Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.04.2020, Page 26

Víkurfréttir - 30.04.2020, Page 26
Thelma Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Hafnarfjarðar og konan á bakvið Kjólasafn Thelmu á samfélagsmiðlum, á tvö áhugamál, knattspyrnu og kjóla. Við getum bætt þriðja K-inu við því hún er brott- flutt Keflavíkurmær. Knattspyrnuáhuginn kemur kannski að hluta frá föður hennar, Jóni Ólafi Jónssyni, sem var einn af lykilmönnum gullaldarliðs Keflavíkur í knattspyrnu. – Líturðu björtum augum til sumarsins? Já, enda bjartsýn að eðlisfari og viss um að þetta sumar verði jafn gott veðurfarslega eins og það síðasta. – Hver eru þín áhugamál og hefur ástandið haft áhrif á þau? Kjólar og knattspyrna eru mín helstu áhugamál. Ég safna og geng daglega í gömlum litríkum kjólum, helst frá árunum 1955–1975. Ástandið hefur haft lítil áhrif á það en ég hef þó verið að hvetja konur að vera duglegar að fara í fallega kjóla þó maður sé bara heima hjá sér og endilega skella á sig varalit, það gerir ótrúlega mikið fyrir sálartetrið. Hitt áhugamálið, knattspyrnan, hefur hins vegar aldeilis orðið fyrir ástandinu eins og allir vita. Ég fer mjög gjarnan að horfa á synina keppa og sakna þess mjög að standa á hliðarlínunni, ekki bara að horfa á leiki heldur einnig hitta foreldra og aðra fótboltaáhugamenn. Held þó í vonina að við fáum að mæta á leiki í sumar. – Hvernig byrjaði þetta kjóla- dæmi og hvernig þróaðist það? Strax á unglingsaldri fannst mér gaman að fara óhefðbundnar leiðir í klæðavali, fór í náttbuxum af pabba á ball og vafði dúk um hausinn á mér. Þegar ég fór sem skiptinemi til Þýskalands sem unglingur kynntist ég síðan flóamörkuðum og byrjaði þá að kaupa notuð og litrík föt. Stíll- inn þróaðist síðan með árunum en undanfarin fimmtán ár hef ég nær eingöngu gengið í gömlum kjólum og á orðið ansi stórt og fallegt safn. Þegar aðrir fara á söfn í útlöndum þá fer ég í gersemaleit í vintage-búðum. – Áttu þér uppáhaldsstað á Íslandi og hver er ástæðan? Nei, engan sérstakan. Ferðalög okkar innanlands undanfarin tólf ár hafa aðallega tengst fótboltamótum. – Hvað stefnirðu á að gera í sumar? Nokkuð óráðið enda erfitt að gera langtímaplön þessa dagana. Held að við eigum bara eftir að njóta þess að vera hérna heima í fallega Hafnar- firðinum en ef það verður einhver pása í fótboltanum hjá strákunum þá förum við mjög líklega í heimsókn á Snæfellsnesið eða alla leið á Langa- nesið. Síðan verður yngri drengurinn loks fermdur í lok ágúst. – Hver voru plönin áður en veiran setti strik í reikninginn? Við vorum á leiðinni til Gautaborgar á risastórt, alþjóðlegt fótboltamót með yngri syninum og í framhald- inu til Kaupmannahafnar til að eiga gæðastundir með systkinum manns- ins míns. – Hvernig hefur tilveran verið hjá þér undanfarnar vikur, hefur margt breyst? Það sem hefur breyst mest er að ég byrjaði í nýrri og spennandi vinnu þann 1. apríl síðastliðinn sem er vissulega smá skrýtið á þessum undarlegu tímum. Annars höfum við fjölskyldan bara verið mest heima, spilað, púslað, horft á margar sjón- varpsseríur en einnig saknað þess að hitta fólk. – Hvernig leggst nýja starfið í þig? Það leggst mjög vel í mig, hlakka til að taka þátt í að efla atvinnulíf í Hafnarfirði og hvet Suðurnesjamenn til að kíkja við í fallega fjörðinn. Það knattspyrna Brottflutt Keflavíkurmær klæðist bara eldri kjólum og fer í þeim á knattspyrnuleiki sonanna. Afi þeirra var í gullaldarliði Keflavíkur. Kjólarog eru áhugamál Thelmu 26 // VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár Fimmtudagur 30. apríl 2020 // 18. tbl. // 41. árg.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.