Bændablaðið - 19.03.2020, Blaðsíða 36

Bændablaðið - 19.03.2020, Blaðsíða 36
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. mars 202036 Grikkjasmári sem margir þekkja undir heitinu fenugreek er eitt af undirstöðu hráefnunum í karríi og fleiri kryddblöndum. Ræktun plöntunnar er mest á Indlandi. Plantan er ilmsterk og sagði Kató gamli að fýlan af henni væri eins og af gömlum geithaf. Ekki fundust áreiðanlegar tölur um heimsframleiðslu á grikkja- smára en framleiðsla hans mun vera mest á Indlandi og hátt í 80% uppskerunnar kemur þaðan. Þar á eftir koma Nepal, Pakistan, Eþíópía, Egyptaland, Marokkó og Tyrkland. Indland er einnig stór útflytjandi grikkjasmára en þrátt fyrir það er stærsta hluta framleiðslunnar neytt innanlands. Spár gera ráð fyrir að ræktun plöntunnar eigi eftir að aukast mikið á næstu árum og verð á henni eftir að hækka þar sem eftirspurn er sívaxandi, sérstaklega innan lyfja- og snyrtivöruiðnaðarins. Ekki fundust upplýsingar um innflutning á grikkjasmára til Íslands á vef Hagstofunnar en þrátt fyrir það er eitthvað um að hann sé fluttur inn sem heilsubótarefni í töfluformi. Trigonella foenum-graecum Ættkvíslin Trigonella er af ertublómaætt og teljast 36 tegundir vera innan ættkvíslarinnar. Grikkjasmári, Trigonella foen- um-graecum, er eina tegundin innan ættkvíslarinnar sem er í ræktun. Einær jurtkennd, einstofna, fágrein- ótt og upprétt planta með marg- greinda stólparót. Er yfirleitt um 60 sentímetrar að hæð en getur náð eins metra hæð við góð skilyrði. Plantan lifir í sambýli við niturbindandi rótarbakteríur. Laufblöðin ljósgræn gagnstæð og sjö til tólf sentímetra löng. Samsett með þremur smáblöð- um sem eru egglaga um fimm sentí- metrar að lengd og eilítið loðin á neðra borði og tennt á blaðendunum. Blómin sem vaxa úr blaðöxlunum allt að 15 sentímetra löng, yfirleitt hvít en til sítrónugul, eða fjólublá að lit, sjálffrjóvgandi. Aldinið tveggja til fimmtán sentímetra langur og mjór belgur með 10 til 20 fræjum sem eru gulleit, ólífugræn eða brún að lit eftir þroska, 6 til 8 millimetra löng og gefa frá sér sterkan ilm. Vegna niturbindandi eiginleika plöntunnar er útbreiðslumunstur hennar oft meðfram vegum og óræktarlandi þar sem plantan vex í þurrum, hörðum og ófrjósömum jarðvegi. Til er fjöldi afbrigða af grikkja- smára sem hefur verið framræktaður til að gefa ólíka uppskeru. Sum yrki nýtast best í skepnufóður, önnur gefa mikið lauf og enn önnur eru ræktuð vegna fræjanna. Saga og útbreiðsla Náttúrulegur uppruni grikkjasmára er í Suðaustur-Evrópu og Vestur- Asíu og allt til Indlands. Auk þess sem plantan finnst sem gömul fóð- urplanta í ræktun í Afríku norðan Sahara. Talið er að plantan hafi fyrst verið tekið til ræktunar í vöggu vest- rænnar menningar í Austurlöndum nær, Íran, Írak eða Sýrlandi og þar um kring. Ekki er vitað fyrir víst hvaða villta tegund ættkvíslarinnar Trigonella er forveri þeirrar ræktun- artegundar sem við þekkjum í dag. Grikkjasmári er tegund sem ekki finnst villt í náttúrunni nema þar sem hún hefur slæðst út frá ræktun. Ristuð grikkjasmárafræ hafa fundist við fornleifa rann sóknir í Írak og er talið að þau séu frá því um 4000 fyrir Krist. Vitað er að Asseríumenn ræktuðu plöntuna sem dýrafóður og til lækninga. Fræ plöntunnar fund- ust í grafhýsi Tutankhamen faraóa í Egyptalandi sem var uppi 1342 til 1325 fyrir Krist og var plantan notuð sem hluti af líkgeymslumixt- úru Egypta. Hugsanlega til að slá á nálykt. Arabar og kristinn koptískur söfn- uður í Norður-Afríku nýttu plöntuna til lækninga og töldu hana góða við margs konar kvensjúkdómum. Gríski læknirinn Hippókrates, uppi 460 til 370 fyrir Krist, sem læknaeiðurinn er kenndur við, not- aði grikkjasmára í brunasmyrsl og Theophadus, uppi 371 til 287 fyrir Krist, sem kallaður er faðir grasa- fræðinnar og höfundur Historia Plantarum, sagði plöntuna upprunna á Indlandi. Rómverjinn Kató eldri, uppi 234 til 149 fyrir upphaf okkar tímatals, sagði að grikkjasmári hafi verið ræktaður sem fóður, ásamt öðrum belgjurtum, fyrir nautgripi. Fræin segir hann auka nyt kúa og mjólk- urframleiðslu sængurkvenna en jafnframt fylgir þeim remmubragð í mjólkinni. Kató, sem lærði að stunda landbúnað og helgaði sig honum og stjórnmálum en gegndi ekki herþjónustu, taldi að grísk áhrif yrðu Rómaveldi að falli og sagði að grikkjasmári angaði eins og gamall geithafur milli þess sem hann lagði til að Karþagó yrði lögð í eyði. Vitað er að Rómverjar á fyrstu öld eftir Krist notuðu grikkja- smára til að bragðbæta vín og í riti Flavíus Jósefus, uppi 37 til 100, Stríð Gyðinga gegn Rómverjum, segir að plantan sé ræktuð og hluti af daglegri fæðu íbúa í Galíleu. Seyði plöntunn- HELSTU NYTJAJURTIR HEIMSINS Grikkjasmári angar eins og gamall geithafur Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Grikkjasmári í haga. Laufblöðin ljósgræn og gagnstæð, og sjö til tólf sentímetra löng. Samsett með þremur smáblöðun sem eru egglaga, um fimm sentímetrar að lengd og tennt á blaðendunum. Lauf til þurrkunar. Þurrkaður grikkjasmári er eitt af undirstöðukryddum í karríi og fleiri kryddblöndum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.