Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2002, Síða 33
Upplýsingar frá Hjálpartækjamið-
stöð Tryggingastofnunar ríkisins
Hjálpartækjamiðstöð
Tryggingastofnunar (TR)
annast stærstan hluta
stuðnings hins opinbera
við öflun hjálpartækja. Þjónusta
hjálpartækjamiðstöðvar TR nær til
þeirra einstaklinga sem búa heima,
eru sjúkratryggðir á Islandi og þurfa
hjálpartæki til langs tíma. Sjúkrahús
og stofnanir sjá vistmönnum sínum
fyrir öllum hjálpartækjum að undan-
skildum hjólastólum sem hjálpar-
tækjamiðstöð TR veitir. Heyrnar- og
talmeinastöð Islands annast af-
greiðslu á hjálpartækjum fyrir
heyrnarskerta og Sjónstöð Islands
vegna sjónskerðingar. Svæðisskrif-
stofur málefna fatlaðra annast skv.
lögum um málefni fatlaðra af-
greiðslu styrkja vegna hjálpartækja
til atvinnu eftir 18 ára aldur og vegna
náms eftir 16 ára aldur. Grunnskólar
sjá um hjálpartæki sem nemendur
þurfa í grunnskólum.
Umsóknum um hjálpartæki til
hjálpartækjamiðstöðvar TR hefur
fjölgað mikið síðastliðin ár. Þessa
aukningu má rekja til ýmissa þátta,
svo sem að öldruðum fer fjölgandi,
almennt er meira um að sjúkir og
fatlaðir búi í heimahúsum, sjúklingar
eru útskrifaðir fyrr af sjúkrahúsum,
sambýlum fyrir fatlaða hefur fjölgað
svo og er fólk betur upplýst um rétt
sinn. Einnig gerir ný tækni fólki
kleift að búa heima sem ekki var
mögulegt fyrir nokkrum árum.
Tækni- og
upplýsingaöld
Við búum á tækni- og upplýsinga-
öld og aukin krafa er gerð til tækja
og upplýsingamiðlunar. Hjálpar-
tækjamiðstöð er falið að tryggja hag-
stæð innkaup með útboðum á
hjálpartækjum og þar hefur verið
haft til hliðsjónar hvemig nágranna-
þjóðir okkar hafa unnið að þessunt
málum. Auknar öryggis- og gæða-
kröfur em gerðar til hjálpartækja og
tekur hjálpartækjamiðstöðin mið af
þeim evrópsku og alþjóðlegu kröf-
um og stöðlum sem settir hafa verið.
Til að koma upplýsingum á fram-
færi gefur TR út bæklinga, m.a. um
BJÖRK PÁLSDÓTTIR
hjálpartæki, jafnframt því sem ýmsar
upplýsingar eru á heimasíðu stofn-
unarinnar www.tr.is. Þar er að finna
upplýsingar um hjálpartækjamiðstöð
og er notendum sérstaklega bent á að
þar má sjá reglur stofnunarinnar um
hjálpartæki. Einnig koma þar fram
tengingar við hjálpartækjastofnanir
annars staðar á Norðurlöndum og er
margt fróðlegt að sjá á heimasíðum
þeirra. Að auki gefur hjálpartækja-
miðstöðin út upplýsingahefti þar
sem sjá má hvaða hjálpartæki hefur
verið samið um í útboðssamningum
svo og hverjir eru seljendur tækj-
anna. Þessum heftum hefur verið
dreift til starfsfólks heilsugæslu-
stöðva, endurhæfingarstofnana, end-
urhæfingardeilda, samningsaðila svo
og einstakra notendafélaga eins og
við á hverju sinni.
Á síðastliðnum vetri bauð hjálpar-
tækjamiðstöðin stjórn SEM sam-
takanna og stjórn Sjálfsbjargar, land-
sambands fatlaðra, á fund til upp-
lýsingamiðlunar og umræðna um
hjálpartæki. Gert er ráð fyrir fram-
haldi á slíkum fundum og með fleiri
félögum. Einnig höfum við að beiðni
ýmissa félaga fatlaðra komið á fundi
þeirra og rætt um hjálpartæki, kynnt
reglur TR um hjálpartæki og starf-
semi hjálpartækjamiðstöðvarinnar.
Fyrirtækjum sem selja hjálpartæki
hefur fjölgað mjög á undanfömum
árum og er aðgengi að hvers konar
upplýsingum um hjálpartæki mun
meira nú en fyrir fimm til tíu árum
og er það vel. Nokkur þeirra eru með
heimasíðu með ýmsum upplýsingum
um vörur og þjónustu. Að frum-
kvæði samtaka fatlaðra var haldin
hjálpartækjasýning í febrúar 2000 í
Perlunni og var hjálpartækjamiðstöð
TR einn af undirbúningsaðilum
hennar. Tókst vel til og er vonandi að
framhald verði á slíku sýningarhaldi.
Nýtt tölvukerfi
hjálpartækjamiðstöðvarinnar
Hjálpartækjamiðstöðin tók í
notkun nýtt tölvukerfi sl. sumar sem
mun stuðla að enn betri þjónustu
miðstöðvarinnar. Með nýju tölvu-
kerfi verður nú m.a. tryggt að um-
sækjandi sjálfur fái alltaf sent svar-
bréf við umsóknum um hjálpartæki,
en áður var svarbréf TR oftast sent
beint til viðkomandi söluaðila sem
liður í pöntun á hjálpartækinu. Að
auki fær nú sá heilbrigðisstarfs-
maður, sem hefur verið umsækjanda
til aðstoðar við umsókn, afrit af svar-
bréfi svo og söluaðili þegar það á
við. Gert er ráð fyrir að fínpússun og
aðlögun kerfisins fari fram næsta
misserið. Þá er von á nýju um-
sóknareyðublaði vegna þessa nýja
kerfis og mun það verða á heimasíðu
TR ásamt öðrum eyðublöðum.
Nýir samningar
um þvagleggi
TR hefur samið við fimm fyrirtæki
um kaup á þvagleggjum og þvag-
pokum frá og með 1. júlí sl. fyrir
skjólstæðinga stofnunarinnar. Fyrir-
tækin eru A. Karlsson hf., Austur-
bakki hf., Eirberg ehf., Ismed ehf. og
Rekstrarvörur hf. og munu þau sjá
um afgreiðslu á umræddum vörum
til skjólstæðinga TR.
Starfsfólk hjálpartækjamiðstöðv-
arinnar veitir leiðbeiningar og upp-
lýsingar um hjálpartæki og rétt til
þeirra og hvetur fólk til að hafa sam-
band við miðstöðina ef með þarf.
Björk Pálsdóttir, iðjuþjálfi,
forstöðumaður
hjálpartækjamiðstöðvar TR
TÍMARIT ÖRYRKJABANDALAGSINS
33