Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.04.2020, Blaðsíða 33

Víkurfréttir - 30.04.2020, Blaðsíða 33
Hjónin Þorsteinn Bjarnason og Kristjana Héðinsdóttir sinna matargleði með nágrönnum sínum. Senda hvort öðru kvölmatinn á staur á milli heimilanna. var planað og eitthvað meira. Það kemur annað ár eftir þetta til ferða- laga erlendis. Best að vera laus við vinnuferðir erlendis. – Hvernig hefur tilveran verið hjá þér undanfarnar vikur, hefur margt breyst? Þetta er margt skrýtið. Vinnulega séð þá hefur verið unnið 50/50 heima og að heiman. Kristjana mín hefur alfarið unnið heima og erum við í sitt hvorum enda hússins við störf – en eins og hjá öðrum þá saknar maður tímans með fjölskyldunni þar sem Bjarni og Ingibjörg okkar starfa bæði í heilbrigðisgeiranum. – Finnst þér fólk almennt virða reglur tengdar samkomubanni? Það sýnist mér að mestu þó ein- hverjar undantekningar megi finna hist og her. Þessi staur okkar er ein birtingarmyndin þar sem ég og nágrannakonan erum vinnufélagar en erum á sitt hvorri vaktinni . – Hvaða lærdóm getum við dregið af heimsfaraldrinum? Ég held að þetta sýni að það er ekk- ert sjálfsagt í tilverunni og enn á ný sést hvað við Íslendingar erum heppnir að vera staddir hérna út í miðju Atlantshafinu þegar eitthvað bjátar á í veröldinni. Svo sýnir þetta hvað það er mikilvægt að rækta nærumhverfi sitt, fjölskyldu og vini. – Hvaða aðferðir ertu að nýta til að eiga í samskiptum við fólk? Það er Messenger við fjölskylduna og Teams í vinnunni fyrir utan símann. Það verður fróðlegt að vita hvernig þessi tækni öll verður notuð þegar þetta ástand verður yfirstaðið. – Ef þú fengir bara að hringja eitt símtal í dag, hver fengi það símtal og hvers vegna? Ætli það væri ekki í mömmu og pabba í draumalandinu en tæknin er víst ekki orðin nógu góð í það. – Ertu liðtækur í eldhúsinu? Já, já. Ef mér er sagt til og stjórnað. Er nokkuð brattur á grillinu og Big Easy. – Hvað finnst þér skemmtileg- ast að elda? Allar gerðir af kjötmeti og ýmsu meðlæti á grillinu. Nokkuð góður með kalkúninn. – Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Rib-Eye, Medium Rare, bökuð kart- afla, grillaður, nýr aspas og Bearnaise. – Hvað geturðu ekki hugsað þér að borða? Lognuð svið en það er herramanns- matur nágrannanna (húsfrúin að vestan). – Hvað var bakað síðast á þínu heimili? Það var líklega bananabrauð, einkar ljúffengt. – Ef þú fengir 2000 krónur, hvað myndir þú kaupa í matinn? Maður kaupir líklega ekki naut. Lík- lega plokkfisk með osti og Bearnaise. – Hvaða spurningu hefðir þú viljað fá að svara í þessu við- tali? Hver er spurningin og svarið við henni? – Fer Keflavík upp í úrvalsdeildina í ár? Já. Fimmtudagur 30. apríl 2020 // 18. tbl. // 41. árg. VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár // 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.