Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2002, Side 16

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2002, Side 16
Stjórnsýsluúttekt á Hjálpartækja- miðstöð Tryggingastofnunar ríkisins S október síðastliðnum gat Ríkis- endurskoðun út bækling með úttekt á Hjálpartækjamiðstöð Tryggingastofnunar ríkisins. Þar er ítarlega fjallað um starfsemi stofn- unarinnar og lagðar fram tillögur um það sem betur má fara í starfsemi hennar. Þá eru einnig tilgreind ýmis atriði í starfsemi HTM sem vel hafa tekist. Er það m. a. niðurstaða skýrsluhöfunda að þjónusta við not- endur hafi batnað mjög eftir stofnun hennar. Útvegun hjálpartækja hér á landi er á vegum þriggja stofnana, Hjálpar- tækjamiðstöðvar Tryggingastofnunar ríkisins, Heymar- og talmeinastöðvar íslands og Sjónstöðvar Islands. Þar sem starfsemi HTM skiptir marga lesendur miklu máli þykir rétt að gera grein fyrir helstu niðurstöðum úttekt- arinnar. Hjálpartækjamiðstöð Trygginga- stofnunar ríkisins (HTM) var stofnuð árið 1986. Meginástæða þess að henni var komið á fót var ört vaxandi kostnaður TR vegna hjálpartækja. Tilgangur miðstöðvarinnar hefur frá upphafi verið tvíþættur. Annars vegar að bæta þjónustu við notendur hjálp- artækja og hins vegar að stuðla að lækkun kostnaðar vegna hjálpar- tækja. Tilkoma miðstöðvarinnar varð til þess að koma betra skipulagi á þennan þátt almannatrygginga sem verið hafði laus í reipunum fram að því. Úttekt Ríkisendurskoðunar á Hjálp- artækjamiðstöð Tryggingastofnunar ríkisins er fyrsti hluti af stjórnsýslu- úttekt Ríkisendurskoðunar á málefn- um er heyra undir sjúkratrygginga- svið TR. Væntanlegar eru skýrslur um sjúkraþjálfun, sjúkradagpeninga, sjúkrakostnað erlendis og samninga Tryggingastofnunar við sérfræði- lækna. Samantekt og helstu niðurstöður Úttektin hafði þrjú meginmarkmið: I. Að rneta kostnaðarhagkvæmni og skilvirkni í rekstri HTM. II. Að meta þá þjónustu sem miðstöðin innir af hendi við við- skiptavini sína. III. Að leita leiða til að auka hag- kvæmni og skilvirkni starfseminnar og bæta þá þjónustu sem stofnunin veitir. Helstu niðurstöður úttektarinnar voru þessar: Aðgerðir til kostnaðarlcekkunar hafa skilað árangri Þær meginaðferðir sem HTM notar til að stuðla að kostnaðarhagkvæmni eru endurnýting hjálpartækja, útboð við kaup hjálpartækja og verðkann- anir. Af þeim upplýsingum sem Rík- Eins og málum er háttað nú heyrir afmarkaður hluti þjónustu við hreyfihamlaða undir félagsmálaráðuneytið. Útvegun hjálpartækja heyrir að öðru leyti undir heilbrigð- is- og tryggingamála- ráðuneytið. I sumum tilfellum hefur þessi tilhögun leitt til lausna sem eru ekki þær bestu fyrir notendur m.a. vegna mis- munandi greiðsluþátttöku rík- isins eftir því hver annast þjónustuna. Ríkisendurskoðun telur brýnt að kanna hvort ekki megi koma umsjón með þessum þáttum á eina hendi innan ríkisins í því skyni að gera stjórn þessa málaflokks heildstæðari. isendurskoðun hefur aflað sér er ljóst að þessar aðferðir hafa skilað tals- verðri lækkun kostnaðar. Þannig er greinilegt að þær aðgerðir miðstöðv- arinnar sem miða að spamaði við öflun aðfanga vegna úthlutunar hjálp- artækja hafa borið árangur. Avinn- ingur sem miðstöðin skilar í betra skipulagi á hjálpartækjamálaflokkn- um og bættri þjónustu við notendur kemur til viðbótar þessum beina fjárhagslega ávinningi. HTM hefur náð góðum árangri á sviði endurnýtingar HTM hefur náð góðum árangri á sviði endurnýtingar hjálpartækja. Hlutfallið er nú 60%. Þegar HTM var stofnuð árið 1986 var henni sett það markmið að ná sama endumýtingar- hlutfalli og best gerist í nágranna- löndunum. I lok níunda áratugarins var endumýtingarprósenta á milli 70 og 80% þar sem best lét í þessum löndum. Samkvæmt nýjustu tölum frá Noregi hefur markmið um endur- nýtingu verið lækkað vegna breyttra aðstæðna. Er nú miðað við að endur- nýting sé að lágmarki 45%. Að með- altali er endumýtingarprósenta í Nor- egi á milli 40 og 45%. Réttur til hjálpartœkja rœður kostnaði HTM hefur í raun ekki starfað inn- an ákveðins fjárhagsramma hvað varðar úthlutun hjálpartækja. Þannig hefur ekki verið lokað fyrir afgreiðslu hjálpartækja þegar upphaflegar fjár- veitingar ársins eru uppurnar. Vandi allra umsækjenda hefur verið leystur í samræmi við rétt samkvæmt reglum og hafa fengist aukafjárveitingar til að afgreiða umsóknir ársins þegar þörf hefur verið á. Þannig eru ekki myndaðir biðlistar þegar fjárheim- ildir hefur þrotið og ekki er reynt að leita ódýrari leiða þegar sýnt er að upphaflegar fjárveitingar eru á þrot- um. Skoðunarferli umsókna er ætlað að finna þær umsóknir sem ekki upp- fylla ákveðin skilyrði og að halda þannig niðri kostnaði. Breytingar á afgreiðsluferli umsókna Eitt af meginverkefnum HTM er að fara yfir umsóknir um hjálpartæki sem í flestum tilfellum eru byggðar á vinnu fagaðila. Hver umsókn er yfir- farin, forsendur og rökstuðningur metinn og jafnvel er gerð vettvangs- könnun til að ganga úr skugga um þörf fyrir hjálpartæki. Ríkisendur- skoðun telur að skoða þurfi hvort ekki ætti í auknum mæli að taka niðurstöðu fagaðila um val á hjálp- artæki gilda, enda er meginþorri umsókna um hjálpartæki samþykktur án breytinga. Með þessu móti yrði unnt að lækka kostnað vegna af- greiðslu umsókna. Til að þetta geti orðið að veruleika þarf að auka fræðslu og leiðbeiningar til fagaðila 16

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.