Spássían - 2013, Blaðsíða 64
64
sem hefur hlotið frá Guði náðargjöf
visku og sannrar mælsku ber skylda
til þess að vera eigi þögull: frekar ætti
sá hinn sami að finna til gleði við
að opinbera slíka hæfileika“.11 Hún
heldur síðan áfram í inngangi fyrstu
ljóðsögunnar og segir:
Heyrið, herrar mínir, orð
Maríu, sem, þegar hún fær
tækifæri til, sóar ekki hæfileikum
sínum. Þeir sem vinna sér inn
gott orðspor ættu að hljóta hrós
að launum, en þegar maður eða
kona, sem hlotið hefur slíkan
frama, er til í einhverju landi,
þá tala þeir, sem bera til þeirra
öfund í brjósti, oft um þau á
móðgandi hátt til þess að skaða
téð orðspor [...] En þrátt fyrir að
þessi smámenni reyna að finna
mér allt til foráttu hef ég ekki í
hyggju að gefast upp.12
Þessi kröftugu orð Maríu, rituð á
seinni hluta tólftu aldar, sýna fram á
að hún átti undir högg að sækja sem
rithöfundur og þurfti að verja orðspor
sitt fyrir rætnum tungum.
Ef við lítum aðeins sem snöggvast
á hinn vinsæla vef Wikipediu
og skoðum flokkinn „franskir
rithöfundar á tólftu öld“, kemur í
ljós að af 34 nefndum höfundum eru
eingöngu fjórar konur. Til að gæta
sanngirnis hlutu konur ekki menntun
til jafns við karlmenn á þessum
tíma og því geta kynjahlutföllin
ekki verið konum í vil. En þegar
nöfn þessara höfunda eru skoðuð er
aðeins ein kona raunverulega þekkt
í nútímamenningu, þar sem vísað er
til hennar jafnt í dægurmenningu
sem og fagurbókmenntum og listum.
Það er Heloise. Frægð hennar byggir
á ástarsambandi við annan rithöfund
á listanum, Abelard. Ástarsamband
þeirra er meitlað á spjöld sögunnar,
með Heloise í aukahlutverki, enda er
mun meira vitað um Abelard en hana.
Frægðarsól Maríu skín ekki eins
skært og sól margra rithöfunda á
listanum. Þar liggur beinast við
nefna Chrétien de Troyes, en hann
lagði grunninn að þeirri sýn sem
við höfum á Artúrssögnina í dag,
svo arfleifð hans er svo sannarlega
lifandi í nútímamenningu. En hvers
vegna fengu ljóðsögur Maríu ekki
sömu athygli? María skapaði nýja
bókmenntagrein, hún endurhannaði
þekktan frásagnarhátt og bjó til
eitthvað alveg nýtt. Að auki eru þær
hrífandi og spennandi og taka á
hinum eilífu hugðarefnum skálda frá
upphafi skáldskapar; ást, óréttlæti og
mennskum breiskleika svo fátt eitt sé
nefnt.
Margar ástæður eru fyrir því að
verk kvenna til forna eru svo fá og
illa rannsökuð. Aðstæður hafa alltaf
verið konum í óhag; kennsla í lestri
og skrift stóð bara þeim hærra settu
til boða og jafnvel þar voru konur
ekki í fremstu röð. Það vantaði líka
að skrifarar afrituðu verk þeirra í eins
miklum mæli og verk karla og því
var meiri hætta á að þau glötuðust
endanlega eða varðveittust í verra
ásigkomulagi. Síðan einkennist
viðtökusaga verkanna af tilhneigingu
æðri manna til að afskrifa verk kvenna
sem lítilfjörlegri og meira léttmeti en
sambærileg verk karla.
Kennarar í Bókmenntafræði við
Háskóla Íslands hafa sætt gagnrýni
fyrir að nota ekki fleiri kvennaverk
í kennslu, gagnrýni sem á að sumu
leyti rétt á sér en þó ekki fyllilega.13
Stundum hafa þeir einfaldlega ekkert
slíkt kennsluefni í höndum, því
aðrir bókmenntafræðingar hafa ekki
sinnt rannsóknarskyldu sinni. En
þessarar gagnrýni er þörf, því líkt og
í svo mörgu öðru gildir lögmálið um
framboð og eftirspurn. Ef við þrýstum
ekki á og köllum eftir að þessi verk séu
kennd, rannsökuð og þýdd munum
við aldrei sjá neinar breytingar.
Samræðan sem er í gangi er brýn og
aðhalds er þörf í þessum fræðum
sem og öðrum. Samtalið fer fram á
mörgum sviðum í einu og stefnum við
öll að sama markmiði, að kynna fyrir
nýjum kynslóðum sem breiðast úrval
skáldverka, ekki bara þau völdu verk
sem hefur verið hampað af afskaplega
sérhagsmunalegum forréttindahópi í
gegnum aldirnar. Því við vitum betur,
og við eigum að gera betur.
1 Ríki sem var staðsett á því svæði sem er Íran og
Írak í dag.
2 Letrið kallast fleygrúnaletur og var rist á
leirtöflur.
3 Betty Meador, Inanna: Lady of Largest Heart,
Austin, University of Texas Press, 2007, 94.
Mín þýðing, byggð á enska textanum sem er
svohljóðandi: „Inanna / child of the Moon God
/ a soft bud swelling / her queen‘s robe cloaks the
slender stem / on her smooth brow she paints /
fire beams and fearsome glint / fastens carnelian /
blood-red and glowing / around her throat / … /
and she goes out / white-sparked, radiant / in the
dark vault of evening‘s sky / star-steps in the street
/ through the Gate of Wonder.“
4 Kolbrún S. Ingólfsdóttir, Merkiskonur sögunnar,
Reykjavík, Veröld, 2009, 23.
5 Joanna Russ, How to Suppress Women’s Writing,
Austin, University of Texas Press, 1983, 39. Mín
þýðing.
6 Hróðsvíta, Hrotsvit of Gandersheim: A
Florilegium of Her Works, Katherine Wilson
þýddi, Cambridge, D. S. Brewer, 2000, 14.
7 Hróðsvíta, 14-15.
8 Hróðsvíta, 77. Mín þýðing.
9 Hróðsvíta, 13.
10 Burgess og Busby, The Lais of Marie de France,
London, Penguin Books, 2003, 7.
11 Burgess og Busby, 41. Enska tilvitnunin er á
þessa leið: „Anyone who has received from God
the gift of knowledge and true eloquence has a
duty not to remain silent: rather should one be
happy to reveal such talents.“
12 Burgess og Busby, 43. Enska tilvitnunin er á
þessa leið: „Hear, my lords, the words of Marie,
who, when she has the opportunity, does not
squander her talents. Those who gain a good
reputation should be commended, but when there
exists in a country a man or a woman of great
renown, people who are envious of their abilities
frequently speak insultingly of them in order
to damage this reputation [...] But just because
spiteful tittle-tattlers attempt to find fault with me
I do not intend to give up.“
13 Sjá Gréta Kristín Ómarsdóttir, „Sagan
Hans (ekki Grétu) ... af heilögu bræðralagi
bókmenntafræðinnar“, Druslubækur og doðrantar,
28. mars 2013, sótt 26. nóvember af http://
bokvit.blogspot.com/2013/03/sagan-hans-ekki-
gretu-af-heilogu.html.
Ef við þrýstum ekki á og
köllum eftir að þessi verk
séu kennd, rannsökuð og
þýdd munum við aldrei sjá
neinar breytingar.
„