Spássían - 2013, Blaðsíða 60

Spássían - 2013, Blaðsíða 60
60 sem eiga meira skilið en að vera undirflokkur, aftanmálsgrein á eftir öllum strákunum. Skáldkonurnar sem ég fjalla um hér eru því ekki sögulegt yfirlit yfir konur í fornbókmenntum eða persónulegt val mitt á eftirlætis skáldkonum, heldur hef ég sett saman strympurnar sem ég hef rekist á í mínu námi og sem mér finnst sýna að saga fornbókmennta er alveg jafn áhugaverð þegar litið er til kvennaverka eins og karlaverka, og jafn fjölbreytt. ENHEDUANNA Það er varla hægt að leita aftar en til upphafs ritmáls til þess að finna elstu bókmenntir heims. Í fornríkinu Súmer, sem síðar varð að Mesópótamíu1, þróuðu menn fyrsta letrið2 og fóru fljótlega að skrifa bókmenntir með þessari nýjung. Rúmum 300 árum eftir þessa byltingu, í kringum 2300 f.kr, var ung prinsessa sett í eina valdamestu stöðu landsins sem hofgyðja yfir áhrifamesta hofi veldisins. Þessi kona hét Enheduanna og er talin vera elsti nafngreindi rithöfundur mannskynssögunnar. Eftir hana liggja fjögur verk, þrjú ljóð sem eru ákall til gyðjunnar Inönnu og eitt safn af trúarlegum sálmum. Fræðimenn eru almennt frekar sammála um að eigna henni þessi verk, þar sem hún nefnir sjálfa sig á nafn í þeim og talar líka í fyrstu persónu, en sannleikurinn mun aldrei koma að fullu í ljós. Eitt ljóðið vísar í sögulega atburði sem eru staðfestir af sagnariturum þess tíma og eru það ein sterkustu rök þeirra sem telja Enheduönnu vera höfund þessara verka. Enheduanna var uppi á tímum þar sem hugtakið höfundur var ekki til. Skáldlegt mál var enn í mótun og helsta viðfangsefni skálda voru guðirnir og dýrkun þeirra. Í Gilgamesh kviðunni, sem er eitt þekktasta verk Mesópótamíu, má sjá leik að myndmáli, líkingum, uppbyggingu, endurtekningu og fleiru sem telst til skáldamáls. En ef Enheduanna var ekki eini rithöfundurinn á þessu tímabili, hvers vegna var það henni svo hugleikið að menn vissu að hún hefði sett þess verk saman? Ekki er auðvelt að svara þeirri spurningu en það vakti hins vegar athygli mína þegar ég kynntist miðaldahöfundinum Maríu af Frakklandi að hún, eins og Enheduanna, var uppi á tímum þar sem höfundarhugtakið þótti ekki mikilvægt en leggur þó einnig mikla áherslu á að nafn hennar sé varðveitt. Ég kem að Maríu seinna, en þessir tveir rithöfundar eiga margt sameiginlegt, báðar eru af yfirstétt og innflytjendur sem þurfa að fóta sig í nýrri menningu, innan um nýjar hefðir. Enheduanna var dóttir Sargonar fyrsta, frá ríkinu Akkadíu, en Sargon réðist inn í Súmer og sameinaði ríkin undir fyrsta keisaradæmi sögunnar. Hann sendi síðan dóttur sína til borgarinnar Úr í Súmer til þess að festa völd sín í sessi gagnvart hinum nýju þegnum sínum og sýndi jafnframt fornum hefðum þeirra virðingu með því að setja hana í rótgróið embætti súmerskrar trúmenningar. Það geta þó ekki allir hafa verið á eitt sáttir með þessa skipan mála og á miðjum ferli sínum var Enheduanna send tímabundið í útlegð af manni sem gerði valdarán gegn Sargoni og hélt völdum í nokkur ár. Ljóðið „Upphafning Inönnu“ fjallar einmitt um þessa útlegð og er örvæntingarfullt ákall til guðanna ENHEDUANNA Verk Enheduönnu bera sterk höfundareinkenni sem sjást vel í einstakri notkun á blæbrigðaríku og lýsandi myndmáli. Áhugi fólks í dag á þessari hæfileikaríku konu virðist þó frekar beinast að kynhneigð hennar en verkum. ... Áður beindist áhuginn að hinum frumlega bragarhætti hennar og efnistökum. „
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.