Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.04.2020, Blaðsíða 73

Víkurfréttir - 30.04.2020, Blaðsíða 73
Sveitarfélög í brennidepli Sveitarfélög um allt land verða fyrir marg- háttuðu álagi í COVID-19-faraldrinum og þau eru misvel undir það búin. Í ein- hverjum tilvikum ræður stærðin miklu, í öðrum skiptir mála hvaða atvinnugreinar vega þyngst og í sumum er um að ræða mis- vægi á milli framlaga ríkisins til alls konar verkefna og hraðra breytinga samfélaginu; íbúafjölgunar eða atvinnumynsturs. Á Suðurnesjum er misvægið mjög áberandi. Málefni Suðurnesja hafa verið til skoðunar í ráðherraskip- aðri nefnd og er aðgerðaráætlun á lokametrunum. Lagt er til að 250 milljónir króna gangi í fyrstu til framkvæmda skv. henni, auk annarra framlaga og viðfangsefna á vegum einstakra ráðuneyta og sveitarfélag- anna sjálfra. Einnig verður ráðist í framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli fyrir um fjóra milljarða króna. Fólk býr á heimilum Beinn stuðningur ríkisins við fyrirtæki og heimili (lesist: fólk) með tveimur aðgerðaráætlunum er orðinn víðtækur. Myndarlegar upphæðir ganga núna til geðheil- brigðisþjónustu, heilsugæslu, átaks gegn heimilisofbeldi, ofbeldi gegn börnum og viðkvæmum hópum. Til stuðnings tómstundastarfi barna og virkni foreldra langveikra barna og til úrræða við félagslegri einangrun fólks, til fjölgunar alls kyns námsúr- ræða og einnig til sérnámskeiða fyrir atvinnuleitendur og til tímabund- inna starfa námsmanna. Stutt er við aukin félagsstörf aldraðra og öryrkja, félagslegur stuðningur aukinn við fjölskyldur með fötluð börn og börn af erlendum uppruna og fjölmörg heimili fá hækkaðar barnabætur og viðbótaframlag er greitt tekjulágum heimilum með börn. Fleira má nefna, m.a. fæst fé úr Fasteignasjóði sveitarfélaga til þess að bæta aðgengi og starfsumhverfi fatlaðs fólks. Fyrirtæki eru fólk Lokunarstyrkir fást til fyrirtækja er var skipað að hætta starfsemi. Rík- istryggð stuðningslán fást til minni fyrirtækja til viðbótar við mun hærri brúarlán til allra. Hlutastarfabætur ríkisins renna áfram beint til launa- manna, fresta má greiðslu tekju- skatts lögaðila vegna 2019 og jafna á hagnaði þess árs móti tapi ársins 2020 og reglum um eftirgjöf skulda lögaðila er breytt. Skattaívilnanir vegna nýsköpunar- og sprotastarf- semi eru auknar og umhverfi beinna styrkja bætt. Aðstoð við fyrirtæki er að stórum hluta aðstoð við launa- menn og launamenn og einyrkjar eiga heimili. Tal um að sneitt sé framhjá heimilum, og fyrirtækjum hyglað fremur en fólki, er dapurlegur útúrsnúningur og pólitísk brella. Á sunnanverðu landinu kemur hrun ferðaþjónustunnar fram með mjög alvarlegum afleiðingum. Við því verður brugðist með æ meiri þunga, m.a. í þriðju aðgerðaráætluninni, um leið og hugað er vandlega að því hvernig risaálaginu á ríkissjóð og Seðlabanka verður mætt. Greining á stöðu héraða er leiðandi Tekjutap sveitarfélaga er augljóst og því er misskipt. Tillögur um að lækka gjöld enn frekar heyrast, jafn- vel gefa fasteignagjöld eftir, einkum frá fyrirtækjum. Miklar áhyggjur af Jöfnunarsjóðnum eru augljósar. Óljóst er hve mikil lækkunin verður en gera má ráð fyrir að þær verði fjórir til fimm milljarðar króna. Því verður 1,5 milljarði króna af bundnu fjármagni sjóðsins varið til greiðslu framlaga í ár og dregið úr fyrstu áhrifum af tekjufallinu. Frekari umræða um málefni sjóðs- ins fer fram innan samráðsnefndar ríkis og sveitarfélaga, ásamt öðrum aðgerðum sem snúa að sveitarfélög- unum. Ráðherra hefur falið Byggða- stofnun að vinna greiningu á þeim vanda sem blasir við einstökum sveitarfélögum og svæðum, m.a. vegna hruns ferðaþjónustunnar. Að einhverju leyti munu átaksverkefni Atvinnuleysistryggingasjóðs og aðr- ar aðgerðir ríkisstjórnarinnar mæta þeim erfiðleikum, en greina þarf frekar sértækar aðgerðir og áskor- anir einstakra svæða. Minni sérað- gerðir eru nokkrar, t.d. fjárveiting til stafrænnar þróunar á vegum sveitar- félaga til að bæta þjónustu og auð- velda samskipti. Og fé verður veitt í gegnum byggðaáætlun til fámennra byggðarlaga sem takast nú á við sér- stakar áskoranir vegna COVID-19- faraldursins, m.a. á sviði félagslegrar þjónustu. Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður VG í Suðurkjördæmi Umhyggja og raun- hæfar lausnir Við lifum ótrúlega tíma. Á nokkrum vikum hefur tilveran umturnast og óvíst hvað framtíðin ber í skauti sér. Við vitum aðeins að lífið verður ekki alveg eins og það var í febrúar. Umhyggja, kærleikur og von um betri tíð setja mark á samskipti fólks á þessum óvissutímum og það er þakkarvert. Við sjáum svo vel hversu slíkt er mikils virði. Reiði og vonleysi mega ekki fá að taka völdin. Vinnum að því með öllum ráðum að hjálpsemi, vernd og öryggi verði forgangsraðað fremst þegar lausnir eru smíðaðar til að mæta atvinnuleysi og efnahagsvanda. Þegar efnahagurinn versnar og misskiptingin verður sýnilegri er hætta á ferðum. Þá hættu verðum við að varast. Það þarf að gera miklar kröfur til stjórnvalda og þau þurfa að sýna að þau standi undir þeim og rísi undir þeirri ábyrgð að stýra landinu út úr kreppu eftir heimsfaraldur. Við Suðurnesjamenn höfðum, löngu áður en COVID-19-faraldurinn knúði dyra, kallað eftir auknum fjárframlögum til Heilbrigðisstofn- unar Suðurnesja, til skólanna og til lögreglunnar. Þær kröfur eru enn í fullu gildi og reyndar enn mikil- vægari en áður. Öryggi og tækifæri Heilbrigðisstofnunin verður að hafa burði til að þjóna 27 þúsund manna landssvæði. Við viljum heil- brigðisþjónustu fyrir alla og enginn á að þurfa að treysta á heilsugæslu í öðrum byggðalögum vegna fjár- sveltis okkar heilsugæslu. Þær úrbætur sem nú hafa verið boðaðar vegna aðstæðna duga skammt þar sem mannekla var fyrir. Skólarnir þurfa að taka við þeim atvinnuleitendum sem vilja styrkja stöðu sína. Að þeir standi öllum opnir með fjölbreytt nám og góð námsgögn er afar mikilvægt þegar svo margir hafa misst vinnu. Það kostar peninga næstu misserin, sem ríkið þarf að tryggja en það mun skila sér margfalt til baka. Mikið álag hefur verið á lög- regluna undanfarin ár og almenn löggæsla hefur liðið fyrir fjárskort. Samvinna sveitarfélaga, skóla og lögreglu til að vernda börn gegn ofbeldi þarf að vera góð og mark- viss. Því miður færist heimilisof- beldi í vöxt við atvinnuleysi, það þekkjum við frá fyrri tíð, og lög- reglan er með stórt hlutverk í forvörnum og lausnum fyrir þau sem verða fyrir heimilisofbeldi og slæmum aukaverkunum langtíma atvinnuleysis. Styrkja þarf þessar stoðir betur til að tryggja öryggi okkar allra. Flug og fleiri störf Framkvæmdir sem eru gagn- legar og atvinnuskapandi um leið skipta miklu máli. Þar er tvöföldun Reykjanesbrautarinnar augljóst verkefni og framkvæmdir við flugstöðina. Nýta á tímann vel til uppbyggingar við flugstöðina og undirbúa komu farþega þegar markaðir taka aftur við sér. Svo er nauðsynlegt er að ýta undir nýsköpun, rannsóknir og þróun í atvinnulífinu hér suður með sjó þannig að hér blómstri fjölbreytt fyrirtæki í framtíðinni. Ákvarðanir um lausnir eru pól- itískar. Við jafnaðarmenn viljum að stuðningur við velferðarkerfið verði hluti aðgerða stjórnvalda ásamt því að vinna með fyrir- tækjum gegn frekara atvinnuleysi. Við höfum lagt til að atvinnuleysis- bætur, sem nú eru langt undir lág- markslaunum, verði hækkaðar. Enginn getur framfleytt sér og börnum sínum á svo lágum mán- aðargreiðslum. Vonandi snýst rík- isstjórninni hugur og tekur undir með okkur. Sjálfstæðismenn tala fyrir sölu Keflavíkurflugvallar. Við munum vinna kröftuglega gegn þeirri hug- mynd. Keflavíkurflugvöllur er hlið okkar inn og út úr landinu. Hlið sem varðar þjóðaröryggi á öllum tímum. Við setjum ekki einokun- araðstöðu í hendur á aðilum sem hafa gróða einan að markmiði. Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi Fimmtudagur 30. apríl 2020 // 18. tbl. // 41. árg. VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár // 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.