Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2002, Side 14
Gunnar Guðmundsson við störf sín hjá Samskipum.
FATLAÐIR FAI
TÆKIFÆRI
TIL AÐ NÝTA
TÆKNINA
- segir Gunnar Guðmundsson
starfsmaður Samskipa
Síminn á skiptiborðinu hjá Sam-
skipum hringir látlaust. Símaverð-
imir virðast hinir þolinmóðustu og
reyna að veita öllum sem hringja
sem besta þjónustu. Herbergið sem starfs-
fólkið er í er ekki stórt. Þar eru fyrir hendi
fullkomnustu tæki sem völ er á fyrir skipti-
borð. En það eru ekki öll fyrirtæki með
blindraletursskjá og talgervil á sínu skipti-
borði. Gunnar Guðmundsson hefur starfað
við símavörslu hjá Samskipum í 10 ár og
segir nú frá því hvernig tölvan hefur leikið
stórt hlutverk í hans starfi. Jaws-forritið er
sérstakt forrit fyrir blindraletur og talgervil
sem er í tölvunni sem hann notar.
Gunnar, sem er fæddur 1936, slasaðist
alvarlega þegar hann var 10 ára gamall.
Hann missti framan af hægri handlegg og
sjón á báðum augum. Gunnar hóf störf hjá
Sambandi íslenskra samvinnufélaga árið
1959. Síðan, eins og flestir vita, var kerfið
stokkað upp og síðustu tíu árin hefur hann
starfað á skiptiborðinu hjá Samskipum. A
vegum fyrirtækisins starfa um 900 manns og
þar af um 400 erlendis. Símavörðurinn þarf
að vera vel að sér um fyrirtækið og vita í
hvaða deild hver vinnur sem beðið er um í
síma. Gunnar segir sjálfur að hann þekki
orðið fyrirtækið vel þrátt fyrir miklar breyt-
ingar og öra stækkun þess undanfarin ár.
Gunnar hefur rnikinn áhuga á að nýta sér
tölvuna sem hjálpartæki og segir að fatlaðir
eigi að notfæra sér tæknina eins og hægt sé.
„Þjóðfélagið er orðið tölvuvætt og það er
nauðsynlegt fyrir fatlaða að fá góða tölvu-
kennslu", segir Gunnar.
Allt í gegnum tölvuna
Öll símsvörun hjá Samskipum fer fram í
gegnum tölvur með Windows stýrikerfi og
var sérstakur tal- og blindraletursbúnaður
tengdur tölvu Gunnars. Innanhússímkerfið er
mjög flókið og segir Gunnar að hann gæti
ekki stundað þetta starf nema með hjálp
tölvunnar. „Aður fyrr var þetta allt mjög ein-
falt. Maður ýtti bara á einn takka og þá var
hægt að gefa samband inn til starfsmanna.
Núna er þetta miklu flóknara en tölvan leysir
málin", segir Gunnar.
Starfsfólkið á símanum svarar fyrir fjögur
fyrirtæki og kemur nafn fyrirtækisins sem
hringt er í upp á skjánum. Þetta nafn sér hitt
14