Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.04.2020, Blaðsíða 74

Víkurfréttir - 30.04.2020, Blaðsíða 74
Una Ósk er listamaður en segist í samtali við Víkurfréttir einnig hafa dútlað við myndbandagerð og hlaðvarp eða podcast eins og það heitir upp á enskuna. Á síðasta ári vann Una Ósk einnig að fram- leiðslu á hljómdiski sem Aníta dóttir hennar, sem er söngkona og lagahöfundur, gaf út. Þá segist Una Ósk einnig vilja stuðla að jákvæðu hugarfari. – Hvernig stóð á því að þú fluttir til útlanda? „Það byrjaði allt þegar ég var sjö ára gömul. Þá missti ég móðir mína úr brjóstakrabba og ég kunni ekki að takast á við sorgina. Seinna, árið 2006, missti ég bróður minn í eldsvoða í Grindavík og svo tveimur árum seinna dó faðir minn úr hjartaáfalli. Ég átti erfitt með að halda áfram en ég varð að gera það vegna dætra minna svo það mín ákvörðun var að færa meira ljós inn í líf okkar.“ Una fór fyrst í ferðalag til Evrópu árið 2010 en segir að hún hafi ekki litið tímana eftir fjármálakrepp- una björtum augum. Ástralía varð fyrir valinu og í september á þessu ári verða komin tíu ár frá því þær mæðgur lentu í Ástralíu. – Var erfið ákvörðun að söðla um og flytja í annað land? „Nei, ég þurfti nýtt upphaf og ef ég varð að gera það, af hverju ekki fara alla leið og flytja til staðar þar sem sól og sumar er allt árið í kring? Sumir höfðu sagt að við myndum koma fljótt aftur og að Ísland væri eini öruggi staður til að búa á. Neikvæðnin hjálpaði ekki en ég gat ekki látið það stoppa mig í að byrja uppá nýtt. Ég varð að bjarga sjálfri mér frá drukknun, ef svo má segja.“ – Saknarðu einhvers frá Íslandi? „Nei, núna í dag með Facebook og Messenger get ég auðveldlega hringt og spjallað við mína nán- ustu fjölskyldu og vini. Fjölskyldan sem hélt mér á Íslandi er farin. Þau liggja í kirkjugarði Hafnar- fjarðar og fyrir mér skiptir ekki máli hvar ég er í heiminum, þau eru ávallt með mér.“ Una Ósk Kristinsdóttir hefur búið í áratug í Ástralíu og er að njóta lífsins þar ásamt þremur dætrum sínum en hún ákvað að flytja til lands þar sem alltaf væri sumar og sól í kjölfar bankahrunsins. VESTUR-ÁSTRALÍA VALDI OKKUR Una Ósk Kristinsdóttir er úr Grindavík en hefur búið lengi í Ástralíu. Hún býr ásamt þremur dætrum sínum, þeim Alexöndru 26 ára, Anítu 16 ára og Söru 15 ára, í Fremantle sem er stærsta hafnarborg Vestur-Ástralíu. Myndað í The Pinnacles. 74 // VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár Fimmtudagur 30. apríl 2020 // 18. tbl. // 41. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.