Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2002, Qupperneq 7
AÐGENGI
sérstaklega tekið á málefnum fatlaðra
bama. Bamasáttmálinn er í raun eini
alþjóðasáttmálinn sem tekur á mál-
efnum fatlaðra þar sem fötlun er
bannfærð sem ástæða mismununar.
23. gr.
1. Aðildarríki viðurkenna að and-
lega eða líkamlega fatlað barn skuli
njóta fulls og sómasamlegs lífs, við
aðstæður sem tryggja virðingu þess
og stuðla að sjálfsbjörg þess og virkri
þátttöku í samfélaginu.
2. Aðildarríki viðurkenna rétt fatl-
aðs barns til sérstakrar umönnunar,
og skulu þau stuðla að því og sjá um
að barni sem á rétt á því, svo og þeim
er hafa á hendi umönnun þess, verði
eftir því sem föng eru á veitt sú að-
stoð sem sótt er um og hentar barninu
og aðstæðum foreldra eða annarra
sem annast það.
3. Með tilliti til hinna sérstöku
þarfa fatlaðs barns skal aðstoð sam-
kvæmt 2. tölul. þessarar greinar veitt
ókeypis þegar unnt er, með hliðsjón
af efnahag foreldra eða annarra sem
hafa á hendi umönnun þess, og skal
hún miðuð við að tryggt sé að fatlaða
bamið hafi í raun aðgang að og njóti
menntunar, þjálfunar, heilbrigðis-
þjónustu, endurhæfingar, starfsundir-
búnings og möguleika til tóm-
stundaiðju, þannig að stuðlað sé að
sem allra mestri félagslegri aðlögun
og þroska þess, þar á meðal í menn-
ingarlegum og andlegum efnum.
4. Aðildarríki skulu í anda alþjóð-
legrar samvinnu stuðla að því að
skipst sé á viðeigandi upplýsingum
um fyrirbyggjandi heilsugæslu og
læknisfræðilega, sálfræðilega og
starfræna meðferð fatlaðra barna,
þ. á m. með dreifingu á og aðgangi að
upplýsingum um endurhæfingar-
aðferðir, menntun og atvinnuhjálp, er
miði að því að gera aðildarríkjum
kleift að bæta getu sína og færni og
auka reynslu sína að þessu leyti.
Hvað þetta snertir skal tekið sérstakt
tillit til þarfa þróunarlanda.
24. gr.
I. Aðildarríki viðurkenna rétt
barns til að njóta besta heilsufars sem
hægt er að tryggja, og aðstöðu til
læknismeðferðar og endurhæfingar.
Aðildarríki skulu kappkosta að
tryggja að ekkert barn fari á mis við
rétt sinn til að njóta slíkrar heil-
brigðisþjónustu.
25. gr.
Aðildarríki viðurkenna að barn
sem þar til bær stjórnvöld hafa falið
öðmm til umönnunar, vemdar eða
meðferðar vegna líkamlegrar eða
andlegrar vanheilsu eigi rétt á að
meðferð þess og allar aðrar aðstæður
sem að vistinni lúta sæti athugun
reglulega.
A.H.
ORLOFSHÚSí
MUNAÐARNESI
Útleiga á sumarhúsi
Öiyrkjabandalag íslands hefur ákveðið að leigja eitt sumarhús í eigu BSRB í Munaðamesi
eins og undanfarin ár. Leigutíminn er frá 7. júní - 20. september.
Hverjir eiga rétt á að leigja sumarhúsið?
Sumarhúsið stendur þeim til boða sem eru metnir til 75% örorku og eiga ekki rétt
á orlofshúsum annarra samtaka. Hver vika kostar 10.000 kr og skal leigan greidd
tveimur vikum fyrirfram.
Þeir sem hafa hug á að taka sér sumarhús á leigu næsta sumar hafi samband
við Guðríði Ólafsdóttur, félagsmálastjóra, eða Amþór Helgason, framkvæmdastjóra
Öryrkjabandalags íslands. Sími: 530 6700.
Netföng: felagsmal@obi.is
frkvstj@obi.is
Orlofshús allt árið!
Þá hefur BSRB boðið Öiyrkjabandalagi íslands að félagsmenn aðildarfélaga þess geti leigt
sumarhús á öðrum tímum ársins á sömu kjörum og félagsmenn aðildarfélaga BSRB.
Þannig gefst gullið tækifæri til þess að njóta yndis og útivistar í kyrrð íslenskrar náttúm
allt árið.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Öryrkjabandalagsins.
ti'marit öryrkjabandalagsins
7