Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.04.2020, Blaðsíða 26

Víkurfréttir - 30.04.2020, Blaðsíða 26
Thelma Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Hafnarfjarðar og konan á bakvið Kjólasafn Thelmu á samfélagsmiðlum, á tvö áhugamál, knattspyrnu og kjóla. Við getum bætt þriðja K-inu við því hún er brott- flutt Keflavíkurmær. Knattspyrnuáhuginn kemur kannski að hluta frá föður hennar, Jóni Ólafi Jónssyni, sem var einn af lykilmönnum gullaldarliðs Keflavíkur í knattspyrnu. – Líturðu björtum augum til sumarsins? Já, enda bjartsýn að eðlisfari og viss um að þetta sumar verði jafn gott veðurfarslega eins og það síðasta. – Hver eru þín áhugamál og hefur ástandið haft áhrif á þau? Kjólar og knattspyrna eru mín helstu áhugamál. Ég safna og geng daglega í gömlum litríkum kjólum, helst frá árunum 1955–1975. Ástandið hefur haft lítil áhrif á það en ég hef þó verið að hvetja konur að vera duglegar að fara í fallega kjóla þó maður sé bara heima hjá sér og endilega skella á sig varalit, það gerir ótrúlega mikið fyrir sálartetrið. Hitt áhugamálið, knattspyrnan, hefur hins vegar aldeilis orðið fyrir ástandinu eins og allir vita. Ég fer mjög gjarnan að horfa á synina keppa og sakna þess mjög að standa á hliðarlínunni, ekki bara að horfa á leiki heldur einnig hitta foreldra og aðra fótboltaáhugamenn. Held þó í vonina að við fáum að mæta á leiki í sumar. – Hvernig byrjaði þetta kjóla- dæmi og hvernig þróaðist það? Strax á unglingsaldri fannst mér gaman að fara óhefðbundnar leiðir í klæðavali, fór í náttbuxum af pabba á ball og vafði dúk um hausinn á mér. Þegar ég fór sem skiptinemi til Þýskalands sem unglingur kynntist ég síðan flóamörkuðum og byrjaði þá að kaupa notuð og litrík föt. Stíll- inn þróaðist síðan með árunum en undanfarin fimmtán ár hef ég nær eingöngu gengið í gömlum kjólum og á orðið ansi stórt og fallegt safn. Þegar aðrir fara á söfn í útlöndum þá fer ég í gersemaleit í vintage-búðum. – Áttu þér uppáhaldsstað á Íslandi og hver er ástæðan? Nei, engan sérstakan. Ferðalög okkar innanlands undanfarin tólf ár hafa aðallega tengst fótboltamótum. – Hvað stefnirðu á að gera í sumar? Nokkuð óráðið enda erfitt að gera langtímaplön þessa dagana. Held að við eigum bara eftir að njóta þess að vera hérna heima í fallega Hafnar- firðinum en ef það verður einhver pása í fótboltanum hjá strákunum þá förum við mjög líklega í heimsókn á Snæfellsnesið eða alla leið á Langa- nesið. Síðan verður yngri drengurinn loks fermdur í lok ágúst. – Hver voru plönin áður en veiran setti strik í reikninginn? Við vorum á leiðinni til Gautaborgar á risastórt, alþjóðlegt fótboltamót með yngri syninum og í framhald- inu til Kaupmannahafnar til að eiga gæðastundir með systkinum manns- ins míns. – Hvernig hefur tilveran verið hjá þér undanfarnar vikur, hefur margt breyst? Það sem hefur breyst mest er að ég byrjaði í nýrri og spennandi vinnu þann 1. apríl síðastliðinn sem er vissulega smá skrýtið á þessum undarlegu tímum. Annars höfum við fjölskyldan bara verið mest heima, spilað, púslað, horft á margar sjón- varpsseríur en einnig saknað þess að hitta fólk. – Hvernig leggst nýja starfið í þig? Það leggst mjög vel í mig, hlakka til að taka þátt í að efla atvinnulíf í Hafnarfirði og hvet Suðurnesjamenn til að kíkja við í fallega fjörðinn. Það knattspyrna Brottflutt Keflavíkurmær klæðist bara eldri kjólum og fer í þeim á knattspyrnuleiki sonanna. Afi þeirra var í gullaldarliði Keflavíkur. Kjólarog eru áhugamál Thelmu 26 // VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár Fimmtudagur 30. apríl 2020 // 18. tbl. // 41. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.