Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2002, Qupperneq 12

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2002, Qupperneq 12
FARSÍMAR Farsrmar geta létt öllum lífið, fötluðum sem ófötluðum. Ýmsir þægilegir eiginleikar gera notkunina einfalda og aðgengilega. Má þar nefna raddstýrt val númera úr minni símans. Nokkrar gerðir síma hafa þess konar minni og fer þeim fjölgandi. Ýtt er á einn takka, síminn svarar með tóni og not- andinn getur síðan sagt nafn þess sem hann ætlar að hringja í. Síminn endurtekur nafnið til að tryggja að hringt sé í rétt símanúmer. Númerið velst síðan sjálfvirkt. Minni sem geyma raddskipanir eru mismunandi mörg eftir símategundum. I nokkrum gerðum síma er einnig hægt að kalla fram valmyndir á skjáinn með radd- skipunum. I sumum gerðum hand- frjálsra bílaeininga er aukaminni fyrir raddskipanir. Handfrjáls búnaður, höfuðtól og handfrjálsar bílaeiningar eru fáan- legar í talsverðu úrvali. Þegar hand- frjáls búnaður er notaður má stilla símann þannig að hann svari sjálf- virkt þegar hringt er í hann. I flestum tilvikum er hægt að ákveða eftir hve margar hringingar síminn svarar. Þá er einnig hægt að fá höfuðtól sem eru með takka á snúrunni sem ýtt er á til að svara. Símarnir eru ekki aðgengilegir öllum Þrátt fyrir þessa kosti sem upp hafa verið taldir er mörgum fötluðum ein- staklingum ókleift að notfæra sér þessi þægindi. Hvorki blint né þroskaheft fólk getur nýtt sér ýmsa kosti símanna. Símaskráin, sem boðið er upp á, er flestum úr þessum hópum óaðgengileg og þessir ein- staklingar geta sjaldnast sett radd- skipanir í símana án aðstoðar. Far- símaframleiðendur hafa nú vaknað til vitundar um að allstór hluti markað- arins sé ónýttur. Telja sumir að 15 - 25% almennings geti ekki nýtt sér símana til fullnustu. I Bandaríkjunum eru gerðar mun strangari kröfur til farsímaframleiðenda og er þar settur ýmiss konar aukabúnaður í símtækin. I Evrópu er þessum búnaði hins vegar sleppt. Ný tækni - nýjar víddir Nú er verið að þróa ýmiss konar tækni til þess að gera símana auð- veldari í notkun. Finnar hafa t.d. þróað búnað sem gerir blindum ein- staklingum kleift að senda og lesa SMS-skilaboð og skoða styrk raf- hlöðunnar. Gallinn á gjöf Njarðar er sá að viðbótarbúnaðurinn kostar um 100.000 kr. Nokkrar gerðir farsíma eru með stórum skjá sem auðveldar sjóndöpru fólki að nota þá. Farsímaframleiðandinn Nokia hef- ur á boðstólum sérstakt höfuðtól fyrir þá sem nota heyrnartæki. Tólið er þá hengt urn hálsinn og er þá hægt að tala í farsímann og nota heyrnartækið samtímis án þess að farsíminn trufli heymartækið. Þá er einnig kominn á markaðinn svonefndur Bluetooth búnaður sem tengir símann þráðlaust við ýmsan aukabúnað. Þegar eru komin þráðlaus höfuðtól og handfrjálsar bílaeiningar. Sífellt aukast þeir möguleikar sem SMS skilaboðin bjóða upp á. Auk venjulegra SMS sendinga á milli síma er hægt að senda skilaboð í GSM síma frá tölvu af netinu og eig- endur GSM-síma geta fengið tölvu- póst sendan beint í símann. Þá er einnig hægt að koma á spjalli með SMS þar sem tveir notendur geta spjallað saman á svipaðan hátt og gert er á netinu. Með VIT þjónustunni er hægt að nálgast ýmsar upplýsingar, leita í símaskrá, sjá helstu fréttir, fylgjast með viðskiptaheiminum, sjá brottfar- ar- og komutíma flugvéla og margt fleira. Sífellt er verið að bæta við þessa þjónustu. Með svokölluðum WAP símum er hægt að fara á netið, inn á þær heima- síður sem sérstaklega eru gerðar fyrir þessa þjónustu, lesa fréttir, leita í símaskrá og jafnvel sinna viðskiptum í gegnum símann. Með tilkomu enn nýrrar tækni sem þegar er komin, GPRS, er hægt að vera með sítengingu við netið og getur hraðinn þá verið frá 20 - 46 kb á sekúndu, eftir álagi. SMS-skilaboðin hafa opnað nýjar leiðir fyrir heymarlausa til þess að eiga samskipti sín á milli og við aðra. Nýlega veittu Evrópusamtök fatlaðra verðlaun fyrir hönnun farsíma, Communicattor, en hann er í raun tölva með hentugu lyklaborði. Með tölvu þessari geta heymarlausir sem aðrir átt samskipti sín á milli og framið ýmiss konar aðgerðir á netinu. Var tæki þessu sérstaklega hrósað vegna hagnýts gildis og skemmti- gildis. Nú er verið að opna nýja þjónustu í GSM farsímakerfinu þar sem hægt er að sjá hvar farsími er staddur. Þessi þjónusta er kölluð Radar og með henni er send fyrirspum um stað- setningu. Sá sem fær fyrirspumina þarf að staðfesta að hann leyfi að þetta símanúmer sjái hvar hann er staddur. Þaðan í frá má handhafi þessa númers sjá staðsetninguna og eru þær fyrirspurnir afgreiddar án þess að sá sem leitað er að verði þess var. Hann getur þó séð hverjir hafa leitað hans og hvenær sem er getur hann afturkallað leyfið. Þá hefur finnski farsímaframleið- andinn Benefon sett á markaðinn far- síma með innbyggðu GPS stað- setningartæki. A símanum er neyðar- hnappur sem notaður er til að senda neyðarkall og sendir síminn þá ná- kvæma staðsetningu. Með þeirri nýju tækni sem er nú að koma fram eiga eftir að opnast ótelj- andi nýir möguleikar sem væntanlega eiga eftir að verða hluti af daglegu lífi fólks innan skamms. Einar Oddgeirsson 12

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.