Spássían - 2013, Blaðsíða 68

Spássían - 2013, Blaðsíða 68
68 SAGA KVENNA OG ALÞÝÐU Ævintýri tilheyrðu lengi vel munnlegri sagnahefð sem oft hefur verið tengd við konur og alþýðu, sem eftir tíma prentsins höfðu ekki sama aðgang að útgefendum eða tækifæri til skrifta og karlmenn af efri stéttum. Eins og sést á fyrrgreindri tilvitnun fer ekki á milli mála að sögumaður (sögukona?) Sögunnar um Snæbjörtu Eldsdóttur og Ketilríði Kotungsdóttur beinir orðum sínum fyrst og fremst til íslenskrar alþýðu og segja má að Jakobína taki alþýðlega og kvenlega sagnahefð upp á sína arma til að koma samtímaádeilu sinni á framfæri. Konur eru í forgrunni í sögunni, því þótt þær beiti ekki vopnum í bardögum eru þær hreyfiafl og örlagavaldar. Óvinirnir eru allir karlkyns og hetjurnar, kóngssynirnir tveir, missa ríkið klaufalega úr höndum sér þegar þeir eru í bónorðsferð erlendis. Snæfríður drottning, sem hefur lítil eða engin pólitísk völd í ríkinu en er háð eiginmönnum og sonum, sannar aftur á móti tryggð sína við ríkið og frelsishugsjónina þegar hún neitar staðfastlega að gefa Örn hinn alfrjálsa upp á bátinn. Móðir hennar Hrönn, dóttir sjálfs Ægis, rís úr sæ í lok sögunnar og breytir gangi mála með því að afhenda dóttur sinni lykilinn að fjötrum Arnar. Síðast en ekki síst er alþýðukonan Ketilríður sú eina sem getur opnað ryðgaðan lásinn – því það „þarf afl til að opna fjöturinn, mun það eigi fært öðrum höndum en þeim, sem af erfiði eru hertar“ (72). Ekki er allt alþýðufólk hugdjarft og hliðhollt frelsi ríkisins því svikararnir í konungsgarði, Ótryggur, Loðinn og Viðsjáll, eru allir þrælbornir í móðurætt. Konur, jafnt aðalbornar sem alþýðukonur, eru því þegar upp er staðið ótvíræðar aðalsöguhetjur og bjargvættar þessa ævintýris – ekki prinsar, riddarar eða kotbændasynir eins og oft vill verða í ævintýrum. „AÐ VÍSU NOKKUÐ ÞUNG FYRIR BÖRN“ Eins og áður segir hefur Sagan um Snæbjörtu Eldsdóttur og Ketilríði Kotungsdóttur lent á milli þils og veggjar í íslenskri bókmenntaumræðu og virðist ekki hafa náð til stórs lesendahóps. Færa má rök fyrir því að ein meginástæðan sé sú að hún var markaðssett og auglýst sem barnabók – en sló alls ekki í gegn sem slík. Í dagblöðum fyrir jólin 1959 auglýsti Heimskringla, útgefandi bókarinnar, hana með eftirfarandi texta: „Skemmtilegt ævintýri handa börnum með teikningum eftir Barböru M. Árnason.“ Stundum er hún auglýst með öðrum „fullorðins“ bókum frá Heimskringlu en alltaf er þó tekið fram að hún sé „handa börnum“. Engir ritdómar virðast hafa verið skrifaðir um bókina – í það minnsta ekki eftir því sem undirrituð kemst næst – en á barnasíðum Þjóðviljans 28. nóvember 1959 er bókafrétt, þar sem segir að bókin sé „einstaklega vel úr garði gerð, með stóru letri, á góðan pappír og myndskreytt af Barböru Árnason.“ Þar segir ennfremur: „Jakobína Sigurðardóttir skrifar kjarnyrt mál og myndauðugt. Sagan er þrungin galdri, Konur eru í forgrunni í sögunni, því þótt þær beiti ekki vopnum í bardögum eru þær hreyfiafl og örlagavaldar. „
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.