Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.04.2020, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 30.04.2020, Blaðsíða 15
Hótel Keflavík er opið og að taka á móti gestum þessa dagana þrátt fyrir COVID-19. Nokkuð hefur verið af erlendum gestum á hótelinu síðustu vikur sem m.a. hafa dvalið þar langdvölum. „Eftir 34 ár sem hótelstjóri og eig- andi Hótel Keflavík þá er óhætt að segja að síðustu vikur og mánuðir hafa verið bæði þeir skrýtnustu og erfiðustu frá upphafi. Ég ákvað strax að hafa hótelið áfram opið, kann bara ekkert annað, þó það sé kannski ekki að skila sér beint tekju- lega til skamms tíma enda kostnaður oft sá sami þó gestir séu færri. Hitt er að okkur finnst við bera skyldu til að þjóna gestum sem hafa staðið með með okkur til tuga ára og vera með opið. Við náum þessu aftur til baka á næstu 34 árum,“ segir hann og brosir. Flestir starfsmenn á hlutabótum „Flestir starfsmenn hótelsins og KEF veitingastaðarins eru komnir á hluta- bótaleiðina,“ segir Steinþór, „en við hjónin höfum staðið vaktina allan sólarhringinn á móti. Það er bara eins og við Hildur gerðum ásamt for- eldrum mínum í upphafi og fannst það eðlilegt. Það er því miður alltof algengt að fólk vill vera með þegar vel gengur en hverfur þegar á móti blæs. Við höfum notið velgengni í yfir 30 ár og tökum nú því sem að höndum ber.“ KEF veitingastaður hefur líka verið opinn þrátt fyrir erfiðar aðstæður. „Það er ekki síst til að sýna tryggum viðskiptavinum þakklæti fyrir ótrú- lega jákvæðni gagnvart veitinga- staðnum. Þegar aðrir loka bítum við á jaxlinn og höfum opið. Við vonum að um leið og samkomubanni lýkur getum við tekið vel á móti öllum bæjarbúum sem vilja hafa góðan veit- ingastað opinn í sínu nærumhverfi.“ Nú er verið að klára framkvæmdir í móttöku hótelsins sem hafa tafist í því ástandi sem nú er. Steinþór segir að eftir nokkrar vikur muni þar opna m.a. Diamond Bar, „sem verður án efa einn glæsilegasti bar landsins ásamt glerhúsum sem munu geta opnast alveg á fallegum sólar- dögum.“ Steinþór segist þakklátur fyrir að áherslur eigenda hótelsins síðustu tvö árin voru að fjárfesta í gæðum í stað þess að fjölga herbergjum og gera eitthvað sem ekki hefur sést á hótelum á Íslandi. „Það er gaman að gera þannig hluti í Keflavík. Þá verður það stór dagur þegar síðustu herbergin á Hótel Keflavík hafa verið endurnýjuð og við losnað við gólf- teppin. Teppalaus herbergi, sem og krafa um baðkör á herbergjum, er einfaldlega grunnkrafa nú á tímum og þangað eru við að fara. Þetta verður verður erfiður tími en fram- kvæmdum er að ljúka og þegar erlendir gestir koma aftur verðum við tilbúin með glæsileg fjögurra og fimm stjörnu hótel eins og þau gerast best í heiminum. Það ásamt veitingastaðnum KEF og Diamond Bar mun vera öflug lyftistöng fyrir bæjarfélagið okkar,“ segir Steinþór. Jórdanir gistu á hótelinu vikum saman Það eru ekki bara þotur Icelandair sem hafa staðið verkefnalausar á Keflavíkurflugvelli vikum saman. Airbus A330-200 frá Jordan Avi- ation í Jórdaníu stóð verkefnalaus á Keflavíkurflugvelli í næstum mánuð. Áhöfnin, fjórtán manns, gisti á Hótel Keflavík á meðan vélin stóð á stæði á austurhlaði Keflavíkurflugvallar. „Jú, það er rétt að áhöfnin gisti hjá okkur í nokkrar vikur,“ segir Stein- þór. Áhafnir einkaflugvéla sem hafa viðkomu á Keflavíkurflugvelli hafa einnig gist á hótelinu síðustu vikur, sem og vinnuhópar, þannig að það er líf á hótelinu alla daga. Tökum nú því sem að höndum ber – segir Steinþór Jónsson á Hótel Keflavík en það er eina hótelið sem hefur verið opið að undanförnu. Airbus A330-200 þota Jordan Aviation á Keflavíkurflugvelli. VF-mynd: Sigurður B. Magnússon Áhöfnin frá Jordan Aviation ásamt Steinþóri hótelstjóra við Hótel Keflavík á laugardaginn þegar áhöfnin yfirgaf hótelið eftir næstum mánaðargistingu. Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is Fimmtudagur 30. apríl 2020 // 18. tbl. // 41. árg. VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár // 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.