Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.04.2020, Side 62

Víkurfréttir - 30.04.2020, Side 62
– Líturðu björtum augum til sumarsins? Já, ég er svo heppin að elska rigningu og hlakka því til :-) – Hver eru þín áhugamál og hefur ástandið haft áhrif á þau? Áhugamálin mín eru að liggja í sófanum og gera sem minnst þannig að nú er minn tími kominn. – Áttu þér uppáhaldsstað á Íslandi og hver er ástæðan? Verð eiginlega að segja Reykjavík. Líður alltaf vel þar og elska að ganga þar um en það er voða gott að fara heim í Reykjanesbæ í róleg- heitin aftur. – Hvað stefnirðu á að gera í sumar? Hlúa að mér og æfa mig í að gera sem minnst. – Hver voru plönin áður en veiran setti strik í reikninginn? Eiginlega sömu, engin plön þannig. – Hvernig hefur tilveran verið hjá þér undanfarnar vikur, hefur margt breyst? Heimurinn hefur minnkað talsvert og vildi geta hitt fólkið mitt meira. – Finnst þér fólk almennt virða reglur tengdar samkomubanni? Já, mér finnst samstaðan og kærleikurinn verið ríkjandi á Íslandi og ég er stolt af því. – Hvaða lærdóm getum við dregið af heimsfaraldrinum? Hætta að borða leðurblökur! – Hvaða aðferðir ertu að nýta til að eiga í samskiptum við fólk? (Sími, Zoom, Mes- senger ...) Allt þetta og er þakklát að við höfum þessa tækni. – Ef þú fengir bara að hringja eitt símtal í dag, hver fengi það símtal og hvers vegna? Vá, þetta er hræðileg spurning. Síminn hjá mér er komin í 20% um hádegi því ég mala svo í símann :-) Ætli ég myndi ekki splæsa þessu símtali í múttu því hún er ekki með Messenger. – Ertu liðtæk í eldhúsinu? Já, er bara orðin skítsæmileg. – Hvað finnst þér skemmtilegast að elda? Allt sem mér finnst gott að borða. – Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Allt sem ég fitna af, því miður. – Hvað geturðu ekki hugsað þér að borða? Leðurblöku. — Hvaða morgunmatur verður oftast fyrir valinu? Ristað brauð og steikt egg. Jógurt með múslí. – Hvað var bakað síðast á þínu heimili? Vandræði :-) Dóttir mín bakaði rosa góðar smákökur um daginn. – Ef þú fengir 2000 krónur, hvað myndir þú kaupa í matinn? Hakk og spaghetti. Hvaða spurningu hefðir þú viljað fá að svara í þessu viðtali? Hver er spurningin og svarið við henni? – Má bjóða þér milljón fyrir að svara þessu? Já, takk :­) Lærum það að borða ekki leðurblökur! Fanney Grétarsd óttir er frá Reykjanesbæ. Hú n er 47 ára, langyngst af sex systkinum og segist í óspur ðum fréttum vera frekjudolla. Annars eru hennar daglegu störf að vera deildarstjór i hjá Rauða krossinum á Suð urnesjum. Netspj@ll 62 // VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár Fimmtudagur 30. apríl 2020 // 18. tbl. // 41. árg.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.