Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2002, Qupperneq 20

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2002, Qupperneq 20
Hús finnsku Parkinsonsamtakanna. Frá ársfundi N.P.R. í Turku Finnlandi í apríl 2001 Eins og allir aðrir fundir sem við sækjum til annarra landa, byrjaði þetta með löngu ferðalagi, í þetta sinn flugum við til Stokkhólms og þaðan áfram til Turku. Alltaf má sjá eitthvað spaugilegt á þessum ferðum og í þetta sinn var það að þeir voru ekki neitt sparir á fararskjóta handa okkur því ekki dugði minna en ein af 46 framleiddum Saab skrúfuþotum sem taka 58 farþega en við vorum samtals 8 með flugfreyjunni. Fulltrúi íslands ásamt undirrituðum var Hervör Hallbjömsdóttir. Er við komum á áfangastað var byrjað á því að vísa okkur til herbergja, ennfremur fengum við öll gögn sem fylgdu fundinum. Þá var farið með okkur í smá- kynnisferð um húsið sem er hið glæsilegasta í alla staði en það er mjög nýlegt og búið öllum þeim tækjum og tólum sem þarf. Hús þetta mun vera eign Parkinsonsamtakanna finnsku og félags heilaskaðaðra. Kynningu á húsinu og staðháttum öllum annaðist Sirppa Kinos frá finnsku samtökunum. Kl. 18:00 var boðið til kvöldverðar í mat- sal hússins. Við hittumst síðan öll í einni af setustofum hússins og þar fór fram kynn- ing á öllum fundarmönnum og eins konar samblöndun á fólki. Gengið var snemma til náða því erfiður dagur var framundan. Morguninn eftir var byrjað með því að velja fundarstjóra en það féll í hlut Bi Nybom. Fyrst tók til máls hjúkrunarfræð- ingur frá háskólasjúkrahúsinu í Helsingfors og fjallaði hún um heimsóknir sjúklinga á heilsugæslustöðvar m.a. kostnað sem virtist vera minna en 60 finnsk mörk (um 900 kr.) ef farið var á heilsugæslustöð en stundum 120 Fm ef talað var við lækni. Fyrst og fremst var um upplýsingamiðlun að ræða og var talið mjög mikilvægt að sjúklingar fengju sem gleggstar upplýsingar um væntanlega með- höndlun því þá yrði allt miklu jákvæðara. Upplýsingar um lyf og aðra sjúkdóma er kynnu að vera til staðar, meirihluti þessara upplýsinga kemur frá lækni viðkomandi og er um mjög nána samvinnu að ræða. 20

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.