Bændablaðið - 19.03.2020, Síða 34

Bændablaðið - 19.03.2020, Síða 34
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. mars 202034 Brasilía: Nautakjötseldi og manndráp Mikil flóð í Missisippi og hliðarám fljótsins í Bandaríkjunum byrj­ uðu að stíga í þriðju viku febrúar vegna mikilla rigninga. Fyrirséð er að flóðin munu hafa áhrif á land­ búnað á mjög stóru landsvæði þar sem búist er við að sáningu í akra seinki töluvert. Þann 17. febrúar var flóðahæðin komin í 36,8 fet, eða 11,4 metra, og var þá víða farið að flæða inn í hús. Áfram hélt að rigna og í byrjun mars voru flóðaviðvaranir gefnar víða á svæðinu. Þann 4. mars var greint frá rafmagnsleysi nærri 20 þúsund heimila og varað við flóðum yfir vegi. Mesta úrkoma í Starkville síðan mælingar hófust Mikið hefur rignt í Missisippidalnum og sló úrkoman met í febrúar með rúmar 14,72 tommur, eða um 37,4 sentímetrar, í Starkville, en fyrra met var sett í febrúar 2003 en þá mældist úrkoman 10,79 tommur, eða nærri 28 sentímetrar. Var úrkoman í febr­ úar 2020 sú mesta síðan mælingar hófust 1891. Áhrifasvæði Mississippi er gríðarlega stórt og víða er þéttbýlt meðfram fljótinu og þar er líka að finna gríðarmikið ræktarland. Undir lok febrúar voru um hálf milljón ekra undir vatni nærri Greenwood og búist er við að sáningu í akra seinki á komandi vori vegna flóðanna. Mestu áhyggjurnar virðast nú vera vegna flóða í Nebraska, Iowa, Kansas og Missouri. Mestu flóðahæð í fljótinu var náð í apríl 1979 þegar flóðahæðin mældist 43,3 fet, eða 13,4 metrar. Næstmesta flóðið varð síðan í maí 1983 þegar flóðahæðin náði 39,6 fetum, eða tæpum 12,3 metrum. Mikilvæg landbúnaðarsvæði Landbúnaður á áhrifasvæðum Missisippi og gríðarmikils vatna­ svæðis sem fljótinu tengist nær til fjölda ríkja. Þar má nefna Missisippi, Louisiana, hluta af Alabama, Georgíu, Norður­Karolínu, Virginíu, Pennsylvaníu, Ohio, Texas og Nýju Mexíkó. Síðan Oklahoma, Colarado, Kansas, Missouri, Illinois, Indiana, Wisconsin, Iowa, Minnesota, Nebraska, Norður­ og Suður­ Dakota, Wyoming og Montana. Á verulegum hluta þessara svæða er helsta kornrækt Bandaríkjanna jafnframt því að þar fer fram mesta ræktun nytjajurta sem nýttar eru til etanol­framleiðslu í lífræn eldsneyti. Kjúklingaræktin mest í Missisippi Landbúnaður og tengdar greinar í Missisippiríki einu og sér tekur til sín um 29% vinnuafls og veltir um 7,7 milljörðum dollara. Um 34.700 bændur starfa í ríkinu og hafa um 4,2 milljónir hektara til umráða. Kjúklingarækt og eggjaframleiðsla eru stærstu greinarnar með samtals tæplega þriggja milljarða dollara veltu. Samt er Missisippi aðeins fimmta öflugasta ríki Bandaríkjanna í kjúklingarækt. Þar á eftir kemur skógariðnaður með 1,25 milljarða dollara veltu og sojaframleiðslan skilar rúmum einum milljarði dollara. Síðan kemur kornrækt og 12 aðrar landbúnaðargreinar með mismikla framleiðslu og veltu. Missisippi er aðeins eitt af fjöl­ mörgum ríkjum sem tengjast vatna­ svæði Missisippi­fljótsins en síðan koma öll hin ríkin og sum hver með enn meiri landbúnað, en áhrif úrkomu undanfarinna vikna er þar líka æði misjöfn. /HKr. Metúrkoma við Missisippi og þverár fljótsins: Flóð valda bændum vandræðum í mestu landbúnaðarhéruðum Bandaríkjanna Úrkomumet var sett í Starkville í síðasta mánuði. Vatn flæddi um götur í Jackson 17. febrúar úr ánnni Pearl River. UTAN ÚR HEIMI Skordýraútrýming heimsins áhyggjuefni Heimurinn er í skordýra­ krísu og afleiðing arnar geta orðið hrikalegar fyrir mannfólkið segja vísinda­ menn. Ein milljón dýra­ tegunda er í hættu á að deyja út og er helmingur þeirra skordýr. Á bilinu fimm til tíu prósent af öllum skordýrategundum hefur dáið út síðan iðnbyltingin hófst fyrir um 200 árum síðan. „Þetta er mjög truflandi að horfa upp á svona mikið af skor­ dýradauða og við erum ekki einu sinni komin á toppinn af fjallinu svo þetta er alvarlegt mál,“ segir Pedro Cardoso líffræðingur, sem vinnur á náttúrusagnasafninu í Helsingfors í Finnlandi. Hann er aðalhöfundur rannsóknar sem var kynnt í tímaritinu Conservation Biology á dögunum. Margir þættir hafa áhrif Á síðustu 500 milljónum ára hefur jörðin upplifað stórfellda útrým­ ingu á tegundum fimm sinnum áður. Síðast gerðist það fyrir 66 millj­ ón árum síðan þegar jörðin varð fyrir kröftugum smástirnaárekstri þegar risaeðlurnar dóu út. Nú upp­ lifir jörðin í sjötta sinn stórfellda útrýmingu af tegundum og nú segja fræðimenn að það sé mannfólkinu um að kenna. Aðalorsök þess er að þau svæði sem skordýrin lifa á hverfa af mannavöldum, meng­ un spilar einnig inn í og notkun á skordýraeitri. Einnig lætur mann­ fólkið nýjar tegundir inn á svæði þar sem þau eiga ekki heima og allt hefur þetta áhrif á skordýr heimsins. Loftslagsbreytingarnar hafa einnig áhrif ásamt ofnýtingu en yfir tvö þúsund skordýrategundir eru not­ aðar til manneldis. Þegar fiðrildi, bjöllur, maur­ ar, býflugur, flugur, geitungar og krybbur hverfa hefur það meiri áhrif en að ein og ein tegund hverfi vegna þess að skordýrategundirnar eru mikilvægur liður í vistkerfinu og framkvæma mikilvæg verkefni sem aðrar tegundir geta ekki. Þau fræva, taka þátt í næringarhringrás og berjast gegn skaðlegum skor­ dýrum í landbúnaði. Samkvæmt rannsóknum er talið að þessar tegundir skordýra spari Bandaríkjamönnum sem samsvarar 57 millj­ örðum dollara árlega og á heimsgrundvelli í kringum 500 milljarða dollara árlega. Viðvörun sem ber að taka alvarlega Margar dýrategundir eru einnig háðar því að hafa nóg af skordýrum til að lifa af og þannig hefur fjöldi fugla í Evrópu og Bandaríkjunum minnkað töluvert undanfarin ár sem rakið er til fækk­ unar skordýra. Fræðimenn áætla að það séu um 5,5 milljónir skordýrategunda á jörðinni en einungis einn fimmta af þeim er búið að greina og gefa nafn. Því telja þeir að útrýming skordýra sé mun meiri en vitað sé. Á bilinu fimm til tíu prósent af öllum skordýrategundum hafa dáið út síðan iðnbyltingin hófst fyrir um 200 árum síðan. Rannsóknin sem Cardoso og félagar hans unnu hefur fengið nafngiftina „Viðvörun fræðimanna til mannfólksins um útrýmingu skordýra“. Í henni fylgja þeir eftir viðvörun fræðimanna fyrir 25 árum síðan og viðvörun sem gefin var út árið 2017 sem 15 þúsund fræðimenn um allan heim undirrituðu. /ehg/BT Mikill býflugnadauði hefur valdið vísindamönnum sérstökum áhyggjum vegna mikilvægis þeirra við frjóvgun nytjajurta. Brasilískt nautakjöt. Rannsóknir benda til að JBS og Marfrig, sem eru með stærstu kjötvinnslum í heimi, hafi tengsl við eigendur á landi þar sem inn­ fæddir íbúar hafa verið myrtir eða þvingaðir til að yfirgefa til að ryðja skóga og auka naut­ griparækt. Morðin sem um ræðir eru sögð með þeim grimmilegustu í Amasón í mörg ár og áttu sér stað 19. apríl 2017. Níu manns voru drepnir og fundust lík þeirra illa útleikin í skóglendi skammt frá heimili þeirra og sýndu sum greinileg merki um pyntingar. Talið er að gengi sem kallast Hinir huldu hafi drepið mennina en gengið er þekkt fyrir að reyna að ná yfirráðum á landi með valdi og þvinga innfædda til að yfirgefa heimili sín svo hægt sé að taka landið til nautgriparæktar, skógarhöggs eða námuvinnslu. Skjöl sýna að stórar kjötvinnsl­ ur, eins og JBS og Marfrig, hafa keypt gripi af landi sem innfæddir hafa verið þvingaðir til að yfirgefa á undanförnum árum og hefur verið nýtt til nautgripaeldis. Einnig eru dæmi um að skógar á náttúru­ verndarsvæðum séu ruddir til að ala nautgripi. Gripirnir eru síðan seldir til „löglegra“ nautgripa­ bænda og þaðan til afurðastöðva til að hylja ræktunarsögu þeirra. Bæði JBS og Marfrig hafa skrif­ að undir yfirlýsingu þar sem fyr­ irtækin segjast ekki styðja eldi né kaupa gripi sem aldir eru á friðlandi eða svæðum þar sem slíkt er ólög­ legt. Fyrirtækin hafa bæði verið sektuð fyrir brot á samningnum á undanförnum árum. /VH Lífið í jarðveginum: Ánamaðkar þrífast illa í jarðvegi með miklu plasti Rannsóknir á ánamöðkum sýna að þeir þrífast illa í jarðvegi sem er mengaður af plasti eða míkróplastögnum. Ánamaðkar eru nauðsynlegir í jarðvegi til að brjóta niður lífræn efni í næringu fyrir gróður, auk þess sem þeir auðvelda loftskipti og vatnsrennsli. Ný rannsókn sýnir að ánamaðkar í jarðvegi þar sem er að finna mikið plast eru minni en ána­ maðkar í hreinum jarðvegi. Ýmislegt bendir einnig til að starfsemi þeirra sé minni í jarðvegi sem mengaður er plasti en þar sem minna af plasti finnst. Höfundur skýrslu í kjölfar rannsóknarinnar sagði að ekki væri vitað fyrir víst hvers vegna ánamaðkar í jarðvegi með mikið af plastögnum væru léttari en í jarð­ vegi lausum við plastefni. Hann sagði samt líklegt að plastagnirnar hefðu slæm áhrif á meltingarkerfi ánamaðkanna. Í skýrslunni segir einnig að ekki sé nóg með að plast í jarðvegi dragi úr frjósemi þeirra heldur séu litlir ánamaðkar ekki eins afkasta­ miklir þegar kemur að því að auka frjósemina og auðga vistkerfið. /VH Ánamaðkar eru nauðsynlegir í jarðvegi til að brjóta niður lífræn efni í næringu fyrir gróður auk þess sem þeir auðvelda loftskipti og vatnsrennsli.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.