Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.04.2020, Blaðsíða 77

Víkurfréttir - 30.04.2020, Blaðsíða 77
– Hvernig hefur COVID-19 verið að hafa áhrif þar sem þú býrð? „Vestur-Ástralía hefur verið heppin og við höfum ekki haft mikið um veikindi. Ekki eins og við vorum undirbúinn fyrir, nema ferðaskipin sem hafa flutt hingað með sér veikt fólk en þau voru einangruð strax í byrjun og eða farþegarnir fluttir heim með flugi. Skólum og veitingastöðum hefur verið lokað nema fyrir kennslu á netinu og heimsendingu á mat. Fólk er að mestu heima nema til að labba, hlaupa og hjóla. Við sjáum meira af fjölskyldum hreyfa sig úti núna. Strendurnar eru langar og allir hafa virt 1,5 metra fjarlægð svo það hefur ekki verið nein ástæða til að loka þeim hér. Ég tel okkur mjög heppin hér og ég er bara þakklát fyrir hvern dag.“ – Hvernig hefur tilveran verið hjá þér undanfarnar vikur, hefur margt breyst? „Fyrir utan vinnuna og að hitta ekki vini mína nema á netinu þá hefur þessi reynsla fyrir mér ekki verið svo slæm. Eins og ég sagði áður, ég er þakklát fyrir hvern dag. Ég og stelpurnar mínar erum allar við góða heilsu og við stöndum saman og styrkjum hvor aðra í þessum tíma.“ – Hvaða lærdóm getum við dregið af heimsfaraldrinum? „Að vera þakklát fyrir það sem við höfum og ef við stöndum saman getum við sigrast á hverju sem verður á okkar leið. Einnig vona ég að fólk gerir sér betur grein fyrir hvaða áhrif við höfum á og hvað við getum gert betur fyrir okkar eina heimili, jörðina. – Hvaða aðferðir ertu að nýta til að eiga í samskiptum við fólk? „Facebook, Messenger, Instagram, Linkedin og YouTube er sem ég nota mest.“ – Ef þú fengir bara að hringja eitt símtal í dag, hver fengi það símtal og hvers vegna? „Þetta er erfið spurning en ef með einhverjum mætti að ég gæti hringt í einhvern/eitthvað sem gæti með einum hnappi látið allt fólk virða og vera gott við hvert annað og heimili okkar jörðina það sem eftir er. Þangað mundi ég hringja. Að ofan: Una Ósk Kristinsdóttir og fjölskylda hennar fengu ástralskan ríkisborgararétt árið 2016. Að ofan til vinstri: Una á ströndinni með brimbrettið. Til vinstri: Dæturnar niður við höfn í Freo. Una Ósk hefur verið að mynda kengúruunga sem eru algjör krútt. Fimmtudagur 30. apríl 2020 // 18. tbl. // 41. árg. VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár // 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.