Víkurfréttir - 30.04.2020, Blaðsíða 58
uður minn í júní og kannski fer ég
til Íslands í enda júní. Annars held
ég áfram að vinna í húsinu og úti-
byggingunum, sem eru þrjár.
Þjóðvegur 66 liggur
í gegnum bæinn
Jón Þór segir að mikið sé um að
vera í heimabænum hans Vinita á
sumrin. Þar eru allskonar uppá-
komur í skrúðgörð-
unum og niðri í bæ.
Þjóðvegur 66 fer í
gegnum bæinn og
það eru oft uppá-
komur í sambandi við
það, hljómsveitir,
blús, rokk og kántrý.
Svo er fornbíla-
sýning sem er mjög
góð. „Og svo eru alls
konar uppákomur við
Grand Lake líka og við komum
saman þar með vinum og það er
spiluð tónlist.“
– Hvernig hefur COVID-19 verið
að hafa áhrif þar sem þú býrð?
Fylkisstjóri Oklahoma var mjög
tregur og seinn að taka við sér.
Hann var að taka sjálfsmyndir af
sér og fjölskyldunni á laugardegi
á troðfullum matsölustað og segja
„Social Distancing“ hvað? Hann
var að hvetja fólk til að halda áfram
óbreyttu lífi. Á mánudeginum
var lýst yfir þjóðarneyðarástandi,
þannig að þetta leit ekki vel út fyrir
hann. Hann setti lög fyrir fylkið
nokkrum dögum seinna og við
förum eftir þessum reglum.
Ég er sá eini sem fer í búð, Tonya
og stelpurnar fara ekki í búðir á
meðan að á þessu stendur. Fyrstu
tvær vikurnar fannst mér fólk
vera mjög værukært, starfsfólkið
í Walmart var ekki með
hanska eða grímur og flestir
kúnnarnir ekki heldur. Það voru
fæstir að fara eftir tveggja metra
reglunni. Það voru margir sem
voru með þær kenningar að þetta
væri vinstrisinnað samsæri til
að gera lítið úr forsetanum. Svo
kom fyrsta tilfellið. Hann er vin-
sæll þjálfari í High School hérna.
Svo komu fleiri og nú eru þau níu.
Það er bær nálægt okkur þar sem
smituðust 40 manns á hjúkrunar-
heimili og það hefur kannski verið
svona síðustu viku eða tíu daga
sem flestir eru að fara eftir reglum
og ég vil þakka starfólki á öllum
þessum hjúkrunar heimilum fyrir
það.
Á kvöldin er útgöngubann og
ég heyri sífellt í sírenum öll kvöld,
sem gerir það svolítið drunga-
legt. Allir barir og matsölustaðir
eru lokaðir, nema til að taka með
heim og bílalúgur. Allar rakara-
58 // VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár
Fimmtudagur 30. apríl 2020 // 18. tbl. // 41. árg.