Bændablaðið - 19.03.2020, Blaðsíða 19

Bændablaðið - 19.03.2020, Blaðsíða 19
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. mars 2020 19 – Steinsagir, kjarnaborvélar, gólf- og vegsagir MHG Verslun ehf | Víkurhvarf 8 | 203 Kópavogi | Sími 544-4656 | www.mhg.is ALLT FYRIR ATVINNUMANNINN HUSQVARNA FS 400 LV Sögunardýpt 16,5 sm HUSQVARNA K 770 Sögunardýpt 12,5 sm HUSQVARNA K 2500 Sögunardýpt 14,5 sm HUSQVARNA DM 230 HUSQVARNA K 3600 MK II Sögunardýpt 27 sm HUSQVARNA Steinsagarblöð og kjarnaborar Víkurvagnar ehf. – Hyrjarhöfði 8. – 110 Reykjavík Sími 577-1090 – www.vikurvagnar.is – sala@vikurvagnar.is STYRKUR, ÞJÓNUSTA OG ÁREIÐANLEIKI MIKIÐ ÚRVAL KERRUVARAHLUTA VÍKURVAGNAR EHF. RAFMAGNSBÚNAÐUR BREMSUR BEISLI DEKK LJÓS LED LJÓS ÓMISSANDI Í SAUÐBURÐINN LAMBBOOST OG FLORYBOOST eru fæðubótarefni sem verka styrkjandi og efla ónæmiskerfi unglamba. 100% náttúrulegar vörur sem löngu hafa sannað sig. Auðvelt í notkun, þarf ekki að blanda og kemur með íslenskum leiðbeiningum. Nánari upplýsingar hjá dýralæknum og umboðsaðila www.dyraheilsa.is Lambboost er fæðubótarefni sem er auðugt af broddmjólk og næringarefnum og er sérstaklega hannað með þarfir lítilla og léttra lamba í huga. Heilbrigð þarmaflóra – Mjólkursýrugerlar Eflir ónæmiskerfið – Broddur Örvandi – Jurtakraftur (kóla, gúarana) Eykur líkamlegan styrk – Flókin samsetning vítamína og járns Eykur orku – Nauðsynlegar fitusýrur, glúkósi, þríglyseríðar LAMBBOOST FLORYBOOST Floryboost stuðlar að jafnvægi þarmaflórunnar og saltbúskap líkamans þegar meltingartruflanir gera vart við sig. Verndar þarmana – Viðarkol og leir sem draga í sig eiturefni Kemur jafnvægi á saltbúskap líkamans – Natríumklóríð, magnesíumklóríð, kalíumklóríð og fosföt Eykur orku – Dextrósi Styrkir erta slímhúð – Nauðsynlegar olíur unnar m.a. úr rósmaríni, cajeput, timótei og thymol Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 KÚPLINGAR í flestar gerðir dráttarvéla FRÉTTIR Mikill snjómokstur í Dalvíkurbyggð: Fjárveiting ársins að klárast Snjómokstur á yfirstandandi vetri var til umræðu á fundi Byggðaráðs Dalvíkurbyggðar í liðinni viku en veturinn hefur verið mjög snjó- þungur, miklir umhleypingar sem oft og tíðum kalla á daglegan snjó- mokstur bæði í þéttbýli og dreif- býli. Fyrir lá samantekt á kostnaði við snjómokstur í Dalvíkurbyggð fyrir árin 2015 til 2020 þar sem fram kemur að í desember 2019 og janúar og febrúar 2020 er varið meiri fjármunum til snjómoksturs en í nokkrum öðrum mánuðum á þessu 5 ára tímabili. Fjárveiting fyrir árið að klárast Þannig er meðaltal kostnaðar vegna snjómoksturs árin 2015–2018 um 25 milljónir króna á ári. Árið 2019 varði Dalvíkurbyggð tæpum 40 milljónum króna í snjómokstur í heild, stærsti einstaki mánuðurinn var desember með 15 milljónir króna. Janúar 2020 kostaði 11,5 milljónir króna og áætlað er að febrúar hafi kostað um 14 milljónir króna í snjómokstri. Í fjárhagsáætlun 2020 var gert ráð fyrir 25,8 milljónum í snjómokstur og er það fjármagn að klárast um þessar mundir. Fram kom á fundinum að einungis væri um það að ræða að draga mjög verulega úr þjónustu eða samþykkja viðauka. Með fundarboði fylgdi beiðni um við- auka upp á 20 milljónir króna í aukinn snjómokstur og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Byggðaráð samþykkti viðauk- ann með tveimur atkvæðum. Og var málinu vísað til afgreiðslu í sveitarstjórn. Fjármagn dugir ekki til snjómoksturs í erfiðu árferði Þá lýsti byggðaráð yfir áhyggjum sínum af því að það fjármagn sem er úthlutað til Vegagerðarinnar til snjómoksturs dugar engan veginn til í árferði eins og verið hefur í vetur. Því er nauðsynlegt að til komi aukafjárveitingar til Vegagerðarinnar til snjómoksturs í Eyjafirði á móti þeim aukafjárveitingum sem sveitarfélögin eru að leggja til. Sveitarstjóra er falið að senda slíka beiðni til samgöngu- og sveitarstjórnaráðuneytis. Þá var sveitarstjóra falið að sækja um viðbótarframlög úr Jöfnunarsjóði vegna snjómoksturs veturinn 2019– 2020. /MÞÞ Árið 2019 varði Dalvíkurbyggð tæpum 40 milljónum króna í snjómokstur í heild. Áætlað er að kostnaður vegna janúar og febrúar 2020 nemi rúmlega 25 milljónum króna, eða álíka og árlegur kostnaður áranna 2015–2018.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.