Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.04.2020, Blaðsíða 39

Víkurfréttir - 30.04.2020, Blaðsíða 39
– Finnst þér fólk almennt virða reglur tengdar samkomubanni? Almennt held ég að flestir sýni skynsemi í þessu og passi sig og aðra. Auðvitað er það þannig að fólk er orðið þreytt á fjarveru frá vinum og ætt- ingjum og kannski aðeins farið að stækka hópinn sem það hittir en ég held að árangurinn tali sínu máli um að þjóðin hefur fylgt þeim leiðbeiningum sem okkur hafa verið veittar, sýnt skynsemi og mun sigrast á þessu saman. – Hvaða lærdóm getum við dregið af heimsfaraldrinum? Ég held að það sé mjög margt. Í fyrsta lagi að taka engu sem sjálfsögðum hlut. Þær breytingar sem hafa orðið á samfélaginu eru fáránlega miklar á stuttum tíma og aðlögunarhæfni okkar til fyrir- myndar. Helstu fræðimenn heimsins hafa talað um möguleikann á svona faraldri í mörg ár og því er mikilvægt að vera tilbúin sem ég held að heimurinn hafi ekki verið en verður það vonandi næst. Þá er Microsoft Teams, sem ég skildi ekki tilganginn með þegar við fórum að skoða það í vinnunni, skyndilega orðið mikilvægasta forritið í tölvunni og símanum. Fjarvinna er ekkert mál árið 2020 og skrifstofan þarf ekki að vera á ákveðnum stað. – Hvaða aðferðir ertu að nýta til að eiga í samskiptum við fólk? Eins illa og mér er við að vera að hrósa Micro- soft þá verður að segjast að Teams er algjörlega búið að bjarga vinnunni hjá mér og örugglega mörgum öðrum á þessum tímum. Við hjá HS Orku höfum verið að vinna í þessum málum síðustu ár og vorum vel í stakk búin til að takast á við þessar breyttu aðstæður. Ég nota því Teams mest í vinnunni. Persónulega fara flest mín sam- skipti fram á Facebook Messenger og svo grípur maður í símann við og við og fær og sendir eitt og eitt snap. Ég verð seint áhrifavaldur á þessum samfélagsmiðlum samt. – Ef þú fengir bara að hringja eitt símtal í dag, hver fengi það símtal og hvers vegna? Eins sorglegt og það er þá yrði það örugglega í Friðrik „markvörð“ Friðriksson sem vinnur með mér hjá HS Orku í þeim tilgangi að stilla saman strengi eins og við gerum á hverjum degi. – Ertu liðtækur í eldhúsinu? Stutta svarið er já. Í aðeins lengra máli þá er ég veislukokkur. Mér leiðist að elda hversdagslegan mat þó ég geri það alveg. Þegar öll börnin eru hjá okkur hræri ég alveg í hakk og spagettí og þess háttar enda finnst mér mikilvægt að fjölskyldan borði saman kvöldmat þó hann sé oft á léttum þönum hjá virkum börnum. Ég aftur á móti hef mjög gaman af því að elda góðan mat og reyni að leika mér meira þar. Þegar við erum bara tvö heima þá er matseðilinn aðeins öðruvísi, yfirleitt annað hvort heimsent eða veisla á grillinu eftir því hverju við nennum. – Hvað finnst þér skemmtilegast að elda? Ég er svo mikill alfa karlmaður að ég kann best við mig á grillinu. Þar finnst mér skemmtilegast að elda spikfeitar nautasteikur í öllum stærðum og gerðum og veit ekki um neinn sem hefur slegið hendinni á móti nauti af grillinu hjá mér. Er svo aðeins farinn að bæta við mig meðlætinu sem ég nennti aldrei að hugsa um og er til dæmis núna að vinna í að fullkomna chi- michurri sem meðlæti. Að grilla naut er einfalt og krefjandi í senn og er bara tvennt sem þarf að muna með góða nautasteik. Hún á ekki að þurfa neina sósu enda á hún að vera safa- rík og sjálfri sér nóg. Þá hef ég þá reglu með naut að elda það helst aldrei meira en svo að góður dýralæknir geti ekki bjargað því. – Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Í ljósi síðasta svars kemur kannski ekki á óvart að það er grillað nauta-Rib-Eye með chimichurri. Það er bara ekkert betra en heimagrillað nautakjöt með góðu meðlæti og góðu víni í góðum félags- skap. – Hvað geturðu ekki hugsað þér að borða? Tómata sem eru fæða djöfulsins. Ég legg til að við förum í svipað átak og með sígarettureykingar fyrir 30 árum og útrýmum þessu. Birtum reglulega yfirlit yfir það hversu margir krakkar á grunn- skólaaldi borða þetta drasl og setjum okkur það markmið að útrýma þessu úr samfélaginu fyrir 2024. – Hvað var bakað síðast á þínu heimili? Það munu vera Rice Krispies-kökur sem voru bornar fram í fámennu en mjög góðmennu sjö ára fjölskylduafmæli heimasæt- unnar, hennar Emblu. – Ef þú fengir 2000 krónur, hvað myndir þú kaupa í matinn? Hérna á maður líklega að vera þjóðlegur og leggja til eitthvað hollt en ef ég svara þessu heiðarlega þá væri það líklega ein af þeim þremur pizzum sem Domino’s væru með á Tríó tilboði sínu í það skiptið. Ég set viljandi ekki #ad fyrir aftan textann þar sem ég er því miður ekki styrktur af Domino’s en vona að þeir setji smá aukapening í knatt- spyrnudeild Keflavíkur fyrir þessa auglýsingu. Hvaða spurningu hefðir þú viljað fá að sv ara í þessu viðtali? Hver er spurningin og svarið við henni? – Hvernig heldurðu að Keflavík muni ganga í 1. deildinni í sumar? Ég er sannfærður um að Keflavík muni fa ra upp um deild í bæði kvenna- og karlaboltanum. Við í stjórninni lögðum ble ssunarlega af stað í þá vegferð fyrir tveimur árum síðan að byggja rólega up p grunn af heimafólki og treysta á unga fólkið okkar til þess að leiða línuna hjá okkur í fótboltanum. Drógum þannig úr spennunni á boganum sem mu n hjálpa okkur að komast í gegnum þessa erfiðu tíma – en til að ná árangri þu rfum við bæjarbúa á bak við okkur og treystum á stuðning þeirra. Það verð a allir heima í sumar, sólin verður á lofti og við mætum öll á Nettóvöllinn og styðjum okkar fólk í knattspyrnunni og fögnum svo ærlega öll saman í haust þ egar árangri er náð. VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár // 39 Fimmtudagur 30. apríl 2020 // 18. tbl. // 41. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.