Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.04.2020, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 30.04.2020, Blaðsíða 20
Þriggja mánaða námskeið orðið að 22 árum Elva Sif fór fyrst út í þetta þriggja mánaða spænskunámskeið í septem- ber 1998 og hefur svo komið heim á milli. Síðustu þrettán ár hefur fjöl- skyldan verið helming árs á Spáni og helming árs á Íslandi, nokkurn veginn. „En jú, þetta er orðinn ansi langur tími, 22 ár.“ – Hefurðu alltaf búið á sömu slóðum? „Ég bjó fyrst í Malaga-borg, svo flutti ég til Benalmadena og fór að vinna á fasteignaskrifstofu og hef verið hér síðan, kynntist manninum mínum hér og eignaðist frábæra vini. Enda er þessi bær mjög ljúfur og góður. Gott að vera hérna.“ – Hverjir eru helstu kostir þess að búa þar sem þú býrð? „Veðrið er nú yfirleitt gott hérna og maður setur nú lítið út á það, þótt svo ég sé ábyggilega eina mamm- an í skólanum sem elskar rigning- una. Spánverjinn virkar ekki vel í rigningu. Ég, Íslendingurinn, hef stundum ekki skilið það. Þegar ég kom hingað út þá var hætt við heilu afmælin og kvöldverðina ef það fór að rigna. Annar kostur við að vera hérna er kostnaður við að lifa, ég sé svakalegan mun á matarkörfunni á Íslandi og á Spáni. – Hvernig er að vera með fjöl- skyldu og börn þarna? „Það er fínt en allt er einhvern veg- inn á meiri hraða hérna. Kannski lærum við það í þessu útgöngubanni að það þarf ekki að fara alltaf svona hratt. Stelpurnar eru í skólanum til 17:00 og þá er dans, leiklist, tennis og svo heim að læra ... þannig að það er ekki mikið eftir af deginum. En jú, það er gott að vera hérna með börn myndi ég segja.“ – Hvernig er hefðbundinn dagur í lífi þínu? „Ég vakna um átta og rek alla á fætur, eiginmanninn líka. Hann fer með skrudduna á leikskólann og ég fer með stóru stelpurnar í skólann, við búum á móti skólanum en þær labba samt ekki einar, annar kostur við Ísland. Síðan fer ég yfirleitt í rækt- ina og svo heim að elda mat því þær koma heim að borða klukkan 13:30 og fara aftur í skólann 15:30. Suma daga þarf ég að útréttast fyrir leiguhúsnæðin eða þýða, reyni að skipta þessu svolítið á dagana. ... hef verið hér síðan, kynntist manninum mínum hér og eignaðist frábæra vini. Enda er þessi bær mjög ljúfur og góður. Gott að vera hérna ... Lausnarmiðuð hugsun! Foreldrar þekkja vel að það getur tekið á taugarnar að vera með börnin heima í útivistarbanni. 20 // VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár Fimmtudagur 30. apríl 2020 // 18. tbl. // 41. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.