Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2002, Page 30
Frá Hringsjá starfsþjálfun fatlaðra.
Þarf að gera
endurhæfingu
starfsmiðaðri
legi þátturinn og lífsfyllingin ættu ávallt að
vera í fyrirrúmi.
Sigurður Thorlacius, tryggingayfirlæknir
sagði frá stöðu starfsendurhæfingar og hverjar
helstu orsakir örorku væru á Islandi, en það eru
geðraskanir og stoðkerfisvandi. Þá leiddi hann
mál sitt að félagslega þættinum og sagði að
menntunarstig væri lægra hjá öryrkjum og at-
vinnuleysi mikið. Um fimmtungur þessa hóps
þarf að leita aðstoðar vegna framfærslu.
Sigurður benti á að endurhæfing væri for-
varnarstarf sem kæmi við heilsufars- og félags-
lega þætti. Hann nefndi síðan nokkra staði þar
sem endurhæfing færi fram eins og Reykja-
lund, Hringsjá, Janus endurhæfingu og opin-
bera skólakerfið. Hann lagði mikla áherslu á að
það vantaði heildarskipulag og samhæfingu í
endurhæfingarmálum og nú væri tækifærið til
að stilla saman strengi.
unnar Kr. Guðmundsson, endurhæfingar-
læknir, gerði úttekt á starfsendurhæfingu
sem er á vegum Tryggingastofnunar. Hann setti
upp skýra mynd af því hvemig kerfið er; ör-
yrkinn og vernduðu vinnustaðimir - sá fríski
og atvinnumiðlanir og bandstrikið þarna á milli
væri íslenska menntakerfið. Þegar fólki hrakar
er ekkert framundan nema að fara á örorku-
bætur. Kerfin ýta einstaklingnum á milli sín
eða eins og Gunnar orðaði það „enginn vill
taka króann að sér “! Eðlilega fer lundarfarið
að sveiflast og viðkomandi leitar til læknis og
sjúkdómurinn er greindur. Vandinn er þá orð-
inn meiri en hann þyrfti að vera. En eins og
Gunnar benti á eru þetta eðlileg viðbrögð við
óeðlilegu kerfi. I staðinn væri hægt að koma
einstaklingnum strax til hjálpar og koma hon-
um í farveg sem stefnir á uppbyggingu farsæls
lífs. Enginn óskar þess að fara á örorkubætur.
Þegar fólk er einu sinni komið á bætur þorir
það ekki út á vinnumarkaðinn.
Kerfin verða að vinna saman, sagði Gunnar,
en ekki sitt í hvoru lagi. Það á að meta einstak-
linginn, hvetja hann og styðja.
Gunnar vill sjá betra kerfi þar sem hæfing
getur hafist fyrr og hægt er að brúa bilið milli
þessara kerfa.
Þegar lögð er fram beiðni um endurhæfingu
tekur við langt og flókið ferli á milli lækna og
sérfræðinga. Þegar því er lokið taka endur-
hæfingarstöðvarnar við eins og Reykjalundur,
Hringsjá, Atvinnumiðlun fatlaðra eða Janus
endurhæfing.
Gerð var könnun á meðal öryrkja um endur-
hæfingu og 40 % aðspurðra vissu ekki hvað var
í boði. En 80% þeirra sem sóttu þessar endur-
hæfingarstöðvar og skóla voru mjög ánægðir
með starfsemina. Gunnar tók sérstaklega fram
að einstæðar nræður á örorkubótum þyrftu sér-
staklega á hvatningu að halda.
Næstur tók til máls Sven-Olof Krafft, endur-
hæfingarlæknir og yfirlæknir Trygginga-
Málþing um starfsendurhæfingu var
haldið á Grand Hótel Reykjavík
þann 13. nóvember. Að málþing-
inu stóðu Alþýðusamband ís-
lands, Landssamtök lífeyrissjóða, Samstarfsráð
um endurhæfingu, Samtök atvinnulífsins,
Tryggingastofnun ríkisins og Vinnumála-
stofnun.
A málþinginu var rætt um gildi starfs-
endurhæfingar og hvemig hægt er að gera hana
markvissari hér á landi.
Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og trygging-
aráðherra setti þingið og fagnaði umræðu um
endurhæfingu. Hann benti á að Tryggingastofn-
un hafi gert þjónustusamninga við fimm fyr-
irtæki á sviði endurhæfingar. Jón sagði að mark-
mið endurhæfingar væri að gera einstaklinga
færa um að framfleyta sér og sínum eftir að
hæfingu væri lokið. Ráðherra sagði að það væri
einnig ánægjulegt að lífeyrissjóðirnir væru
farnir að taka á þessum málum og benti á það
sem nú þegar væri búið að koma á laggirnar
eins og vinnusamninga við öryrkja. Hann
minnti á að allir ættu rétt á að fá starf við hæfi
til að efla sjálfstraust, kjark og þor og að mann-
30