Bændablaðið - 19.03.2020, Blaðsíða 23

Bændablaðið - 19.03.2020, Blaðsíða 23
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. mars 2020 23 Íslensk framleiðsla á Bílskúrs- og Iðnaðarhurðum 564-0013 | 865-1237 www.volkswagen.is HEKLA · Laugavegi 170 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is www.hekla.is/volkswagensalur Rafmagnaður Volkswagen e-Crafter Kynningarverð 6.990.000 kr. RAFGEYMAR Græjurnar þurfa að komast í gang! Rafgeymar í allar gerðir farartækja Sendum um land allt Skorri ehf • Bíldshöfði 12 • 110 Rvk • 577-1515 • skorri.is Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 ZETOR VARAHLUTIR UTAN ÚR HEIMI Afrísk svínaflensa: Kínverskir smábændur eru verst settir Afleiðingar afrísku svína flens­ unnar, sem farið hefur eins og eldur í sinu um heiminn á síðustu árum, eru meðal annars þær að yfir fjórðungi eldissvína í heimin­ um hefur verið lógað. Aðgerðirnar voru umfangsmestar í Kína og misstu flestir kínverskir smá­ bændur allan bústofninn. Ólíkt mörgum öðrum þjóðum hafa stjórnvöld í Kína ekki veitt bændunum fjárhagslega aðstoð í kjölfar afkomumissisins og margir smábænda því fjárhagslega mjög illa staddir. Í kjölfar svínaflensunnar sem fyrst varð vart í Kína í ágúst 2018 og aðgerða af hennar völdum í landinu og skorts á svínakjöti hefur kjötið hækkað mikið í verði og mörg stærri bú hagnast vel á meðan smábændur sitja eftir með tóma budduna. Smábú leggjast af Talið er að um 40 milljón smá- bændur í Kína sem lögðu stund á svínaeldi hafi misst bústofn sinn í aðgerðum stjórnvalda til að ráða niðurlögum svínaflensunnar. Tjón bændanna er svo mikið að hugsan- legt er talið að hefðbundinn smá- búskapur í Kína muni leggjast af og einungis iðnaðarbú standa eftir. Í könnun meðal 1500 kínverskra bænda sem lögðu stund á svínaeldi áður en svínaflensan náði fótfestu í Kína segjast 55% ekki ætla að stunda svínabúskap í framtíðinni og einungis 18% sögðust ætla að reyna að byggja upp bústofn að nýju. Afla iðnaðarbú Vegna hækkana á verði svínakjöts í minnkandi framboði hækkaði verðið hratt og hafa mörg stærri bú sem ekki urðu jafn illa úti vegna aðgerða stjórnvalda verið að skila methagnaði. Ein ástæða þessa er sögð vera stefna stjórnvalda að auka tæknivæddan búskap og draga úr fjölda smábúa. Árið 1990 framleiddu smábú um 80% af öllu svínakjöti í landinu en stefna stjórnvalda er að árið 2025 muni yfir 65% af svínakjötsfram- leiðslu í landinu koma frá tækni- væddum iðnaðarbúum. Þeir sem gagnrýna þessa öru stækkun og iðnvæðingu svína- kjötsframleiðslu í Kína og annars staðar í heiminum segja hana auka líkur á útbreiðslu búfjarsjúkdóma og afleiðingum þeirra. /VH Talið er að um 40 milljón smábændur í Kína sem lögðu stund á svínaeldi hafi misst bústofn sinn í aðgerðum stjórnvalda til að ráða niðurlögum svínaflensunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.