Víkurfréttir - 30.04.2020, Blaðsíða 66
Þegar að vel gengur í kapphlaupinu
náum við tíu, fimmtán mínútum
af hlaupaklúbbnum og náum að
fara með alla rulluna í „I pledge
allegiance to the flag“ áður en að
bjallan hringir. Yngstu tveimur er
svo komið á leikskólann í kjölfarið
og ég rölti heim með tóma barna-
kerru, í rifnum jakka og með úfið
hár. Ég er örugglega oft skilgreind
sem heimilislaus af öðrum vegfar-
endum og heiti því á hverjum degi
að sauma jakkavasann og greiða
mér. Þegar heim er komið sest ég
við tölvuna og skrifa í meistararit-
gerðinni minni. Gleymi að sauma
jakkavasann og greiða mér. Síðan
er það að sækja liðið, koma þeim á
fótboltaæfingar, elda kvöldmatinn,
sinna heimanámi og undirbúa
næsta dag. Alger amerísk „Soccer
Mom“. Ég á meira að segja hvítan
„Mini Van“.
– Líturðu björtum augum til
sumarsins?
Já, heldur betur. Við ætlum að
freista gæfunnar og reyna að kom-
ast til Íslands í byrjun maí. Ég trúi
því að sumarið verði gott á Íslandi
og að Þorbjörn bíði með að gjósa.
– Hver eru þín áhugamál og
hefur ástandið haft áhrif á þau?
Ég er voðalega mikil félagsvera
og finnst fátt skemmtilegra en að
draga vinkonur með mér í ræktina,
fá fólk í mat og bara umvefja mig
fólki. Síðan að útgöngubann skall
á þann 16. mars höfum við fjöl-
skyldan bara verið ein og hefur það
mikil áhrif á allt mitt líf. Strendur,
leikvellir og allir garðar eru lokaðir.
Ég hef bara hitt manninn minn
og börnin mín. Ég vona bara að
félagsveran í mér sé ekki búin að
glata þeim eiginleika að umgangast
aðra.
66 // VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár
Fimmtudagur 30. apríl 2020 // 18. tbl. // 41. árg.