Spássían - 2013, Blaðsíða 67

Spássían - 2013, Blaðsíða 67
67 Eftir Jakobínu Sigurðardóttur (1918– 1994) liggja fjórar skáldsögur, þrjú smásagnasöfn, ævintýri, kvæðabók og endurminningabók. Hún hóf feril sinn sem ljóðskáld en kvæði hennar birtust mörg í tímaritum á sjötta áratugnum og komu út í ljóðabókinni Kvæði árið 1960. Fyrsta saga Jakobínu var ævintýrið Sagan af Snæbjörtu Eldsdóttur og Ketilríði Kotungsdóttur (1959) en hún vakti fyrst athygli sem sagnahöfundur með smásagnasafninu Púnktur á skökkum stað (1964) og skáldsögunni Dægurvísu (1965). Í kjölfarið fylgdu skáldsögurnar Snaran (1968), Lifandi vatnið – – – (1974) og Í sama klefa (1981) og smásagnasöfnin Sjö vindur gráar (1970) og Vegurinn upp á fjallið (1990). Síðustu bók sína, endurminningabókina Í barndómi (1994), lauk Jakobína við á dánarbeði. Tvö verka hennar voru tilnefnd fyrir Íslands hönd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, Dægurvísa árið 1967 og Lifandi vatnið – - - árið 1976. Nýlega var opnaður vefur um Jakobínu og verk hennar: jakobinasigurdardottir. wordpress.com. fram en mörg kvæða hennar eru í þeim dúr og sum þeirra voru orðin þekkt – í það minnsta meðal þeirra sem aðhylltust svipaðar skoðanir. Meðal ádeilukvæða Jakobínu eru tvíeykið „Hugsað til Hornstranda“ og „Hvort var þá hlegið í hamri“ sem ort voru á haustmánuðum 1953 eftir að íslensk stjórnvöld höfðu veitt bandaríska hernum leyfi til að halda skotæfingar á Hornströndum. „Hugsað til Hornstranda“ er álagakvæði, hvasst og óvægið, þar sem hornstrendskar vættir eru særðar fram og hvattar til að veita orðum skáldkonunnar mátt í baráttunni við herliðið, en þriðja erindið hljómar svo: Láttu, fóstra, napurt um þá næða norðanélin þín fjörudrauga og fornar vofur hræða. Feigum villtu sýn, þeim, sem vilja virkjum morðsins níða vammlaust brjóstið þitt. Sýni þeim hver örlög böðuls bíða bernskuríkið mitt. Skemmst er frá því að segja að þegar herinn ætlaði að hefja æfingar og sigldi áleiðis að Hornströndum skall á fárviðri og skipin urðu frá að hverfa. Stuttu eftir þessa atburði birtist síðan í Nýja tímanum kvæðið „Hvort var þá hlegið í hamri“ þar sem skáldkonan mærir mátt vættanna sem hröktu herliðið á braut. Andstaða gegn hersetu og erlendum ítökum á Íslandi kemur einnig fram í mörgum af síðari verkum Jakobínu, svo sem skáldsögunni Snörunni og ýmsum smásögum. Þá er ekki síður algengt að hún deili á afskipta- og ábyrgðarleysi hins almenna borgara sem neitar að taka afstöðu í samfélagslegum og pólitískum málefnum en kennir öðrum um það sem miður fer. SÓTT Í ÝMSAR ÁTTIR Frásagnaraðferð sögunnar um Snæbjörtu og Ketilríði er í anda ævintýra, sögumaður er alvitur, orðfæri hans er knappt og stíllinn hefur fornt yfirbragð. Frásögnin ber vitni um að Jakobína skrifaði hana ekki aðeins inn í ævintýrahefð heldur ber hún einnig keim af goðsögnum – meðal þeirra sem koma við sögu eru norrænu goðin Freyja, Ægir og Bragi – og Íslendingasögum, sem sést meðal annars á því að Eldur, faðir Snæbjartar, er heygður og kveður stundum úr haugi sínum. Þar að auki er frásögnin sett fram í anda munnlegrar frásagnarhefðar en sögumaðurinn er staðsettur í nútímanum og leitast við að skrá niður gamlar sagnir svo almenningur missi ekki tengslin við fortíð sína: Er þá lokið sögu þessari er oft hefur verið sögð á ýmsan veg að hlóðasteinum og í hálfbirtu. Mun ýmsum lærðum mönnum eigi þykja mikið til koma, þeim er vilja sannindi svo reifuð að fáir eður engir megi auga á koma. Er saga þessi og eigi þeim til skemmtunar sögð, heldur þeirri alþýðu manna er að vísu hefur týnt hlóðasteinum mæðra sinna og hestasteinum feðra, en rennur þó enn í æðum hið sama blóð og fyrr knúði hjörtu sem nú eru að dufti orðin (84). Jakobína og Þorgrímur Starri prúðbúin á hlaðinu í Garði Mynd í eigu Sigríðar Kristínar Þorgrímsdóttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.