
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. mars 2020 9 Langanesbyggð hefur í sam­ vinnu við Vopnafjarðarhrepp og verk fræði stofuna Eflu ehf. og fleiri ákveðið að sækja um styrk til að láta rannsaka möguleika á kostum og göllum fimm vindmyllugarða í Langanesbyggð og einum í Vopna firði. Þessar umsóknir eru liður í mögulegri uppbyggingu atvinnu­ tækifæra í Finnafirði í framtíðinni. Eins og kunnugt er eru rannsóknir og viðræður um uppbyggingu hafnar og atvinnuþróunarsvæðis verið í gangi um nokkurra ára skeið. Markmiðið með þessum umsókn um er í stuttu máli að kom ast að því hvort og þá hve mikil orkuframleiðsla gæti átt sér stað á svæðinu. Þegar og ef jákvæðar niðurstöður fást úr slíkri rannsókn verður farið á stað með ítarlega kynningu á þeim hug­ myndum sem fýsilegar verða taldar þá meðal landeigenda, íbúa og öðrum hagsmuna­ og fagaðilum. Við þessara athuganir verður tekið tillit til náttúrufars s.s. fugla­ og dýralífs, áhrifa sem þessar framkvæmdir hefðu á flug o.s.frv. Ekki síst verður horft til viðhorfa almennings og afstöðu hlutaðeigandi eigenda þeirra jarða sem málið varðar. Hugmynd um að nýta orkuna til að framleiða grænt ammoníak Ef af verður, eru hugmyndir um að nýta orku sem frá vindmyllunum fæst til að framleiða grænt ammón íak. Í greinargerð með umsókn unum segir meðal annars að í ýmsum markaðslegum greiningum fyrir Finnafjörð hafi komið fram að mikilvægt sé að flutningaskip geti tekið grænt ammóníak sem eldsneyti á hafnarsvæðinu. Ammóníak er sá vetnisberi sem er með þéttustu sameind vetnis (NH3) og telur Alþjóðasiglingamálastofnunin (IMO) að grænt ammóníak komi sterkt inn sem eldsneyti fyrir skip eftir 2030. Framleiðendur stórra skipavéla munu hefja sölu véla sem nýta ammóníak sem eldsneyti innan 1–2 ára. Líka framleitt vetni og súrefni með rafgreiningu á vatni Til framleiðslu græns ammóníaks þarf vetni sem kæmi úr rafgrein­ ingarferli á vatni. Við slíka grein­ ingu verður til mikið af súrefni af háum gæðum, sem færi í fiskeldi á landi. Það er ein meginástæðan fyrir því að þörf verður fyrir raforku frá endurnýjanlegum orkugjöfum í Finnafirði. Vindorkan kemur hér sterk inn og má jafnvel ætla að töluverður hluti raforkunnar sem notuð verður í rafgreiningu vatns í Finnafirði, muni ekki berast eftir sameiginlegu flutningskerfi raforku á Íslandi, heldur geti verið um sjálfstætt kerfi að ræða. Það er m.a. vegna þess að rafgreinar geta framleitt vetni, án þess að vera með fulla vinnslugetu. Skoða svæði fyrir um 200 vindmyllur Þannig má horfa til þess mögu­ leika að frá Finnafirði verði íslensk raforka í framtíðinni flutt út í formi efnaorku eða nýtt á íslenskan togaraflota. Þessi áform eru í takt við áform Þróunarfélags Finnafjarðar að þróa svæðið sem miðstöð fyrirtækja sem sinna nýrri og vaxandi starfsemi sem byggir á hringrásarhagkerfislegri hugsun og sjálfbærni. Þau svæði sem sótt er um að skoðuð verði og er áætlað eða mögulegt umfang hvers um sig eru á Bakkaheiði, Langanesströnd, Viðvíkur heiði, Brekknaheiði og Sauðaneshálsi. Samtals eru þau svæði sem horft er til 212 ferkíló metrar að stærð og áætlanir gera ráð fyrir að alls verði á svæðinu 200 vindmyllur, flestar, eða 70, á Brekknaheiði og fæstar á Sauða neshálsi, eða 30 talsins. /MÞÞ Bústólpi ehf - fóður og áburður • Oddeyrartanga • 600 Akureyri bustolpi@bustolpi.is • Sími 460 3350 • www.bustolpi.is KRAFTBLANDA Inniheldur Effekt Midi Island steinefnablöndu KRAFTBLANDA-30 • 30% fiskimjöl • Óerfðabreytt hráefni • Lífrænt selen KRAFTBLANDA-15 • 15% fiskimjöl • Óerfðabreytt hráefni • Lífrænt selen Hugmyndin gengur út að að reisa allt að 200 vindorkustöðvar. Langanesbyggð og Vopnafjarðarhreppur: Sækja um styrk til að kanna gerð nokkurra vindmyllugarða – Hugmyndir um að nýta orku frá vindmyllunum til að framleiða grænt ammóníak
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.