Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2002, Síða 37

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2002, Síða 37
LESBLINDA Allir fyrirlesararnir. nemenda væru sífellt í umræðu og þróun. Einnig væri nauðsynlegt að stúdentar og starfsfólk Háskóla Islands vissu hvaða úrræði væru fyrir hendi. Hjalti taldi að kennslu- málanefnd þyrfti að huga að hvort hugsanlega gæti fordóma meðal ken- nara og hvernig hægt væri að þróa þjónustu þeirra við nemendur. I umræðunum á eftir var Hjalti spurður hvort H.I óttaðist ekki sam- keppni því Háskólinn í Reykjavík veitti nemendum góða ef ekki betri þjónustu. Hann svaraði því neitandi og sagði að ekki væri hægt að bera þessar tvær stofnanir saman. H.í tæki alveg þátt í framþróun og þótt það væri á hraða snigilsins þá kæmust menn hægt en örugglega að settu marki. Stafsetningarörðugleikar geta stafað af lesblindu Rannveig G. Lund, forstöðumaður Lestrarmiðstöðvar Kennaraháskól- ans, kynnti Lestrarmiðstöðina en það er deild innan Kennaraháskóla Islands sem var stofnuð árið 1992 fyrir tilstilli framhaldsskólanna. Lestrarmiðstöðin hefur séð um að hanna og staðla greiningartæki sem greina fólk með lesblindu en einnig sér miðstöðin um námskeið fyrir kennara og sérkennara og miðlar þannig upplýsingum um lesblindu og úrræði við henni. Rannveig sagði að allir nemendur sem koma í Lestrarmiðstöðina fái greiningu og benti hún á að stafsetningarörðug- leikar gætu líka flokkast undir les- blindu. En hennar reynsla af les- blindum nemendum væri að þeir hefðu slaka vitund um notkun tungumálsins. Fjörtíu og einn nemandi hefur komið í greiningu frá H.í. Rannveig sagði að rnikill skort- ur væri á greiningartækjum og úr því þyrfti að bæta. Sömu réttindi og fatlaðir Steingrímur Ari Arason, frarn- kvæmdastjóri Lánasjóðs íslenskra námsmanna sagði að í lögum LIN væri ákvæði sem tryggði stúdentum með lesblindu söniu sérréttindi og Jónína Kárdal fatlaðir stúdentar njóta. Stúdentar eru hvattir til þess að kynna sér lögin. Hann sagði að lesblindir væru skilgreindir sérstaklega og þyrfti að skila inn greiningu frá ráðgjafa en ekki lækni. Honum fannst slæmt að ekkert viðmið væri til staðar við greiningu og því hætta á misnotkun. Steingrími finnst nauðsynlegt að fá áreiðanlegri greiningu og vill fá nk. prósentuskiptingu á lesblindu líkt og öryrkjar fá, þ.e. hvort nemendur séu 50 % eða 75% lesblindir. Hann sagði að brýnt væri að greiningartæki yrði hannað sem aðskilur fólk með les- blindu á háu stigi og þyrfti nauðsyn- lega stuðning, frá fólki sem hefði lesblindu á lágu stigi. Um þessi ummæli sköpuðust miklar umræður og sýndist sitt hverjum. Að sigrast á vandanum Síðasti ræðumaðurinn var Marta Birgisdóttir, mastersnemi í landa- fræði við H.I. en hún greindist með lesblindu á fyrsta ári sínu í há- skólanum. Hún vakti athygli á að ekki væri hægt að setja alla lesblinda nemendur undir einn hatt því það sem hentar einum hentar ekki endi- lega öðrum. Marta rakti sögu sína frá því að hún var á fyrsta ári í mennta- skóla og minntist allra stundanna þegar einkunnir voru afhentar og hún reyndist ávallt með lægstu einkunn í vinahópnum þrátt fyrir að hafa unnið hörðum höndum fyrir prófin. Hún fór að efast um eigið ágæti og ætlaði vart að þora að hefja nám við háskólann. Marta fór á menntaskólaárunum í „lesblindupróf“ hjá nemanda í Kennaraháskólanum sem tjáði henni eftir að niðurstöður voru ljósar að sennilega væri hún lesblind og þar við sat. En það breyttist margt hjá Mörtu eftir að hún kom í háskólann því að þar fékk hún alla þá aðstoð sem námsráðgjafar geta veitt og kunni hún þeim nriklar þakkir fyrir. Hún fékk hljóðsnældur, lengri próf- tíma og prófblöð með stærra letri. Einnig fannst Mörtu gott að hafa lestrarfélaga. Hún tók þrjú námskeið á önn í stað fimm og hækkaði meðaleinkunn hennar eftir þessar aðgerðir úr 5,5 í 8,5. Eftir rnikla elju og baráttu tókst Mörtu að sigrast á vandamálum sínum og er gaman að nefna að Marta ásamt tveimur öðrum lesblindum nemum stofnuðu félag dyslexíu nema við H.I og fengu þær góð viðbrögð við því félagi. En eftir að Marta lauk hefðbundnu há- skólanámi lognaðist félagið út af og væri það verðugt verkefni að endur- vekja þetta félag. Að lokurn lagði Marta áherslu á að ef grunur vaknaði um að fólk hefði lesblindu að þá ætti það að leita hjálpar og viðurkenna fyrir sjálfu sér að það þyrfti að leggja meira á sig í námi. K.Þ. TÍMARIT ÖRYRKJABANDALAGSINS 37

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.