Spássían - 2013, Side 14

Spássían - 2013, Side 14
14 uppbyggingu frásagnarinnar. Nokkrir tegundabókahöfundar hafa tekið sig saman og stofnað útgáfuna Rúnatý til að gefa út verk sín og er vonandi að með aukinni reynslu verði þar til sú fagmennska sem þessi bókmenntategund þarf á að halda. Rúnatýr gefur út Vargsöld en hún gefur líka út fyrstu gufupönksbókina á íslensku, Flóttann til skýjanna, eftir Kristján Má Gunnarsson. Gufupönkið er frekar nýleg undirtegund fantasíunnar. Í bókum sem falla í þann flokk er í grunninn verið að ímynda sér hvernig heimurinn hefði orðið ef sagan og þróun vísinda hefði verið önnur en hún er og ýmis konar tækni eða vélar eru oftast mikilvægur þáttur í söguþræðinum. Bækur af þessari gerð gerast yfirleitt í hliðarútgáfu af viktoríönskum heimi, heimi þar sem iðnbyltingin hefur átt sér stað en þar sem gufuvélar voru þróaðar lengra og rafmagn tók ekki við af gufuaflinu. Vélar og tæki eru gufudrifin og möguleikar sæborgarinnar, einhvers konar blöndu af lifandi verum og vélum, eru oft vel nýttir. Í þeim heimi sem gufupönkið lýsir eru reyndar oft galdrar og yfirnáttúrulegar verur, eins og varúlfar og vampírur, en það er þó ekki alltaf svo. Í Flóttanum til skýjanna er t.d. ekki um slíkt að ræða. Þar er spurt hvað hefði gerst ef Rómverska heimsveldið hefði ekki liðast í sundur og Rómverjar hefðu þróað með sér gufutæknina. Í bókinni berjast vísindin, keisaraveldið og kirkjan um völdin. Sagan segir frá verkfræðingi sem hefur verið neyddur til að taka þátt í leiðangri til að finna ofurvopn. Hann verður strandaglópur í borg þar sem Rómverjar og heimamenn berast á banaspjótum og fær sjóræningja til að breyta skipi sínu í loftskip. Atburðarásin er hröð og ágætlega spennandi og persónusköpun fín þótt hún sé ekki sérlega djúp, en töluvert vantar upp á prófarkalestur. Sverða- og galdrafantasíur fyrir fullorðna hafa þróast töluvert síðustu áratugina. Þær eru orðnar myrkari, átökin blóðugri og lýsingarnar grófari og oft eru svik og pólitík mun fyrirferðarmeiri en áður var. Bókaflokkurinn A Song of Fire and Ice eftir George R.R. Martin, sem sjónvarpsþættirnir Game of Thrones eru byggðir á, eru dæmi um þetta. Bækur Elís Freyssonar bera sum einkenni þessa þó að pólitík sé ekki áberandi þar. Bækurnar þrjár sem hann hefur skrifað, Meistari hinna blindu frá 2011, Ógnarmáni frá 2012 og hin nýja Kallið, eru að mörgu leyti dæmigerðar fyrir nútíma fantasíur sem hafa þróast út frá sverða- og galdrasögum. Þær eru ansi dimmar og blóðugar og gerast í hörkulegri og vægðarlausri veröld þar sem valdabarátta á milli hins góða og illa er ekki fullkomlega svart-hvít. Bækurnar þrjár gerast í sama heimi og tengjast lauslega en eru þó sjálfstæðar sögur með sinni aðalpersónunni hver. Elí Freysson hefur skapað flókinn og nokkuð vel útfærðan heim og aðalpersónur hans eru fjölbreyttar og ágætlega dregnar. Í fyrstu bókinni hans var helst hægt að gagnrýna hversu einfaldar aðrar persónur sögunnar voru. Því var ánægjulegt að í annarri bókinni verður ein af þeim að aðalpersónu og henni er gefin aukin dýpt, auk þess sem loksins kemur raunveruleg kvenpersóna við Kristján Már Gunnarsson. Flóttinn til skýjanna. Rúnatýr. 2013 Sverða- og galdrafantasíur fyrir fullorðna hafa þróast töluvert síðustu áratugina. Þær eru orðnar myrkari, átökin blóðugri og lýsingarnar grófari og oft eru svik og pólitík mun fyrirferðarmeiri en áður var. „

x

Spássían

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.