Bændablaðið - 19.03.2020, Blaðsíða 54

Bændablaðið - 19.03.2020, Blaðsíða 54
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. mars 202054 Það vekur athygli að mitt í heims faraldri COVID-19 veiru- smitsins hafi stefna um fæðu-, matvæla- og neysluvatnsöryggi sem gilti frá 2015 til 2017 ekki verið uppfærð. Halla Signý Kristjáns dóttir, alþingismaður Framsóknar­ flokksins í Norðvesturkjördæmi, lagði fyrir nokkru fram fyrirspurn til dómsmála ráðherra um stefnu í almanna­ og öryggismálum um matvæla­, fæðu­ og neysluvatns­ öryggi. Í svari ráðherra kom fram að unnið væri að málinu og stefnt að framlagningu nýrrar stefnu á næstu mánuðum. Halla Signý spurði Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmála­ ráðherra að því hvort unnið væri að nýrri stefnu í almannavarna­ og öryggismálum í ráðuneytinu í ljósi þess að nýjasta stefnan var sam­ þykkt árið 2015 og gilti til ársins 2017. Ef svo væri, hvenær mætti búast við því að ný eða uppfærð stefna verði lögð fram. Verður lögð fyrir almanna - varna- og öryggismálaráð á næstu mánuðum Áslaug Arna sagði í svari sínu í fyrri viku að unnið væri að nýrri stefnu í almannavarna­ og öryggis­ málum og búast má við því að hún verði lögð fyrir almannavarna­ og öryggismálaráð á næstu mánuðum. Þá spurði Halla Signý einnig í fyrirspurn sinni hvernig mið­ aði verkefnum í stefnu um mat­ væla­, fæðu­ og neysluvatnsör­ yggi, þ.e. aðgerðum 21 (fæðuör­ yggi) í stefnu í almannavarna­ og öryggismálum á árunum 2015– 2017. Einni aðgerð 22 er varðar matvælaöryggi og aðgerð 23 um neysluvatnsöryggi. Í ljósi umfangsmikilla áhrifa sem alheimsfaraldur COVID­19 er að valda var þetta sannarlega tímabær fyrirspurn. Í svari ráðherra kom fram að ráðuneytið hafi aflað upplýs inga frá atvinnuvega­ og ný sköpunar­ ráðuneytinu um stöðu framan­ greindra aðgerða. Um það segir í svari ráðherra m.a., að „Aðgerð 21“ í stefnu í almannavarna­ og öryggismálum 2015–2017 hafi fjallað um fæðuöryggi og verkefnin vörðuðu gerð viðbragðsáætlunar fyrir atvinnuvega­ og nýsköpunar­ ráðuneyti, gerð viðbragðsáætlunar við matvælaskorti í samráði við helstu birgja, utanumhald og skýra upplýsingamiðlun, að vöktunar­ stofnanir gerðu áætlun um hvernig skyldi bregðast við í kjölfar ham­ fara og gerð neyðaráætlunar um hagvarnir, birgðir og neyðarflutn­ inga til og frá landinu. Unnið er að stefnumótun varðandi fæðuöryggi samhliða mótun matvælastefnu „Staða verkefna í mars 2020 er sú að unnið er að stefnumótun varð­ andi fæðuöryggi samhliða mótun matvælastefnu fyrir Ísland. Þá hefur atvinnuvega­ og nýsköpun­ arráðuneytið með samn ingi sem undirritaður var í febrúar 2020 falið Landbúnaðar háskóla Íslands að vinna greiningu á fæðuöryggi. Mikilvægt er að líta til þess að viðfangsefni er lúta að fæðu öryggi og þáttum sem ógnað geta fæðu­ öryggi heyra undir málefnasvið fleiri ráðherra, svo sem utanríkis­ ráðherra vegna alþjóðaviðskipta, ferðamála­, iðnaðar­ og nýsköp­ unarráðherra vegna orkumála og samgöngu­ og sveitarstjórnar­ ráðherra vegna samgöngumála. Mikilvægt er að taka tillit til þess við stefnumótun varðandi fæðu­ öryggi.“ Síðan segir í svari ráðherra um „Aðgerð 22“ að hún hafi fjallað um matvælaöryggi og verkefni er vörðuðu uppfærslu á viðbragðs­ áætlun vegna fæðu sjúkdóma og mengaðs fóðurs, innleiðingu á áhættumiðuðu opinberu matvæla­ eftirliti, víð tæka áhættuskoðun á sviði matvæla öryggis, m.a. með tilliti til birgða halds og viðbragðs­ áætlana á neyðar tímum, og endur­ bætur á gagna grunnum. MAST hefur ekki haft tök á að uppfæra viðbragðsáætlun „Staða verkefna 20. febrúar 2020 er sú að Matvælastofnun hefur ekki haft tök á því að upp færa við­ bragðsáætlun vegna skaðlegs fóðurs en það stendur til. Matvælastofnun hefur unnið og innleitt kerfi til að áhættu flokka og meta eftirlitsþörf hjá frumframleiðendum, fóður­ og matvælafyrirtækjum undir eftirliti Matvælastofnunar og matvæla­ fyrirtækja undir eftirliti heilbrigðis­ nefnda. Nánari upplýs ingar má sjá á heimasíðu MAST.“ Segir ráðherra jafnframt að birgðahald og viðbragðsáætlanir varði fæðuöryggi og er því vísað til svars vegna aðgerðar 21 í því sambandi. Síðan segir: „Vinna við gerð nýs gagna­ grunns sem heldur utan um gögn er varða sýnatökur o.fl. er hafin en markmið hans er m.a. að tryggja matvælaöryggi enn frekar. Auk þess er hafin vinna við uppfær­ slu á gagnagrunninum Heilsu, sem hefur að geyma upplýsingar um sjúkdómsgreiningar og lyfja­ meðhöndlun dýra. Mikilvægt er að uppfæra gagna ­ grunninn í því skyni að skrán­ ingar á notkun sýklalyfja nái til fleiri dýrategunda en hrossa og nautgripa líkt og nú er. Auk þess er brýnt að uppfæra kerfið með það að markmiði að skráning verði auðveldari, aðgengilegri og not­ endavænni.“ Unnið er að gerð viðbragðs áætlunar um mengun neysluvatns „Aðgerð 23 í stefnu í almanna­ varna­ og öryggismálum 2015– 2017 fjallaði um neysluvatns­ öryggi og verkefni er vörðuðu skilgreiningu krafna um verndun vatnsbóla og gerð öryggisúttekta á þeim, gerð leiðbeininga um neysluvatn sem byggjast á ýmsum reglugerðum þar um, gerð við­ bragðsáætlana og starfshóp um litlar vatnsveitur. Um þennan lið í fyrirspurn Höllu Signýjar segir: „Nú í mars 2020 hafa leið­ beiningar um eftirlit með neyslu­ vatni verið gefnar út og einnig um rannsókn á matarbornum sjúkdómum. Unnið er að gerð viðbragðsáætlunar um mengun neysluvatns, þar eru viðbrögð og samskipti Heilbrigðiseftirlits Suður nesja, Matvælastofnunar, Umhverfis stofnunar og sóttvarna­ læknis skilgreind þegar neyslu­ vatn er mengað til að almenningi séu tryggðar réttar upplýsingar.“ Vinna sögð hafin við viðbragðs- áætlun um mengun vatnsbóla „Gefin hefur verið út viðbragðs­ áætlun um örverumengað neyslu ­ vatn og vinna er hafin við við­ bragðs áætlun um mengun vatns­ bóla en henni er ekki lokið. Þá hefur starfshópur um litlar vatns­ veitur lokið störfum og skilað af sér. Skýrslan er í atvinnuvega­ og nýsköpunarráðuneytinu og er til skoðunar samhliða vinnu við endurskoðun á regluverki um neysluvatn, en sú endurskoðun tekur jafnframt mið af nýrri löggjöf Evrópusambandsins um neysluvatn sem er í smíðum.“ /HKr. Vesturhrauni 3, 210 Garðabæ, Sími: 480 0000, www.aflvelar.is Snjótönn fyrir lyftara 2,5 m breið. Verð: 129.000 kr. + vsk Snjótönn, 3000 HD 3m, Euro festing Verð: 299.000 kr. + vsk Sanddreifarar 3P og EURO festing 2m Verð: 370.000 kr. + vsk 2,3m Verð: 380.000 kr. + vsk Aukahlutur: Glussatjakkur Verð: 55.000 kr. + vsk Sanddreifari f/ krók SL-290, 1m, 290 lítra, 89 kg Verð: 119.000 kr + vsk Flaghefinn 310-70 3m, +/- 32°, 1692 kg Verð: 577.000 kr + vsk Fjölplógur, 3P festing VM-3200, 3,2m, 670 kg Verð: 1.290.000 kr. + vsk Fjölplógur, SBM festing VB-3700, 3,7m, 1.205 kg Verð: 1.290.000 kr. + vsk Lyftaragafflar, EURO festing Verð: 105.000 kr. + vsk - Mikið úrval á lager - Góð vara á góðu verði Deleks sturtuvagn, 2ja tonna. Sturtar á þrjá vegu. Tilboðsverð kr. 450.000 +vsk. Vallarbraut.is – s. 841-7300. NUGENT faðmgreipar með euro og slöngum. Tilboðsverð 155.000 +vsk. Vallarbraut.is – s. 841-7300. Kjallaradælur fyrir klósett. Öflugur hnífur. Mótorar staðsettir fyrir utan votrými. Inntak fyrir vask, sturtu, baðkar. Margar stærðir sem henta fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði. Mjög öflugur og vandaður búnað- ur. Hákonarson ehf. S. 892-4163, hak@hak.is Stórviðarsög á braut. Aflgjafar: Kohler bensínmótorar eða raf mótorar. Lengd á braut: 3,8 m, hægt að lengja um 1,52 m eða meira. Mesta þykkt á trjá- bol: 66 cm. Framleiðandi, Timbery í Póllandi. CE merktur og vottaður bún- aður. Hentar í alla stórviðarsögun. Hákonarson ehf. S. 892-4163, net- fang: hak@hak.is Til sölu Plast í fjárhúsgólf og stíur. Bása og drenmottur, útileiktæki, gúmmí hellur og gervigras. Heildarlausnir á leik- svæðum. S. 820-8096. Netfang: jh@ johannhelgi.is Til sölu er úrvalshey frá sumri 2019. Staðsett í Fljótshlíð. Aðeins 80 rúllur eftir. Verð kr. 5.000 rúllan, auk vsk. Uppl. í síma 669-1336. Til sölu heyrúllur. Gott fyrir útigangs- hross og sauðfé. Uppl. í síma 895- 7546. Atvinna Golfklúbburinn Glanni óskar eftir sum- arstarfsmanni. Fullt starf frá byrjun maí og fram í september. Reynsla af vélavinnu, umhirðu og viðhaldi véla er kostur. Þekking á golfíþróttinni mikilvæg en ekki skilyrði. Upplýsingar um starfið eru veittar í síma 820- 0989. Umsóknir sendist á netfangið ggbgolf@gmail.com Húsnæði Til leigu einstaklingsíbúð á svæði 200. Upplýsingar í síma 893-3475. Þjónusta Tek að mér viðgerðir á flestum tegundum sjálfskiptinga. Hafið sam- band í s. 663-9589 til að fá uppl. og tilboð. HP transmission, Akur- eyri. Netfang: einar.g9@gmail.com, Einar G. Byggingarverktaki. Tökum að okk- ur: Nýbyggingar, uppsteypu, stál- grindarhús reising, viðhald húsa. Byggingarstjórn 1,2,3. Uppl. í síma 893-5374 og á nybyggd@gmail.com Ekki búið að uppfæra stefnu um fæðu-, matvæla- og neysluvatnsöryggi: Ný stefna lögð fram á næstu mánuðum – segir í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Höllu Signýjar Kristjánsdóttur Halla Signý Kristjánsdóttir. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. FRÉTTIR Bænda 2. apríl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.