Bændablaðið - 19.03.2020, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 19.03.2020, Blaðsíða 7
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. mars 2020 7 LÍF&STARF Þau leiðu mistök urðu við gerð síðasta vísnaþáttar að eitt orð misritaðist í hinni snjöllu vísu Guðmundar Sigurðssonar, sem hann orti í stórafmæli Andrésar í Síðumúla. Við þetta eina misritaða orð, þá missti vísan sinn snjalla boðskap, og verður hún því endurbirt hér: Þótt lífið bæti tug og tug við tímann sem það gaf okkur, hefjum glös og hugarflug, á himnum rennur af okkur. Þar sem sögusviðið er í Borgarfirði, þá skal þar áfram róið á vísnamið. Þættinum barst bréf frá Guðna Ágústssyni þar sem hann greinir á gamansaman hátt frá aðventusamkomu sem haldin var í Hriflusalnum á Bifröst. Sr. Brynhildur Óladóttir embættaði sem venja er til á slíku kvöldi. Hún fékk Guðna til að flytja smá hugvekju, en einnig karlakórinn Söngbræður til af flytja tónverk tengd aðventunni. Verulega teygðist á þeim tíma sem Guðna var ætlaður þetta kvöld, og mun hann hafa farið ögn víðar um söguvöllinn sem hans er háttur, og sagan hermir, að oftar hafi hann nefnt Jónas frá Hriflu en sjálfan Jesú Krist. Hófleg þátttaka var meðal almennra sóknarbarna, en vel sótt af Söngbræðrum. Meðal söngmanna syngur hagyrðingur forkunnarsnjall, Jón Jens Kristjánsson fyrrum bóndi á Ytri Hjarðardal í Önundarfirði, en nú búsettur í Borgarnesi. Jón Jens dró saman það helsta frá þessu aðventukvöldi í því meistaraverki sem eftir fer: Hátíðarblær og helgur friður hér var leiddur á jörðu niður um það bil er fólk ók í hlað. Komið að rækja kristna skyldu komust þó fleiri að en vildu. Húsfyllir varla heitir það. Presturinn hafði þar veg og vanda vitnaði um kærleik heilags anda liðug í máli og laus við fálm. Sætlegur höfgi seig á alla er Söngbræður gengu upp á palla og fluttu á táknmáli fyrsta sálm. Á gullaldaríslensku Guðni ræddi með gamanorðum hann lýðinn fræddi flutti sitt mál af mestu list. Dró þar að vísu sama seiminn og sagði þá hafa frelsað heiminn Hriflu-Jónas og Jesú Krist. Veit ég að stundin vakið hefur velþóknun hjá þeim sem lífið gefur fráleitt þó væri fjölmennt þar. Hjá Honum sem forsjón hefur milda hausatalan mun ekki gilda heldur sá andi sem yfir var. Að heimili okkar Petru er jafnan haldin á Góu kvöldsamvera hvar á borðum er saltað hrossakjöt komið frá Kolbeini og Sollu í Bólstaðarhlíð. Nokkrar tafir urðu á samveru þessari vegna einlægrar ótíðar, og súrnaði geð sumra gesta nokkuð af þeim sökum. Pétur læknir Pétursson lét húsráðendur vel vita af þeim ræfildómi okkar: Ómur skála í eyrum klingir, æði löng er þessi bið, en eflaust bráðum Árni hringir afboðunarsímtalið. Einhver örlítill misskilningur var á ferð, og afboðin ekki náð eyrum læknisins, og mætti hann að Húsum með lið sitt. Við höfðum farið af bæ og læst húsum, enda búið formlega að afboða veisluna: Gerast hljóð vor gamanmál, gleði enginn spyr um. Kveikir harm og krenkir sál að koma að læstum dyrum. Við þriðju tilraun tókst loksins að ná öllum gestum til kvöldverðar, enda veðurútlit bærilegt. Pétur var þó ekki bjartsýnn: Þokar blíða þessa dags þunga úr huga mínum, en skyldi Árni leita lags og læsa húsum sínum? Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggð1@gmail.com 246MÆLT AF MUNNI FRAM Búfræðinemar frá Hvanneyri í fjárhúsum að Hríshóli í Eyjafirði. Búfræðinemarnir fréttu af Guðna í Eyjafirðinum og stefndu honum að Hríshóli. Þar ávarpaði hann unga fólkið og brýndi það til dáða og sagði það hafa verk að vinna. Mynd / Guðjón Ragnar Jónasson. Búfræðinemar frá Hvanneyri á ferð um Norðurland: Komu við á þrettán bæjum Fyrstu helgina í mars voru búfræðinemar frá Hvanneyri á ferð um Norðurland. Hópurinn lagði upp frá Hvanneyri og hafði fyrstu viðdvöl í Hrútafirði en að lokum voru eyfirskir bændur sóttir heim. Nemarnir gerðu sem sagt víðreist, komu við á þrettán bæjum og geri aðrir betur á einni helgi. Meðal annars var komið við í fjárhúsum að Hríshóli þaðan sem myndin hér að ofan er tekin. Bændurnir á bænum tóku vel á móti hópnum og ekki skemmdi að veðrið var gott og Eyjafjörðurinn skartaði sínu fegursta. Þessa helgi flutti Guðni Ágústsson ræðu á Kaffi kú í Eyjafjarðarsveit auk þess sem Guðjón Ragnar Jónasson, annar höfundur bókarinnar Kindasögur, las upp. Búfræðinemarnir fréttu af Guðna í Eyjafirðinum og stefndu honum að Hríshóli. Þar ávarpaði hann unga fólkið og brýndi það til dáða og sagði það hafa verk að vinna. Verkefnin væru ærin þegar kæmi að því að tryggja framtíð íslenskra sveita. Guðni sagði líka sögur frá námsárum sínum á Hvanneyri og ræddi við nemendurna. Að endingu gaf bókaforlagið Sæmundur á Selfossi búfræðinemunum Kindasögurnar sem kveðjugjöf. /GRJ Það snjóar drjúgt fyrir vestan Mikið vetrarríki hefur verið norðanlands í vetur og ekki hefur það verið síðra á Vest­ fjörðum. Snjóað hefur nær látlaust með stuttum hléum frá því í óveðrinu fyrir jólin á norðan- verðum Vestfjörðum og er jafnvel hörðustu Vestfirð ingum farið að þykja nóg um. Mikil snjóalög eru á svæðinu og víða snjóflóða- hætta eftir síðasta áhlaupið nú í vikubyrjun. Þurfti þá að rýma hús á Ísafirði, Flateyri og á Patreksfirði vegna snjóflóðahættunnar. Þessar myndir tók Haukur Már Harðarson á Suðureyri í gær af snjónum á eyrinni, en víða eru hús að verða komin í kaf. Bændur í Botni í Súgandafirði hafa jafnvel enn betur fengið að finna fyrir snjónum og eru öll hús þar meira og minna á kafi. /HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.