Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2002, Side 42

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2002, Side 42
Hafþór Ragnarsson Mikil þörf á þjónustu fyrir lesblinda viðtal við Hafþór Ragnarsson, deildarstjóra námsbókadeildar Blindrabókasafnsins Fyrir bókaorma er fátt skemmtilegra en að komast á gott bókasafn, fá að gleyma stað og stund og reka nefið ofan í hverja bók- ina af annarri. Maður er umvafinn heims- bókmenntum, skáldskap af öllum gerðum og fræðum frá öllum heimshomum. Blindrabókasafn Islands við Digranesveg 5 í Kópavogi er ekki ólíkt öðrum bókasöfnum að öðru leyti en því að það hefur einungis að geyma bækur fyrir blinda og sjónskerta. I hillum safnsins eru bækur á hljóð- snældum - hljóðbœkur eins og þær eru kallaðar. Einnig er þar að finna bækur með blindraletri. A Blindrabókasafninu geta námsmenn fengið lánaðar kennslubækur á blindraletri og á hljóðsnældum. Einnig er þar að finna geisladiska sem eru hljóð- bækur sem hægt er að lesa með sérstökum geisla- spilurum eða Windows forritum. Hafþór Ragnarsson er deildarstjóri náms- bókadeildar Blindrabókasafnsins og fræddi hann mig um bókasafnið og þá þjónustu sem þar er veitt. Þjónusta fyrir framhaldsskólanema Blindrabókasafnið hefur að geyma flest það sama og önnur bókasöfn en hvað námsbækur varðar er mest áhersla lögð á námsefni framhaldsskólanema. Grunnskólanemar leita einnig mikið til bókasafns- ins en Námsgagnastofnun sinnir þeim aldurshóp og tekst yfirleitt að veita þessum hópurn þá þjónustu sem á þarf að halda. Lesblindir hafa í æ ríkari mæli bæst í hóp þeirra sem nýta sér þjónustu bókasafnsins og koma þeir úr röðum grunn- og framhaldsskólanema og segir Hafþór að fyrirspumum vegna lesblindra barna, eða bama sem eiga við lestrarörðugleika að stríða, hafi fjölgað mikið. „Foreldrar hringja mikið hingað og erum við oft að gefa ráð í gegnum síma og benda fólki á hvert það geti leitað því grunnskóla- nemar geta einungis fengið hér sögubækur en ekki námsbækur. Við erum oft í hlutverki sálusorgara og er greinilegt að þörfin á þjónustu fyrir þennan hóp er mikil. Við reynum að sinna öllum eftir bestu getu en við verðum að forgangsraða verkefnum og er það oft mjög erfitt “, segir Hafþór. Einn er sá hópur sem erfiðast er að veita góða þjónustu en það eru háskólanemar. „Það er mjög tímafrekt að lesa inn á band stórar og þykkar náms- bækur sem háskólanemar nota. Námsefnið breytist líka frá ári til árs og er þetta ógerlegt eins og staðan er núna. Það getur tekið langan tíma að panta bæk- ur að utan. Þess vegna er nauðsynlegt að kennarar ákveði námsefni næstu annar með nokkurra mán- aða fyrirvara til að hægt sé að útvega allar bækur áður en önnin hefst. Háskólanemar fá bókalistann sinn yfirleitt í sömu viku og skólinn hefst og því greinilegt að tíminn er naumur. Þetta ástand er því óviðunandi. Verið er að þróa nýtt hljóðbókakerfi sem Hafþór vonar að alþjóðleg sátt náist um. Það eru geisla- diskar sem hægt er að umgangast eins og prentaða bók. DAISY- formið I síðasta Fréttabréfi Öryrkjabandalagsins var ítar- lega fjallað um Daisy-kerfið eða Daisy-bækur og nefndir kostir og gallar þess kerfis. Daisy-bækur eru geisladiskar sem settir eru í sérstakan geisla- spilara eða tölvu og þarf að hafa ákveðið forrit til að geta spilað diskinn. Forritið er hægt að sækja út frá tilvísun á heimasíðu Blindrabókasafnsins: www.bbi.is. Einnig dreifir Blindrabókasafnið for- ritinu ókeypis á geisladiski. í maí 2001 gerði Blindrabókasafnið samning í kjölfar verkefnisstyrks við menntamálaráðuneytið um þróun þessa verkefnis hér á landi. Nú þegar er byrjað að lána út hljóðbækur á Daisy-formi í til- raunaskyni. Lausnin í augsýn Daisy-bækur gætu orðið lausnin á vanda sem þarf tilfinnanlega að leysa. En þessi hópur fólks sem ræddur er hér hefur ýmsa aðra möguleika til að gera lesinn texta aðgengilegri. Má nefna að text- ar eru oft skimaðir inn á tölvu, á þá er hægt að lesa textann með hjálp talgervils en það er aðeins einn slíkur í Þjóðarbókhlöðunni. Tæknin ætti að geta gert prentaðan texta aðgengilegri og vonandi sjá lesblindir fram á bjartari daga. Daisy-verkefnið er þarft verkefni og þarf nauðsynlega að höggva á þennan hnút sem er á málum fólks með lestrar- örðugleika ekki síst vegna ákvæða um jafnan rétt allra til náms. K.Þ. 42

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.