Bændablaðið - 19.03.2020, Blaðsíða 2
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. mars 20202
Engar vísbendingar eru um að
SARS-CoV-2 veiran sem veldur
COVID-19 sjúkdómnum ber-
ist með matvælum samkvæmt
áliti Matvælaöryggisstofnunar
Evrópu. Þrátt fyrir það hafa
íslenskir matvælaframleiðendur
gert ráðstafanir til að takmarka
aðgengi og draga þannig úr smit-
hættu.
Talsmenn Matfugls og Mjólkur
samsölunnar segjast vera búnir að
takmarka aðgengi að fyrirtækjun
um og fara eftir tilmælum land
læknis.
Ekkert bendir til smits
með matvælum
Samkvæmt því sem segir á heimasíðu
Mast hefur EFSA bent á að reynsla
fyrri faraldra af völdum skyldra
kórónaveira, s.s. SARSCoV og
MERSCoV faraldrarnir, sýni að
smit átti sér ekki stað með matvælum.
Sem stendur bendir ekkert til þess að
annað eigi við um þann faraldur sem
nú geisar.
Stjórnvöld og vísindamenn
um heim allan fylgjast náið með
þróuninni og hefur ekki verið
tilkynnt um smit með matvælum.
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin
(WHO) hefur gefið út ráðleggingar
um meðhöndlun matvæla í
varúðarskyni þar sem hvatt er til
handþvottar, að hita kjöt í gegn og að
forðast krossmengun milli eldaðra og
hrárra matvæla. Nánari upplýsingar
er að finna á vef WHO.
Allir fundir rafrænir
„Gæðaráð Mjólkursamsölunnar er
í reglulegu sambandi við Embætti
landlæknis og við höfum breytt
starfseminni til að aðlaga okkur
að þessum nýju aðstæðum,“ segir
Sunna Marteinsdóttir, samskiptastjóri
Mjólkursamsölunnar.
„Við höfum aflýst öllum
ónauðsyn legum heimsóknum og
ein ungis starfsfólk hefur aðgang að
hús unum nema nauðsyn krefji. Auk
þess eiga allir fundir starfsfólks við
utanaðkomandi að fara fram á netinu.
Uppsetn ingu og viðhaldi véla hefur
einnig verið frestað í óákveðinn tíma.
Það má því segja að einungis sé um
allra nauðsynlegustu starfsemi að
ræða.“
Sunna segir að ef í ljós komi að
smit greinist hjá starfsmanni MS
verði unnið með það í samstarfi við
landlækni. „Við reynum að takmarka
samskipti fólks milli deilda innanhúss
eins og hægt er og flestir innanhúss
fundir eru rafrænir. Starfsmönnum
er skammtaður matur tilbúinn á disk
og því fólk ekki að hittast að óþörfu
ef hægt er.“
Förum að fyrirmælum landlæknis
Sveinn Jónsson, framkvæmda stjóri
Matfugls ehf., segir að fyrirtækið sé
búið að loka fyrir allar heimsóknir og
að enginn hafi aðgang að fyrirtækinu
nema starfsmenn.
„Við erum búin að loka fyrir allar
heimsóknir í okkar fyrirtæki, hvort
sem það eru sölumenn eða aðrir sem
vilja kynna sér starfsemina. Svo er
það Embætti landlæknis að ákveða
hvað verður gert ef það kemur í ljós
að einhver starfsmaður innan fyrir
tækisins smitist og mæti til vinnu án
þess að vita af því. Við báðum starfs
fólk um að veita okkur upplýsingar
um hvort það hafi verið á ferðalagi
á svæðum sem eru skilgreind hættu
svæði eða sé á leiðinni á slík svæði.
Því var vel tekið og ekkert sem bendir
til að um slík ferðalög hafi verið að
ræða eða séu á döfinni. Við erum því
að reyna að girða fyrir smit eftir bestu
getu. Mér skilst að veiran smitist
ekki með matvælum en við munum
að sjálfsögðu fara eftir fyrirmælum
landlæknis ef staðan breytist og ég
er sannfærður um að embættið hafi
góða yfirsýn og muni bregðast rétt
við.“ /VH
FRÉTTIR
TORT
INNHEIMTA SLYSABÓTA
Átt þú rétt á
slysabótum?
Við hjálpum þér
HAFÐU SAMBAND 511 5008
Landsmót hestamanna 2020 verður haldið á Rangárbökkum við Hellu 6. til 12. júlí:
Undirbúningur gengur vel og miðasalan komin á skrið
Eiríkur Sigurðarson, fram-
kvæmda stjóri Landsmóts hesta-
manna, segir áfram unnið á fullu
að undirbúningi lands mótsins í
sumar, þrátt fyrir að kórónaveir-
an og COVID-19 sjúkdómsfar-
aldurinn hafi stungið sér niður
á Íslandi.
Mótið verður að öllu óbreyttu
haldið á veglegu mótssvæði á
Gaddstaðaflötum á Rangárbökkum
við Hellu 6. til 12. júlí á komandi
sumri.
„Við keyrum fulla ferð áfram,
það er engin spurning. Meðan það
koma ekki einhver tilmæli um að
viðburðurinn verði ekki haldinn, þá
höldum við bara áfram. Auðvitað
erum við þó meðvitaðir um við
búnað gegn útbreiðslu COVID
19, annað væri ábyrgðarleysi.
Undirbúningur gengur vel og
miðasalan er komin vel á skrið,“
segir Eiríkur.
Engar afbókanir frá
erlendum gestum
Eiríkur var starfandi sem markaðs
og kynningarfulltrúi Rangárþings
ytra, en fékk ársleyfi frá störfum til
að stjórna framkvæmd Landsmóts
hestamanna 2020. Venjan er að á
slík mót komi líka fjöldi útlendinga
sem þarf að liðsinna.
– Má ekki búast við að það verði
færri erlendir gestir á mótinu vegna
COVID-19 faraldursins?
„Það er eiginlega ómögulegt að
segja. Það hefur enginn afboðað
komu sína enn og ég hef ekki
fengið neinar fréttir af afbókunum
í gistingu. Ég er því bara bjartsýnn
á framhaldið.
Þá býst ég við vegna stöðunnar
sem uppi er að Íslendingar ferðist
meira innanlands í sumar en ella.
Þá er Landsmót hestamanna algjör
lega „geggjaður viðburður“ til að
fara á með fjölskylduna. Þar fyrir
utan verður flughátíðin Allt sem
flýgur“ haldin á sama tíma á Hellu
á vegum Flugmálafélagsins. Það er
því óhætt að segja að Hella verði
miðdepill alheimsins í júlí. Þá held
ég að hátíðirnar tvær muni styðja
vel hvor aðra og engin spurning
að hér á Hellu verður mikið fjör.“
Búist við 8–10 þúsund manns
– Hvað eruð þið að reikna með
mörg um á Landsmót hestamanna?
„Ég geri ráð fyrir um átta þúsund
manns, en reynslan sýnir að talan geti
hæglega farið í tíu þúsund. Metið
var sett á mótinu 2008 þegar hingað
komu um eða yfir 14.000 manns.
Við getum svo sem alveg tekið
á móti þeim fjölda inn á svæðið í
sumar. Hér eru næg bílastæði og allar
akstursleiðir greiðfærar.
Þá má geta þess að áhorfenda
brekkurnar á mótssvæðinu eru
afskap lega vel gerðar til að mik
ill fjöldi gesta geti fylgst þar með
mótinu. Í góðu veðri er þetta falleg
asti staður á landinu,“ segir Eiríkur.
Mikið og gott
gistiframboð á svæðinu
– Eruð þið vel sett með gistirými á
svæðinu til að taka við öllum þessum
fjölda?
„Gistiframboðið er mjög gott. Það
er samt auðvitað að verða þéttbókað
gistirými í kringum landsmótið. Á
Hellu erum við með Stracta hótel,
Hótel Hellu og Árhús. Svo erum
við með í kringum okkur, Land
hótel uppi í Landsveit, Leirubakka
og Hótel Rangá. Síðan er Hótel
Hvolsvöllur auk margra minni
gistieininga á svæðinu. Þá er ekki
nema hálftíma akstur í hótel og aðra
gistiþjónustu á Selfossi.
Fyrir utan gistirýmið sem til
staðar er, munum við byggja upp
stórt tjaldstæði á mótssvæðinu. Alla
jafna er hægt að taka þar á móti 250
hjólhýsum, en við verðum með
aðstöðu fyrir töluvert fleiri vegna
mótsins. Þess vegna aukum við
salernisaðstöðu og alla þjónustu sem
til þarf og allt aðgengi að svæðinu
er mjög gott.“
Fjöldi kynbótasýninga
á Hellu í sumar
Eiríkur segir að nú sé verið
að skipuleggja uppsetningu á
mótssvæðinu sjálfu. Hvaða fram
kvæmd um þurfi að vera lokið á
tilteknum tíma. Þá sé ekki bara verið
að horfa til landsmótsins sjálfs, því
svæðið sé afskaplega vinsælt fyrir
kynbótasýningar og keppni þess
utan.
„Fyrir utan landsmót erum við
þarna með fyrstu þrjár vikurnar í júní
í kynbótasýningum. Síðan erum við
með úrtökumót þar sem nokkur félög
taka sig saman. Þá erum við með eina
viku í kynbótasýningar fyrir utan
landsmót í júlí og eina viku í ágúst,
auk allavega tveggja móta í hverjum
mánuði. Það verður því í nógu að
snúast og uppsetning á svæðinu þarf
auðvitað að vera skipulögð í kringum
alla þessa viðburði,“ segir Eiríkur.
Fyrirtæki sýna vörur
sínar í 900 fermetra tjaldi
Á landsmótum hefur verið venjan
að fjöldi fyrirtækja sýni þar vörur
af ýmsu tagi. Eiríkur segir að gert sé
ráð fyrir uppsetningu á 900 fermetra
markaðstjaldi á svæðinu.
„Það er einmitt komið töluvert
af fyrirspurnum um bókanir í því
tjaldi. Gaman er að finna að það sé
engan bilbug að finna á fólki þrátt
fyrir ástandið í þjóðfélaginu. Menn
vilja halda ótrauðir áfram. Þar verða
því fjölbreyttar vörur á boðstólum.“
Kvöldskemmtanir
þrjá daga í röð
Gleðin spilar líka veglegan sess á
landsmótum hestamanna og böllin
eru landsfræg.
„Það verða hér kvöldskemmtanir
á fimmtudeginum, föstudeginum og
á laugardeginum. Það er að verða
búið að staðfesta alla samninga við
skemmtikrafta sem munu koma fram
á mótinu,“ segir Eiríkur Sigurðarson.
/HKr.
– Meira um landsmótið á síðu 10
Frá setningu síðasta Landsmóts hestamanna sem haldið var á Rangárbökkum á Hellu 2014. Mynd / HKr.
Eiríkur Sigurðarson.
SARS-CoV-2 og matvælaframleiðsla:
Takmarkað aðgengi og farið að tilmælum landlæknis
Sveinn Jónsson, framkvæmdastjóri
Matfugls ehf.
Sunna Marteinsdóttir, samskiptastjóri
Mjólkursamsölunnar.