Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2002, Qupperneq 29
Styrkir
Námssjóður Sigríðar
Jónsdóttur
Umsókn um styrki
Stjórn Námssjóðs Sigríðar Jónsdóttur auglýsir
hér með eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum.
Styrkir eru veittir til öiyrkja til hagnýts náms,
bóklegs eða verklegs, svo og til náms í hvers
konar listgreinum.
Einnig er heimilt að styrkja þá sem vilja hæfa sig
til starfa í þágu þroskaheftra.
Umsóknum skal skilað til Öryrkjabandalags
íslands, Hátúni 10, 105 Reykjavík, fýrir 8.
maí nk.
Styrkumsóknir má einnig senda í myndsíma 530
6701 eða netfang obi@obi.is.
Allar nánari upplýsingar gefur formaður
sjóðsstjórnar, Hafliði Hjartarson, í vinnusíma
562 1620 eða Guðríður Ólafsdóttir í vinnusíma
530 6700.
Styrkjum verður úthlutað í júníbyrjun.
Stjórn Námssjóðs
Sigríðar Jónsdóttur.
Vaxpotturinn sem er mikið notað-
ur til að hita og mýkja liðina.
tíma og þá hendir það að fólk komi of
seint í endurhæfingu.
Síðan eru líka dæmi þess að gigtin
hellist yfir fólk og þá getur það ekki
hreyft sig fyrir kvölum. Anna segir
dæmi þess að konur hafi komið til sín
svo að segja beint af fæðingar-
deildinni. A meðan á meðgöngu
stendur og við fæðingu þá losnar
ákveðið hormón sem kemur gigtinni
af stað.
Anna segir mikilvægt að viðhorf til
gigtarsjúkdóma breytist og gigtar-
sjúklingum verði sýndur meiri skiln-
ingur en hingað til. Þetta er ekki „bara
gigt“ heldur alvarlegur sjúkdómur
sem herjar á fleiri en margan grunar.
Þess vegna er nauðsynlegt að benda
fólki á mikilvægi endurhæfingar og
fræðslu um liðvemd.
Eftir að gigtarsjúklingar hafa fengið
endurhæfingu er mikilvægt að þeir
fari eftir leiðbeiningum sem þeir fá til
að geta haldið áfram að fást við dag-
leg störf.
I leiðbeiningum frá iðjuþjálfum
Gigtarfélagsins stendur að sjúkling-
urinn verði að:
-skipuleggja tíma sinn
-nota liðina í miðstöðu og nota stór
gnp
-forðast að lyfta þungu og læra að
lyfta rétt
-nota frekar stóra liði en litla
-forðast stöðuvinnu
-kunna réttar hvfldarstöður
-viðhalda/auka hreyfigetu og vöðva-
styrk
-nota viðeigandi hjálpartæki
-nota spelkur eftir þörfum
K.Þ.
Hlerað í hornum
Maður einn var að dást að hreina loft-
inu í sveitinni við lækni einn sem var
borgarbam. “Það er nú annað en
rykið og svælan hér”, sagði hann.
Læknirinn sagði: “Góða loftið í
sveitunum stafar nú bara af því að þar
eru aldrei opnaðir gluggar, svo
óloftið kemst ekki út úr húsunum”.
Prestur einn var vanur að halda mjög
langar og leiðinlegar stólræður. Eitt
sinn talaði hann svo lengi að djákninn
einn sat eftir. Loks leiddist honum
líka, lagði kirkjulykilinn á prédikun-
arstólinn og hvíslaði: “Viljið þér ekki
loka kirkjunni þegar þér farið, því nú
fer ég”
***
Afinn, Óskar Björnsson segir frá:
Sonarsonur okkar sem er rúmlega
tveggja og hálfs árs kom til okkar
kvöld eitt og settist inn í stofu.
Skyndilega spurði hann mig hvort ég
vildi sjá “meiddið” á öðrum fætinum.
Ég jánkaði og bretti hann þá upp
annarri skálminni og var plástur þar
undir. Þá segi ég við hann: “Já, ég sé
“meiddið”. Þá segir sá stutti: “Nei,
afi, þú sérð ekki “meiddið”, því það
er undir plástrinum”.
Auglýsing í útvarpinu: Fundur í
Skotveiðifélaginu í kvöld. Félagar.
Hittið vini ykkar.
***
Öldruð kona kom til læknisins síns
og hann hafði á orði að langt væri um
liðið frá því hún hefði komið til sín.
Þeirri öldruðu brá við og sagði: “Ja,
þér verðið margfaldlega að afsaka
mig, herra læknir, en það er bara svo
langt síðan ég hefi verið veik”.
TlMARIT öryrkjabandalagsins
29