Spássían - 2013, Blaðsíða 74

Spássían - 2013, Blaðsíða 74
74  Árið 2011 kom út Íslensk listasaga í fimm bindum og er það fyrsta yfirlitsrit af þessu tagi. Verkið veitir mun betri aðgang að íslenskri listasögu en áður og nær yfir tímabilið frá síðari hluta 19. aldar til upphafs 21. aldar. Eyborg Guðmundsdóttir fær þar stutta umfjöllun en Elínar Pjet. Bjarnason er ekki minnst. Þrátt fyrir náin tengsl við list meginlands Evrópu og framúrskarandi árangur fá þær ekki athygli í samræmi við það í listfræðilegum skrifum og eiga sannarlega skilið meiri umfjöllun en þær hafa fengið hingað til.  Eyborg Guðmundsdóttir og Elín Pjet. Bjarnason voru jafnöldrur, báðar fæddar árið 1924. Eyborg stundaði nám í París í nokkur ár og var þá nemi sjálfs Vasarely, föður Op-listastefnunnar (Optical art). Í Op-listinni er unnið með skynjun áhorfandans með geometrískum formum í sterkum litum sem skapa sjónhverfingar í huga áhorfandans. Mikilvægur undanfari þeirrar stefnu er meðal annarra hinn franski listmálari og post-impressjónisti George Seurat. Seurat byggði á nýjustu vísindaþekkingu í verkum sínum, einkum á sviði litafræða. Einn mikilvægur fulltrúi kvenna innan Op-listarinnar, hin breska Bridget Riley, rannsakaði verk Seurats og vann upp frá því þau op-verk sem hún er þekktust fyrir.2 Eyborg var meðlimur í áhrifamiklum hópi þrjátíu abstraktlistamanna sem stofnaður var af Folmer árið 1960 og kallaði sig Groupe Mesure (einnig nefndur Groupe Expérimental de Recherches Plastiques Formelles). Í hópnum voru listmálarar og myndhöggvarar sem unnu í anda geometrískrar abstraksjónar. Meginmarkmið hópsins var að skipuleggja sýningar á óhlutbundinni list. Eyborg sýndi með hópnum í Þýskalandi og Frakklandi á árunum 1961 til 1965 og myndir hennar fengu jákvæð ummæli gagnrýnenda.3  Ólíkt Eyborgu tilheyrði Elín ekki ákveðnum hópi listamanna heldur má segja að hún hafi að miklu leyti verið einfari. Elín lést árið 2009 og var Listasafni ASÍ fært lífsverk Verk eftir Elínu Pjet. Bjarnason Gjarnan bregður fyrir andstæðum litum í litasamsetningum Elínar. Stundum greindi hún andlitin niður í ótal lituð svæði og minnir þá á Matisse. Femme aux chapeau (1905) eftir Matisse „
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.