Víkurfréttir - 30.04.2020, Blaðsíða 57
– Hver eru þín áhugamál og
hefur ástandið haft áhrif á þau?
Tónlist er sennilega stærsta áhuga-
málið. Ég var að syngja með blús-
og soul-hljómsveit í nokkur ár
en svo hefur það minnkað með
árunum. Það er miklu minna
að gera í því en var. Við Tonya
semjum tónlist, hún spilar á gítar
og syngur. Ég kann kannski tvo eða
þrjá hljóma sjálfur en er ekki góður
– en nógu góður til að sjóða saman
lag með capo-klemmu. Við fórum
oft á „Open Mic“, eða djamm-„ses-
sions“ hingað og þangað, þannig
að öllu svoleiðis hefur verið frestað
svo að við spilum nokkur lög á
kvöldin eftir að stelpurnar fara í
rúmið. Eldamennska er sennilega
númer tvö, mér þykir mjög gaman
að elda og ég tel mig vera með það
í sálinni.
– Áttu þér uppáhaldsstað á
Íslandi og hver er ástæðan?
Bakkasel í Grafningnum. Við
fórum þangað á hverju ári sem
börn með afa mínum og ömmu í
föðurætt, Hermanni Eiríksyni og
Ingu Sigmundsdóttur. Svo kom
öll fjölskyldan saman í viku. Þessi
staður er paradís á jörð, jafnt
Bakkaseli er Akureyri. Árnína,
amma mín, var þaðan og langafi
minn, Jón Þórðarson, bjó þar og
ég var þar sem barn á sumrin.
Á yndislegar minningar af því og
svo náttúrlega Vaglaskógur. Annars
er landið magnað í alla staði.
– Hvað stefnirðu á að gera í
sumar?
Ef ferðabanni verður aflétt þá er
ég í flughermi 15. maí, sem er bara
árlega þjálfunin, svo er vinnumán-
Fimmtudagur 30. apríl 2020 // 18. tbl. // 41. árg.
VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár // 57