Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2002, Síða 28

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2002, Síða 28
Iðjuþjálfun stór þáttur í endurhœfingu gigtarsjúklinga - Fræðsla um liðvernd mikilvæg Gigtarfélagið hefur rekið endurhæfingarstöð frá 4. júní 1984. Iðjuþjálfun er stór þáttur í endurhæfingu gigtarsjúklinga. Mikilvægt er að gigt- arsjúklingar læri að beita líkamanum rétt og fái viðeigandi leiðbeiningar og hjálpartæki ef þarf. Yfiriðjuþjálfi hjá Gigtarfélaginu heitir Anna Sveinbjömdóttir og hefur Anna mikla reynslu þar sem hún hef- ur starfað við iðjuþjálfun frá því endurhæfingarstöðin var opnuð og mun láta af störfun í byrjun árs. Anna segir frá í hverju iðjuþjálfun gigtar- sjúklinga er fólgin. „Við hjálpum fólki sem er orðið hreyfiskert að þjálfa upp liðina á ný og leiðbeinum hvernig það eigi að beita sér við dag- leg störf og vinnu. Fólk fær aukna fæmi í iðju því oft er fólk orðið mjög slæmt af gigt þegar það kemur til okkar í endurhæfingu. Einföldustu hlutir geta verið mjög erfiðir eins og að klæða sig. En ef fólki er kennd rétt vinnuaðferð þá verður allt auðveld- ara. Við kennum liðvernd og hvernig sjúklingar geta komið í veg fyrir frek- ari skaða á liðunum með réttri vinnu- tækni. Við gerum einnig heimilis - og vinnustaðaathuganir og hvort þörf sé á breytingum í vinnuumhverfi. Þannig skilar endurhæfingin bestum árangri“. Beiðni frá lœkni En sjúklingar geta ekki gengið inn og fengið tíma í endurhæfingu. Fyrst þarf gigtarsjúklingurinn að hitta lækninn sinn og hann metur hve þörfin er mikil. Síðan er skrifuð beiðni og hún send til Gigtar- félagsins. Einnig er metin þörfin fyrir hjálpartæki. Síðan kemur sjúkling- urinn yfirleitt tvisvar sinnum í viku í nokkurn tíma en sumir oftar. Frum- kvæðið um endurhæfingu verður að koma frá sjúklingnum sjálfum því hann einn veit allt um eigin líðan. Fáfrœðslu um liðvernd Slitgigt og liðagigt eru algengustu gigtarsjúkdómamir og segir Anna að konur séu þar í miklum meirihluta. Anna Sveinbjarnardóttir yfiriðjuþjálfi hjá Gigtarfélaginu Það er algengt viðhorf að fólk „sé bara með gigt“ og verði bara að lifa með henni. En nú er hægt að lina verkina með lyfjum og réttri með- höndlun. „Sjúklingar fá mikla fræðslu hér hjá okkur og það er eins og það skili sér frekar til fólks ef það fær fræðsluna hér á staðnum heldur en að sitja heima og lesa bæklinga um hvernig hægt sé að lina verkina. Það skiptir ntiklu máli að fólk komi hingað til okkar og fái þær leiðbein- ingar sem það þarf. Við notum vax- meðferð til að hita vöðvana svo hægt sé að liðka þá en í einstaka tilfellum þurfum við að nota kalda bakstra til að minnka bólgur í liðum sem eru mjög slæmir. Vaxmeðferðin er hita- meðferð fyrir hendur. A meðan sjúk- lingurinn er með hendurnar í heitu vaxbaði sem tekur um 20 mín. fræð- um við hann um liðvernd. Síðan gerir sjúklingurinn æfingar til að styrkja liðina. Sjúklingurinn fer í ákveðið æfingaprógram og er nauðsynlegt að gera æfingamar heima líka“, segir Anna. Anna segir að ekki sé nauðsynlegt að hlífa liðunum sem gigtin herjar á heldur þvert á móti að réttar æfingar geri gott. „Maður á að hreyfa liðinn að sársaukamörkum. Spelkurnar hjálpa til við að liðurinn hreyfist rétt og sé í réttri stöðu, þá finnur sjúkling- urinn síður til. Það er ekki hægt að losna við gigtina en nú eru komin á markað lyf sem lina verkina og með réttri hæfingu getur fólk lifað með gigtinni. Kuldi fer illa í gigtarsjúk- linga. Því er mikilvægt að klæða sig vel og hreyfa sig reglulega", segir Anna. Hún nefnir einnig að Gigt- arfélagið hafi gert samning við ferða- skrifstofu um afslátt til sólarlanda. Gigtin segir fljótt til sín En hvernig áttar fólk sig á því að það sé komið með gigt? Anna segir að gigtin geri fljótt vart við sig. Fólk fær verki og óþægindi og bólguhnúta. Gigtin getur verið mallandi í langan Komum sjúklinga í iðjuþjálfun hefur fjölgað mikið. 28

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.