Spássían - 2013, Blaðsíða 13

Spássían - 2013, Blaðsíða 13
13 í grunninn hreinræktaðar sverða- og galdrabækur og ágætlega gerðar þó að framvindan í fyrri bókinni hafi verið helst til hæg og hún hafi aðeins liðið fyrir það að viðbrögð og hegðun persónanna var ekki nægilega vel undirbyggð. Bók númer tvö, Draumsverð, er nýlega komin út og þar eru þessir vankantar fyrri bókarinnar ekki eins áberandi. Bókin er bæði meira spennandi og persónurnar betur hugsaðar þótt enn sé talsvert af lausum endum sem höfundarnir munu vonandi hnýta í síðustu bókinni. Endirinn er líka þannig að lesendur munu bíða spenntir eftir framhaldinu. Vargsöld eftir Þorstein Mar er einnig af þessu tagi, en hún er þó ætluð eldri lesendum, sem má sjá á því að tilraun til nauðgunar er hluti af söguþræðinum. Bókin líður fyrir „dreka- og dýflissuheilkennið“ sem nefnt var hér að framan þannig að persónurnar eru ekki nógu skýrt dregnar; það sem hvetur þær til verka og það hvernig sambönd milli þeirra myndast er illa hugsað eða því sýnd lítil athygli. Sömuleiðis er söguþráðurinn of tilviljanakenndur. Vandamál fantasíuhöfunda á Íslandi er og hefur verið skortur á faglegri ritstjórn. Margar þær bækur sem um er fjallað hér eru sjálfsútgáfur og líða fyrir slakan yfirlestur, málvillur og prentvillur. En ritstjórn felst líka í að benda á skort á samhengi, að herða á persónusköpun og Kjartan Yngvi Björnsson og Snæbjörn Brynjarsson. Hrafnsauga. Vaka-Helgafell. 2012. Dreka og dýflyssu heilkennið lýsir sér í því að persónur skortir eðlilega hvöt eða ástæðu fyrir gjörðum sínum og viðbrögðum og atburðir gerast án þess að fram komi rökrétt ástæða eða tengsl við heildarbyggingu sögunnar „
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.