Spássían - 2013, Blaðsíða 14

Spássían - 2013, Blaðsíða 14
14 uppbyggingu frásagnarinnar. Nokkrir tegundabókahöfundar hafa tekið sig saman og stofnað útgáfuna Rúnatý til að gefa út verk sín og er vonandi að með aukinni reynslu verði þar til sú fagmennska sem þessi bókmenntategund þarf á að halda. Rúnatýr gefur út Vargsöld en hún gefur líka út fyrstu gufupönksbókina á íslensku, Flóttann til skýjanna, eftir Kristján Má Gunnarsson. Gufupönkið er frekar nýleg undirtegund fantasíunnar. Í bókum sem falla í þann flokk er í grunninn verið að ímynda sér hvernig heimurinn hefði orðið ef sagan og þróun vísinda hefði verið önnur en hún er og ýmis konar tækni eða vélar eru oftast mikilvægur þáttur í söguþræðinum. Bækur af þessari gerð gerast yfirleitt í hliðarútgáfu af viktoríönskum heimi, heimi þar sem iðnbyltingin hefur átt sér stað en þar sem gufuvélar voru þróaðar lengra og rafmagn tók ekki við af gufuaflinu. Vélar og tæki eru gufudrifin og möguleikar sæborgarinnar, einhvers konar blöndu af lifandi verum og vélum, eru oft vel nýttir. Í þeim heimi sem gufupönkið lýsir eru reyndar oft galdrar og yfirnáttúrulegar verur, eins og varúlfar og vampírur, en það er þó ekki alltaf svo. Í Flóttanum til skýjanna er t.d. ekki um slíkt að ræða. Þar er spurt hvað hefði gerst ef Rómverska heimsveldið hefði ekki liðast í sundur og Rómverjar hefðu þróað með sér gufutæknina. Í bókinni berjast vísindin, keisaraveldið og kirkjan um völdin. Sagan segir frá verkfræðingi sem hefur verið neyddur til að taka þátt í leiðangri til að finna ofurvopn. Hann verður strandaglópur í borg þar sem Rómverjar og heimamenn berast á banaspjótum og fær sjóræningja til að breyta skipi sínu í loftskip. Atburðarásin er hröð og ágætlega spennandi og persónusköpun fín þótt hún sé ekki sérlega djúp, en töluvert vantar upp á prófarkalestur. Sverða- og galdrafantasíur fyrir fullorðna hafa þróast töluvert síðustu áratugina. Þær eru orðnar myrkari, átökin blóðugri og lýsingarnar grófari og oft eru svik og pólitík mun fyrirferðarmeiri en áður var. Bókaflokkurinn A Song of Fire and Ice eftir George R.R. Martin, sem sjónvarpsþættirnir Game of Thrones eru byggðir á, eru dæmi um þetta. Bækur Elís Freyssonar bera sum einkenni þessa þó að pólitík sé ekki áberandi þar. Bækurnar þrjár sem hann hefur skrifað, Meistari hinna blindu frá 2011, Ógnarmáni frá 2012 og hin nýja Kallið, eru að mörgu leyti dæmigerðar fyrir nútíma fantasíur sem hafa þróast út frá sverða- og galdrasögum. Þær eru ansi dimmar og blóðugar og gerast í hörkulegri og vægðarlausri veröld þar sem valdabarátta á milli hins góða og illa er ekki fullkomlega svart-hvít. Bækurnar þrjár gerast í sama heimi og tengjast lauslega en eru þó sjálfstæðar sögur með sinni aðalpersónunni hver. Elí Freysson hefur skapað flókinn og nokkuð vel útfærðan heim og aðalpersónur hans eru fjölbreyttar og ágætlega dregnar. Í fyrstu bókinni hans var helst hægt að gagnrýna hversu einfaldar aðrar persónur sögunnar voru. Því var ánægjulegt að í annarri bókinni verður ein af þeim að aðalpersónu og henni er gefin aukin dýpt, auk þess sem loksins kemur raunveruleg kvenpersóna við Kristján Már Gunnarsson. Flóttinn til skýjanna. Rúnatýr. 2013 Sverða- og galdrafantasíur fyrir fullorðna hafa þróast töluvert síðustu áratugina. Þær eru orðnar myrkari, átökin blóðugri og lýsingarnar grófari og oft eru svik og pólitík mun fyrirferðarmeiri en áður var. „
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.