Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.04.2020, Blaðsíða 70

Víkurfréttir - 30.04.2020, Blaðsíða 70
Kolbrún Júlía Guðfinnsdóttir Newman leggur stund á stærðfræðinám í Háskóla Íslands. Hún hefur stundað fimleikaæfingar í gegnum fjarfundar- búnað á Zoom og hefur áhyggjur af fjölskyldu sinni sem býr í Banda- ríkjunum. – Hvernig ert þú að upplifa ástandið í kringum COVID-19? Mér finnst ástandið í kringum þetta mjög skrítið og ég held að ég sé ekki að átta mig almennilega á því hvað þetta er stórt. – Hefurðu áhyggjur? Auðvitað hefur maður áhyggjur á tímum sem þessum. Áhyggjurnar beinast aðallega að fjölskyldumeð- limum og vinum sem eru í áhættu- hópi og einnig að fjölskyldunni minni sem býr í Bandaríkjunum. Hugur minn er einnig hjá þeim sem hafa misst einhvern nákominn í þessari baráttu. – Hvaða áhrif hefur faraldurinn á þitt daglega líf? Já, ég hef gert miklar breytingar á daglegu lífi. Ég er vön því að vera mjög upptekin flesta daga, bæði í námi og á fimleikaæfingum, en núna fara bæði námið og æfingarnar fram heima hjá mér. – Hefur þú þurft að gera miklar breytingar varðandi þína vinnu eða nám? Já, allt mitt nám fer fram í fjar- kennslu þannig að ég horfi á alla fyrirlestrana mína heima og ég hef ekki mætt í skólann síðan samkomu- bannið hófst. – Hefur þú hitt vini eða ætt- ingja í gegnum fjarfundar- búnað? Ef svo er, hvernig hitt- ingar? Já, ég er bæði búin að hitta liðs- félagana mína og vini mína í gegnum fjarfundarbúnað. Við í Gerplu erum líka duglegar að taka fimleikaæfingar saman á Zoom. Það er mjög skrítið en það virkar. – Hvenær fórstu að taka COVID-19 alvarlega? Nokkrum dögum áður en sam komu- bannið hófst. – Hvað varð til þess? Það var svo sem ekki neitt sérstakt en mig grunar að það hafi verið vegna þess að ég sá fréttir í fjölmiðlum um að faraldurinn væri búinn að breið- ast út og ætti eftir að breiðast ennþá meira út. Þá áttaði ég mig almenni- lega á því að þetta væri miklu stærra en ég hélt. – Hvernig ert þú að fara var- lega? Ég passa vel upp á handþvottinn og reyni að vera sem minnst í fjöl- menni. – Hvernig finnst þér stjórnvöld standa sig í sóttvörnum? Ótrúlega vel, hrós til þeirra. – Finnst þér fólk vera taka til- mælum yfirvalda nógu alvar- lega? Já, almennt. Ég finn það samt svolítið í samfélaginu núna þegar veiran er í rénun að fólk virðist aðeins vera að gleyma sér. Þess vegna tel ég mikil- vægt að muna að þetta er ekki búið og veiran getur blossað upp aftur ef við pössum okkur ekki nógu vel. – Hvað finnst þér mikilvægast á þessum tímum? Mér finnst mikilvægast að hugsa vel um sjálfan sig og reyna að skapa góðar stundir með sínum nánustu. Hvernig finnst þér sveitarfélagið standa sig í þessum málum? Almennt mjög vel. Mér finnst sumar búðir hér á svæðinu ekki vera að taka ástandið nógu alvar- lega. Á sumum stöðum er ekki talið inn í verslanirnar og það eru engar merkingar til þess að hjálpa fólki að fylgja tveggja metra reglunni. – Er samkomubannið að hafa áhrif á þig? Að sjálfsögðu, ég má hvorki mæta í skólann né á fimleikaæfingar og það hefur mikil áhrif á mig en það er mikilvægt að vera jákvæður og muna að þetta er einungis tímabil sem mun taka enda – hvenær sem það verður. – Hvernig hagar þú innkaupum í dag? Beggja blands. Við höfum bæði verið að versla á netinu og úti í búð. – Hvað gerir þú ráð fyrir að ástandið muni vara lengi? Ég geri ráð fyrir að þetta muni vara allavega fram á haust. Ég vona samt innilega að þetta muni vara skemur en ég held að það sé betra að horfa raunhæfum augum á ástandið í stað- inn fyrir að gera sér vonir um annað. – Þegar faraldurinn er yfirstað- inn, gerir þú ráð fyrir að ferðast innanlands eða utan? Bæði. Ég stefni á að ferðast innan- lands í sumar, svo ætluðum við fjöl- skyldan að fara til Bandaríkjanna í haust en við vitum ekki hvort við komumst. Ástandið er enn mjög slæmt í Bandaríkjunum og svo eru miklar takmarkanir á flugumferð. – Er einhver sérstakur viðburður eða dagur sem þú óttast að verði aflýst? Já, Evrópumótið í hópfimleikum sem á að vera í október. Ég missti af síð- asta EM vegna meiðsla og er búin að bíða spennt eftir að geta keppt á öðru Evrópumóti síðan þá en það eru ein- faldlega skemmtilegustu mótin. Við höfum ekkert heyrt enn svo ég held í vonina um að það verði á tilsettum tíma. Það lítur einnig allt út fyrir að Þjóðhátíð verði frestað sem er mjög leiðinlegt. Fólk virð- ist vera að gleyma sér Kolbrún Júlía Guðfinnsdóttir Newman hefur gert miklar breytingar á sínu lífi á tímum COVID-19. Hún hefur stundað fimleikaæfingar á Zoom sem hún segir skrýtið en það virki. N etspj@ ll 70 // VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár Fimmtudagur 30. apríl 2020 // 18. tbl. // 41. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.