Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2002, Page 43

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2002, Page 43
NNDR Nordic Network on Disability Research Norræn ráðstefna um fötlunarrannsóknir 22.-24. ágúst, 2002 Grand Hótel Reykjavík NNDR Ráðstefnan er haldin á vegum NNDR, Nordic Network on Disability Research, sem eru samtök norrænna félagsvísindamanna sem vinna að fötlunarrannsóknum. NNDR eru ung samtök sem halda árlegar ráðstefnur til skiptis á Norðurlöndunum. Þetta er í fyrsta sinn sem ráðstefna samtakanna er haldin hér á landi og því einstakt tækifæri fyrir íslendinga að kynnast því helsta sem er að gerast í fötlunarrannsóknum á Norðurlöndunum. Fyrir hverja er ráðstefnan? Ráðstefnan á erindi til allra sem hafa áhuga á framþróun á sviði fötlunar og tengjast fötlun í lífi sínu og starfi. Það er von íslensku ráð- stefnustjómarinnar að ráðstefnan verði mikilvægt innlegg í umræðu um líf og aðstæður fatlaðra og hvetji til frekari rannsókna á því sviði hér á landi. íslensku ráðstefnustjómina skipa fræðimenn frá Háskóla íslands, Kennaraháskóla íslands, Háskólanum á Akureyri og fulltrúum frá samtökum fatlaðra: Landssamtökunum Þorskahjálp og Öryrkjabandalagi íslands. Tungumál ráðstefnunnar er enska Merktu við í dagbókinni þinni - ekki missa af þessari mikilvægu ráðstefnu Aðalfyrirlesarar eru leiðandi fræðimenn frá Norðurlöndum og Bretlandi. Fólk sem hyggst kynna rannsóknir sínar á ráðstefnunni þarf að senda inn ágrip (abstract) fyrir 1. apríl. Eyðublað er á heimasíðu ráð- stefnunnar. Heimasíða ráðstefnunnar er: http: / /www.nndr.dk/iceland2002 Þar má fá allar frekari upplýsingar um skráningu, dagskrá, aðalfyrir- lesara, eyðublað fyrir ágrip og fleira. TÍMARIT ÖRYRKJABANDALAGSINS 43

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.