Bændablaðið - 19.03.2020, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 19.03.2020, Blaðsíða 12
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. mars 202012 „Auðvitað þyrstir mann í vorið eftir langan og ofboðslega þreyt- andi vetur, en er samt temmilega spenntur fyrir því sem þá vænt- anlega kemur í ljós,“ segir Agnar Þór Magnússon, bóndi og hrossa- ræktandi á Garðhorni á Þelamörk í Hörgársveit. Snjómokstur heimreiða hefur verið óvenju mikill og kostnaðar­ samur nú í vetur, eða frá því óveðrið gekk yfir landið í desember. Þá gerir hann ráð fyrir að girðingar verði meira og minna ónýtar þegar þær koma undan snjó og eins óttist menn mjög hvernig tún komi undan vetri. Heimreið að Garðshorni er nokkuð löng, vel yfir 700 metrar, og segir Agnar Þór að frá því í desember hafi hann notað um eða yfir 2000 lítra af olíu í mokstur hennar. Nánast hvern dag hefur heim reiðin verið mokuð og allt upp í þrisvar sinnum á dag, að morgni, um miðjan dag og aftur síðdegis. Agnar telur að sloppið hafi til með mokstur í 7–8 daga síðustu 4 mánuði. Börn þurfi að komast í og úr skóla og þá hafi þau hjónin, hann og Birna Tryggvadóttir, sem reka hrossabú á Garðshorni, haft fólk í vinnu sem þarf að komast til og frá. Langþreyttir á ástandinu „Þetta hefur verið gríðarlega mikil vinna og það eru fleiri en ég orðnir langþreyttir á þessu ástandi. Þetta hefur verið óvenjulegur vetur og erfiður. Því miður sér ekki fyrir endann á honum, spáin næstu tvær vikur er nú ekki til að hrópa húrra fyrir. Þetta er því ekki búið,“ segir hann. Kostnaður við mokstur heimreiða í sveitarfélaginu lendir á hverju og einu býli og hefur eflaust sjaldan verið meiri. Búið á Garðshorni hefur varið vel yfir 400 þúsund krónum í snjómokstur síðustu fjóra mánuði. Agnar Þór segir að vissulega horfi menn til vorsins og að veður verði skaplegra. „Það verður auðvitað mjög gott að fá frið fyrir enda lausum snjómokstri, en samt er staðan þannig að maður er temmilega spenntur fyrir því sem í ljós kemur þegar snjóa leysir,“ segir hann. Síðast sást í girðingar á svæðinu í kringum óveðrið í desember og þá blöstu brotnir staurar við. Síðan hafa girðingar verið á kafi en búast má við að umtalsvert tjón verði á girðingum eftir að þær hafa legið í kafi í snjó um langt skeið. Má gera ráð fyrir kali „Bændur eru ekki síður hræddir um að ástand túna verði ekki sem best þegar þau koma undan snjó. Það var þegar komið frost þegar óveðrið í desember kom og má gera ráð fyrir að tún hafi legið undir klaka um langa hríð. Fátt bendir nú til annars en að við munum þurfa að takast á við afleiðingar kals í túnum þegar vorar. Það hefur einnig í för með sér aukakostnað, t.d. við jarðvinnu og fleira, en á auðvitað eftir að koma í ljós hvert umfangið verður,“ segir Agnar Þór. /MÞÞ FRÉTTIR Landstólpi og Vélaval hafa farið í sérstakar aðgerðir vegna COVID- 19 veirunnar og bjóða bændum nú fría heimsendingu á vörum frá sér. „Þetta er okkar framlag vegna ástandsins og okkar leið til að þjón­ usta bændur, við erum jú öll saman í þessu verkefni. Viðtökurnar hafa verið frábærar og bændur kunna greinilega vel að meta snertilaus viðskipti, sem eru mjög mikil­ væg um þessar stundir,“ segir Elsa Ingjaldsdóttir, gæðastjóri hjá Landstólpa í Skeiða­ og Gnúpverjahreppi. Boðið er upp á fría heimkeyrslu á öllum rekstrarvörum ef keypt er fyrir 30 þúsund krónur eða meira. „Að sjálfsögðu hafa bændur áhyggjur af stöðunni og fjölmörg dæmi eru um að þeir hafi lokað búum sínum fyrir gestum og gangandi. Við megum alls ekki við að þeir veikist, það þarf jú að halda áfram að fóðra skepnurnar og huga að velferð þeirra,“ bætir Elsa við. /MHH Elsa Ingjaldsdóttir og Steingrímur Jónsson, starfsmenn Landstólpa, við vörubretti bóndans á Núpstúni í Hrunamannahreppi, sem hann fékk sent heim að fjósi með ýmsum rekstrarvörum fyrir búið. Hann hitti þau ekki, heldur kom og losaði brettið eftir að þau voru farin. Mynd / MMHH Snjómokstur heimreiða hefur verið óvenju mikill og kostnaðarsamur nú í vetur. Heimreiðin að Garðshorni í Hörgársveit er góðir 700 metrar og hefur nánast þurft að moka alla daga frá því óveðrið gekk yfir í desember. Stundum þrisvar á dag. Um 2.000 lítrar af olíu hafa farið í moksturinn, kostnaðurinn er yfir 400 þúsund krónur. Mynd / Agnar Þór Magnússon Langur, erfiður og kostnaðarsamur vetur enn ekki að baki: Þyrstir í vorið en temmilega spenntur fyrir því sem þá kemur í ljós – segir Agnar Þór Magnússon, hrossaræktandi á Garðshorni í Hörgársveit Bláskógabyggð og nýr Miðhálendisþjóðgarður: Garðurinn nær yfir 64,4% af sveitarfélaginu Bláskógabyggð hefur látið útbúa kort fyrir sig þar sem sést mjög vel hvar fyrirhugaður þjóðgarður á miðhálendi Íslands mun ná yfir sveitarfélagið. Eins og kemur fram á kortinu, sem var unnið af Verkfræðistofunni Eflu, mun garðurinn ná yfir 64,4% af sveitarfélaginu. Töluverð and­ staða er á meðal sveitarstjórnar og íbúa í Bláskógabyggð um stofnun Miðhálendisþjóðgarðs, fólk vill allavega fá miklu meira samráð frá stjórnvöldum um málið. /MHH Fyrirhugaður þjóðgarður í Bláskógabyggð mun ná yfir meirihluta sveitarfélagsins og er töluverð andstaða við þau áform á meðal íbúa og sveitarstjórnarmanna. „Frí“ heimsending vegna COVID-19 Hulda Brynjólfsdóttir á baðstofuloftinu sínu þar sem hún er með verslun og þar eru líka haldin prjónakvöld sem hafa slegið í gegn. Mynd / Magnús Hlynur Hreiðarsson Uppspuni í Ásahreppi: Prjónakvöldin hafa slegið í gegn Hulda Brynjólfsdóttir hjá Uppspuna í Ásahreppi hefur staðið fyrir prjónakvöldum þriðja fimmtudagskvöld í mánuði yfir vetrartímann, sem hafa slegið í gegn. Kvöldin eru haldin á baðstofuloftinu hjá henni í húsnæðinu þar sem hún vinnur úr íslensku ullinni með sínu starfsfólki. „Það hefur verið prýðilega mætt á þessi prjónakvöld og þótt loftið sé lítið þá komast ansi margir þar fyrir. Það hefur reyndar verið ótrúlega oft gul eða appelsínugul veðurviðvör­ un þessi fimmtudagskvöld í vetur en það hefur samt ekki dottið niður prjónakvöld út af veðri. Það hafa þá bara verið örlítið færri sem komast. Næsta prjónakvöld er einmitt 19. mars og þá verður kannski eitthvað gert í tilefni tveggja ára afmælis bað­ stofuloftsins,“ segir Hulda. Á loftinu er líka verslun, sem er smá í sniðum, en þar er Hulda fyrst og fremst með garnið sitt til sölu og fleira áhugavert, sem tengist kindum eða prjónaskap. „Ég er svo heppin með ættingja og vini að þar leynast ótalmargir handlagnir aðilar sem búa til heima hjá sér vörur sem eru í miklum gæðum og einstakar á margan hátt. Þetta get ég boðið til kaups á loft­ inu hjá okkur. Verslunin er opin frá 09.00 til 16.00 alla virka daga og 11 til 16.00 á laugardögum og er öllum opin sem vilja koma við og skoða eða versla,“ segir Hulda enn fremur. /MHH Bænda bbl.is Facebook
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.