Spássían - 2013, Blaðsíða 18

Spássían - 2013, Blaðsíða 18
18 upphafsatriði myndarinnar sést glæsipían Hildur, sem leikin er af Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur, sitja varnarlaus í húsi í villta vestrinu og bíða elskhuga síns, sem leikinn er af Davíð Þór Jónssyni. Skyndilega brýst glæpamaður inn til hennar og ætlar að nema hana á brott en í sömu andrá kemur unnustinn henni til bjargar. Atriðið er skopstæling rómantískrar fantasíu ástarsagna en í raunveruleikanum liggur Hildur í nútímalegu baðkari og les bókina sem hún staðsetur sjálfa sig og fantasíuna í. Atriðið er einnig gott dæmi um marglaga framsetningu fantasíunnar í Astrópíu. Auk þess að draga fram hið ímyndaða sem grundvallarþátt á áhugasviði Hildar þá vísar atriðið til kvikmyndarinnar Romancing the Stone frá árinu 1984 - en í henni er einnig unnið meðvitað með rómantísku fantasíuna. Þar sjá áhorfendur ástarsagnahöfundinn Joan Wilder (Kathleen Turner) í sams konar atriði lifa sig inn í bók sem hún er sjálf að skrifa, en henni er einnig bjargað af elskhuga á ögurstundu. Tengslin milli myndanna tveggja eru styrkt enn frekar þegar Hildur nefnir Joan Wilder sem einn þeirra höfunda sem hún lesi hvað mest. Frásögnin í Romancing the Stone er þannig felld að söguheimi Astrópíu og fantasíu fyrri myndarinnar gefið framhaldslíf í þeirri nýju. LJÚFT ER AÐ LÁTA SIG DREYMA KVIKMYNDIN ASTRÓPÍA Í LEIKSTJÓRN GUNNARS B. GUÐMUNDSSONAR VAR FRUMSÝND ÁRIÐ 2007. Í MYNDINNI MÁ GREINA ÁHUGAVERÐAN SAMSLÁTT FANTASÍUNNAR VIÐ SJÁLFA SIG - EN HÚN ER BÆÐI VIÐFANGSEFNI SÖGUÞRÁÐAR OG ÞEMATÍSKT EINKENNI Á FRÁSÖGNINNI. Í Eftir Helgu Þóreyju Jónsdóttur Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir í hlutverki sínu í Astrópíu AF KVENFRELSI, NÖRDISMA OG FANTASÍU Í ASTRÓPÍU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.